Leikfélag Hólmavíkur

Búningahorn

Sminkhorn

Ljósahorn

Hvíslarahorn

 
Leikfélagið

Nýjustu fréttir

Leiksýningar

Ferðalög

Glens og grín

Leikarar o.fl.

Upphafssíðan
 

Gestabók
Skrá á póstlista

 

 

 
Verkefnaskrá Leikfélags Hólmavíkur (og margt fleira sögulegt)

Smellið á nöfn leikritanna og sjá - nýr heimur mun ljúkast upp - þar undir má finna fjölbreytilegustu upplýsingar um hvert leikrit. Þá breytist jafnframt spássían hér til hliðar og þar kemur leikritalistinn. Til að komast til baka þarf bara að smella á aðalsíða, en sá tengill flytur mann hratt og örugglega á upphafssíðu vefjarins. Svona er hægt að gera einfalt mál flókið.

2016 - Ballið á Bessastöðum
2015 - Draugasaga
2015 - Hlauptu, týnstu!
2015 - Útskriftarferðin
2015 - Sweeney Todd
2014 - sMaL
2014 - Skilaboðaskjóðan
2013 - Makalaus sambúð
2012 - Með allt á hreinu
2011 - Gott kvöld
2011 - Með táning í tölvunni
2010 - Grease
2009 - Viltu finna milljón?
2008 - Dýrin í Hálsaskógi
2007 - Þið munið hann Jörund
2006 - Fiskar á þurru landi
2004 - Frænka Charley´s 
2004 - Þrymskviða hin nýrri
2003 - Sex í sveit
2003 - Litli forvitni fíllinn
2001 - Karlinn í kassanum
2000 - Jóladagatalið
2000 - Skollaleikur
1999 - Markólfa
1996 og áfram - Um skaðsemi áfengisins
1996 og 1997 - Jóðlíf
1996 - Á sama bekk
1995 - Djúpavíkurævintýrið
1995 - Mysingssamloka með sveppum
1994 - Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónatan
1994 - Lífið er lotterí
1993 - Líf og friður
1993 - Tobacco road
1992 - Allt í plati
1992 - Glímuskjálfti
1991 - Karíus og Baktus
1991, 1993, 1994, 1995, 2000 - Pýramus og Þispa
1991 - Það er list að lifa (3 einþáttungar)
               Staður og stund
               Þú ert í blóma lífsins, fíflið þitt
               Náttgalabær
1990 - 100 ára afmæli Hólmavíkur (uppákomur og dagskrá)
1990 - Skjaldhamrar
1989 - Jóladagatalið
1989 - Landabrugg og ást
1985 - Köld eru kvennaráð
1984 - Húrra krakki
1983 - Blessað barnalán
1981 - Sjóleiðin til Bagdad
1981 - Björninn

Merki Leikfélagsins í eina tíð - teiknað af Maju

Og meiri leiklist á sama tíma :)

Þó Leikfélag Hólmavíkur hafi gjört margt á sviði leiklistar síðan það var stofnað hefur samt eitt og annað skemmtilegt gerst fleira á því sviði á Ströndum á starfstímanum. Hér eru nokkur dæmi:

2013 - Tjaldið (Þjóðleikur - leikhópurinn Strandhögg)
2010 - Skjaldbakan (Smári Gunnarsson)
1988 - Betri er þjófur á nóttu en snuðra á þræði (Grunnskólinn á Hólmavík)
1987 - 10 litlir negrastrákar (Grunnskólinn á Hólmavík)
1986 - 10 litlir negrastrákar (Grunnskólinn á Hólmavík)
1984 - Frænka Charleys (Leikfélagið Elding)

Ýmislegt sem áður gerðist :)

Leikfélag Hólmavíkur var formlega stofnaði 1981. Áður hafði þó löngum verið öflugt leiklistarstarf á Ströndum, sem ótal dæmi sanna. Hér má finna nokkra fróðleiksmola:

Leiktjöldin frægu
Eldri leikrit

... og hér eru nokkur dæmi um þetta "fjölmargt fleira":

Auk þess hefur Leikfélag Hólmavíkur á þessum sömu árum og öll þessi leikrit hafa verið sýnd staðið fyrir margvíslegum skemmtiatriðum og leikið ótal smáþætti og sett saman dagskrár, séð um 17. júní og bændahátíðir og 1. maí skemmtanir, tekið þátt í allra handa hátíðahöldum, skrifað leikrit, haldið upp á afmælin sín með bravúr, séð um samningaviðræður við jólasveina, gert útvarpsþátt, leikið í kvikmyndum og svo ótal margt fleira að ekki er nokkur lifandis leið að nefna það allt.

Jóladagatalið (vefútgáfa): Fyrir jólin 2015 var gerð útvarps- eða vefútgáfa af Jóladagatalinu, því gamla og góða leikriti sem Strandamenn og leikfélagar sömdu saman haustið 1989.

Leiklistardagurinn mikli (13. mars 2014): Súpufundur í hádeginu þar sem sagt var frá sögu Leikfélags Hólmavíkur og uppsetningu vetrarins, um kynninguna sáu Jón Jónsson og Esther Ösp Valdimarsdóttir. Heimsókn frá Kómedíuleikhúsinu sem sýndi Fjalla-Eyvind á Café Riis. Sýningin Vestfirsk leiklist opnuð í Hnyðju á eftir, gerð af Leikminjasafni Íslands, en þar er fjallað um leiklist á vestanverðum Vestfjörðum á 13 söguspjöldum. Viðbót við sýninguna var ljósmynda- og leikskrársafn Leikfélags Hólmavíkur.

Rómeó og Júlía (2014): Námskeið í leikhússpuna og uppsetning á spunaútgáfu af Rómeó og Júlíu á 30 mínútum - sett upp á Hörmungardögum 2014. Leikstjóri og leiðbeinandi var Guðbjörg Ása.

Morðgáta á Hörmungardögum (2014): Samvinnuverkefni með Sauðfjársetri á Ströndum - viðamikið morðgátuverkefni, 4 tíma kvöldverður og spunaleikrit með 9 leikpersónum og fjölda matargesta á Sauðfjársetrinu.

Einar Indriðason og Arnar Jónsson á 17. júní 1996 - ljósm. Jón Jónsson

Spakmæli dagsins: „Að vera eða ekki að vera, það er spurningin.“

 
Vefur
: SÖGUSMIÐJAN
© 2002