Leikfélag Hólmavíkur

Búningahorn

Sminkhorn

Ljósahorn

Hvíslarahorn


Aðalsíðan

Leikritasíðan

 
Draugasaga ¤ 2015

Draugasaga er nýr íslenskur einleikur sem var sérstaklega skrifaður fyrir Leikfélag Hólmavíkur og Sauðfjársetur á Ströndum. Höfundur er Jón Jónsson þjóðfræðingur á Kirkjubóli og verkið byggir á þjóðsögum af svæðinu, sígildri mannvonsku og margvíslegum myrkraverkum fyrri alda. Sögusvið leikritsins er beinlínis í Sævangi, þar sem það er sýnt. Húsdraugurinn í Sævangi segir frá ýmsum draugum á svæðinu sem hann hefur verið samferða frá því hann var drepinn og hans eigin sorgarsaga kemur hægt og sígandi fram í skímuna.

Verkið et eilítið óhugnanlegt og alls ekki við hæfi barna 12 ára og yngri, ekki viljum við að blessuð börnin verði myrkfælin!

Jón Jónsson höfundur verksins leikstýrði Draugasögu, en Arnór Jónsson er leikarinn. Hemúllinn samdi hljóðmyndina, Ásta Þórisdóttir og Ester Sigfúsdóttir sjá um förðun og búninga og Jón Valur Jónsson um tæknimál ásamt Jóni.

Höfundur og leikstjóri: 

Jón Jónsson

Persónur og leikari: 

Draugurinn: Arnór Jónsson

Tækni-, ljós- og hljóðmenn:

Jón Valur Jónsson og Jón Jónsson.

Lýsing og sviðsmynd:

Jón Jónsson

Hljóðmynd:

Hemúllinn

Búningar:

Ester Sigfúsdóttir

Hárgreiðsla og förðun: 

Ásta Þórisdóttir og Ester Sigfúsdóttir

Sérstakar þakkir:

Félagsmiðstöðin Ozon, Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir & Bjarki, Börkur og Júlli.

Draugurinn í Sævangi - teikning eftir Sunnevu Þórðardóttur

Draugurinn Pjakkur fer niður um ís á Steingrímsfjarðarheiði - teikning: Sunneva.

Sýningar:

Forsýning fyrir þjóðfræðinema í HÍ - Sævangur: laugard. 3. okt. kl. 21:00
Frumsýning - Sævangur mið. 7. okt. kl. 20:00
Þriðja sýning - Sævangur fös. 9. okt. kl. 22:00
Fjórða sýning - Sævangur fim. 15. okt. kl. 20:00

 

Spakmæli verksins: „Það er oft dálítið þreytandi að vera draugur!“

 
Vefur
: SÖGUSMIÐJAN
© 2002