Leikfélag Hólmavíkur |
|||||||||||||||||
Markólfa er hraður farsi af bestu gerð. Hopp, dett, hlaup og hróp eru einkenni svona sýninga. Markólfa snýst að mestu leyti um happdrættismiða sem vinnukona markgreifa nokkurs festir kaup á. Svo virðist sem hún hafi dottið í lukkupottinn og fengið stóra vinninginn, en þá fer atburðarásin af stað svo um munar og hnúturinn virðist óleysanlegur. Markólfa var fyrsta stóra uppsetning félagsins um nokkurt skeið. Fjórir voru að spreyta sig á leiksviðinu í fyrsta skipti og stóðu sig með eindæmum vel. Æfingar fóru fram í ísköldum Sævangi og þar var verkið einnig sýnt þrisvar sinnum. Ýmislegt kom upp á við æfingar og á sýningum. Gríðarlega langur tími fór í að æfa skylmingaatriði markgreifans og Jóseps, sem og dansatriði Jóseps og Markólfu, en það varð ekki klárt fyrr en rétt fyrir frumsýningu. Þess verður minnst sem klunnalegasta og ljótasta dans sem sést hefur á sviði. Á sýningunni í Árnesi ákváðu Einar og Arnar að bregða á leik og skylmast út í sal á meðal áhorfenda. Það fór ekki betur en svo að um leið og Arnar stökk niður af sviðinu rifnuðu buxurnar hans nánast í tvennt. Áhorfendur horfðu því skelfingu lostnir á hálfberan Jósep það sem eftir var af leikritinu. Óhætt er að segja að leikstjórinn annars vegar og sumir leikarar, formaður og fjárhagur félagsins hins vegar hafi ekki átt skap saman. Meira en það er ekki óhætt að segja. Síðan Markólfa var sett upp voru ekki fengnir utanaðkomandi leikstjórar, fyrr en Skúli Gautason mætti á svæðið 2003 til að setja upp Sex í sveit.
- OKKUR VANTAR MYNDIR !!! - Höfundur: Dario Fo Leikstjóri: Guðrún Alfreðsdóttir Persónur
og leikarar:
Hvíslari og hljóðmaður: Guðmundína Arndís Haraldsdóttir. Lýsing: Magnús Rafnsson og Einar Indriðason. Sviðsmynd: Arnar S. Jónsson og Ásmundur Vermundsson. Búningar: Sigríður Einarsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Kristín Sigmundsdóttir, Ragnheiður Guðbrandsdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir. Hárgreiðsla og förðun: Salbjörg Engilbertsdóttir. Sýningar (5): Sævangur
- 21. maí
|
|||||||||||||||||
Spakmæli verksins: „Nú við dönsum dátt ...“ |
|