Leikfélag Hólmavíkur

Búningahorn

Sminkhorn

Ljósahorn

Hvíslarahorn

 
Leikfélagið

Nýjustu fréttir

Leiksýningar

Ferðalög

Glens og grín

Leikarar o.fl.

Upphafssíðan
 

Gestabók
Skrá á póstlista

 

 
Glens og grín

Á þessari síðu er gamansemi og glens og grín, skemmtilegar sögur úr leikferðum og af uppákomum á sviðinu og þess háttar.

Vefsmiðirnir ætluðu reyndar að hafa líka sögur af fylleríum, slagsmálum og framhjáhöldum, en gjaldkerinn bannaði það. Hann segir að þá fari einhver í skaðabótamál og hirði alla aura félagsins. Og allir hlýða gjaldkeranum. Alltaf.

Partí í Litlu-Hellu eftir leiklistarnámskeið hjá Skúla Gautasyni

Frumsýningarpartí og önnur leikfélagspartí eru sérstakur kapítuli í sögu hvers almennilegs leikfélags. Einhver frasi segir að ein mynd segi meira en 1000 orð. Það er að vísu bölvað bull, en við skulum samt láta myndirnar tala á partísíðunni.

Bakkabræður við gerð á auglýsingu - Siggi, Einar og Viggi

Vísnahorn verður að vera á hverri góðri vefsíðu. Margir leikarar eru glúrnir við að setja saman vísur og sumir eru miklu glúrnari en aðrir. Glúrnastur allra er Vignir Örn Pálsson sem réttnefndur hefur verið hirðskáld leikfélagsins. Lítum á sýnishorn af vísnagerðinni.

Fyrsta sýning Leikfélags Hólmavíkur var í meira lagi söguleg. Gefum einum aðalleikaranum og formanni félagsins á þeim tíma orðið.

Frá fyrstu sýningu Leikfélags Hólmavíkur - Eyjólfur og Alma

Sögulegar sýningar hafa að sjálfsögðu verið fleiri en ein. Hér gefur að líta nokkrar stuttar sögur af uppákomum á sviðinu.

Leikferðalögin eru ekki alltaf dans á rósum. Það veit sá sem allt veit og veit hann þó vonandi ekki nærri því allt.

Aðalfundargerðir í virðulegri fundargerðarbók Leikfélagsins eru ekki alltaf skemmtileg lesning. En þegar vel tekst til með val á fundarritara geta fundargerðir verið hreinasta snilld.

 

Spakmæli síðunnar: „Glúrinn, glúrnari, glúrnastur.“

 
Vefur
: SÖGUSMIÐJAN
© 2003