Leikfélag Hólmavíkur

Búningahorn

Sminkhorn

Ljósahorn

Hvíslarahorn


Aðalsíðan

Leikritasíðan

 

 
Lífið er lotterí ¤
1994

Lífið er lotterí er haglega saman sett söng- og leikdagskrá úr verkum Jónasar og Jóns Múla Árnasona. Mikill fjöldi leikara og söngvara tók þátt í þessari uppfærslu en tæplega 30 manns stóðu á sviðinu þegar mest var.

Aðsókn að sýningunni var gríðarlega góð á Hólmavík, félagsheimilið troðfylltist í tvígang og Kvenfélagið Harpa sem sá um kaffiveitingar hafði varla við að selja kökur og kaffi ofan í menningarþyrsta heimamenn sem skemmtu sér konunglega.

 Um sumarið var sýningin sett upp í gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpavík, en þá fór þar fram fyrsta Djúpavíkurhátíðin. Siggi Atla var í heila viku fyrir norðan að undirbúa sjóvið, því mikið þurfti til að gera 60 ára aflagða geymslu að aðlaðandi leikhúsi. Restin af leikhópnum kom síðan kvöldið fyrir sýningu og lagði lokahönd og blessun sína yfir verkið.

Þessi sýning á Lotteríinu tókst með eindæmum vel og um 300 manns skemmtu sér konunglega yfir henni. Meðal þeirra var gagnrýnandi frá Degi sem sagði meðal annars:

  • Ásdís flutti lagið Svona er að vera siðprúð og gerði vel. Hún jók síðan á skopið í flutningi Sigurðar á laginu Klara Klara en þar fór hann á kostum.

  • Björk fór afar fallega með lagið Bíum Bíum bambaló og Salbjörg fór skemmtilega með lagið Ég elska hann Jóhann, þar sem hún beitti fyrir sig nokkrum groddalegum töktum sem vöktu mikla kátínu.

  • Einar og Sigurður gerðu vel í Deleríum Búbónis og fór Sigurður hreinlega á kostum í ræðu ráðherrans.

  • Í Drottins dýrðar koppalogni voru leikararnir lipurlegir í hlutverkum sínum, einkum Einar Indriðason og Sverrir Guðbrandsson.

Í ágúst var síðan haldið með sýninguna á leiklistarhátíð Bandalagsins í Mosfellsbæ, og sýnt í Hlégarði. Þar var mættur Jónas Árnason, en hann var sóttur upp á svið í lokaatriðinu og söng hann nokkur lög með hópnum. Sýningin fékk ágæta dóma hjá gagnrýnendum hátíðarinnar. Helst var sett út á bátinn, hann þótti alltof stór og var sagður gleypa sviðið. Þá var sagt að  grænt ljós á Pálínu í söng hennar minnti gagnrýnendur helst á ælu. Hmm.

lotteri1.jpg (13500 bytes)

lotteri10.jpg (14686 bytes)

lotteri11.jpg (14082 bytes)

 

lotteri12.jpg (23760 bytes)

lotteri3.jpg (12017 bytes)

lotteri4.jpg (18095 bytes)

 

lotteri9.jpg (22923 bytes)

lotteri2.jpg (18097 bytes)

lotteri6.jpg (28407 bytes)

 

lotteri5.jpg (19599 bytes)

lotteri7.jpg (20399 bytes)

lotteri8.jpg (17492 bytes)

- Smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfu -

Höfundur: 

Jónas Árnason

Listráðunautur:

Ásdís Thorarensen

Yfirsetukona:

Salbjörg Engilbertsdóttir

Söngstjórn:

Sigríður Óladóttir

Undirleikur:

Gunnlaugur Bjarnason, Sigríður Óladóttir og Salbjörg Engilbertsdóttir frá Tirðilmýri.

Söngur:

Aðalheiður Ragnarsdóttir, Björk Jóhannsdóttir, Jónína Gunnarsdóttir, Röfn Friðriksdóttir, Kristbjörg Magnúsdóttir, Ásdís Jónsdóttir, Sigríður Óladóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir, Haraldur V.A. Jónsson, Ásmundur Vermundsson, Gunnlaugur Bjarnason, Eysteinn Gunnarsson, Sigurður Atlason, Einar Indriðason, Sverrir Lýðsson og Sverrir Guðbrandsson.

Ungmeyjasöngur:

Áshildur Böðvarsdóttir, Nanna María Elvarsdóttir, Hrefna Guðmundsdóttir, Kristjana Eysteinsdóttir, Ester Ingvarsdóttir, Rebekka Atladóttir, María Guðmundsdóttir, Guðbjörg Gunnlaugsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Sigurrós Þórðardóttir og Harpa Hlín Haraldsdóttir.

Persónur og leikarar í leikþáttum:
 

Skjaldhamrar:

 

  Kormákur vitavörður

Einar Indriðason

  Páll Daníel Nielsen

Sverrir Guðbrandsson

  Deleríum Búbónis:

 

   Ægir Ó. Ægis

  Einar Indriðason

   Ráðherrann

  Sigurður Atlason

   Pálína, kona Ægis

  Jónína Gunnarsdóttir

  Drottins dýrðar koppalogn:

 

  Georg oddviti

  Eysteinn Gunnarsson

  Séra Konráð

  Einar Indriðason

  Jakob hreppsstjóri

  Sverrir Lýðsson / Sigurður Atlason

  Davíð skólastjóri

  Sverrir Guðbrandsson

Hvíslari:

María Guðbrandsdóttir.

Sviðsmynd:

Sigurður Atlason, Sverrir Guðbrandsson, Einar Indriðason, Sigurður Sveinsson og Jón Gísli Jónsson.

Búningar:

Sunna Vermundsdóttir, Adda Þorsteinsdóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir og Ásdís Jónsdóttir.

Lýsing:

Sigurður Atlason og Sigurður Sveinsson.

Förðun:

María Guðbrandsdóttir og Salbjörg Engilbertsdóttir.

Sýningar (5):

Hólmavík - 19. mars
Hólmavík - 26. mars
Hólmavík - 6. aprílk
Djúpavík - 23. júlí
Mosfellsbær - 27. ágúst

   

Boðskapur verksins: „Arídúarídúradeiarídúaridáa.“

 
Vefur
: SÖGUSMIÐJAN
© 2002