Leikfélag Hólmavíkur |
|||||||||||||||||||||||||||||
Þú ert í blóma lífsins, fíflið þitt! er heilmikil þjóðfélagsádeila og sprell um leið. Forkólfar Leikfélagsins á þessum árum höfðu séð verkið á Bandalagshátíð í Hveragerði árið áður og höfðu húmor fyrir því. Það var hins vegar ekki hægt að segja um alla, t.d. skrifaði sú landsfræga Regína frá Gjögri skammarbréf í Dagblaðið um sýningu Leikfélagsins í Árnesi og sagði hana hið versta guðlast og klám í ofanálag, leikstjóranum til mestu ánægju. Það gekk ekki þrautalaust að koma verkinu á svið, því leikendur eru margir og í mörgum hlutverkum. Hinir og þessir hættu líka á undirbúningstímanum og eftir að sýningar hófust. T.d. tók Magnús Rafnsson að sér hlutverk pabbans um leið og generalprufan byrjaði, og las textann yfir og lærði hann fyrir hverja senu. Geri aðrir betur. Jón Gísli Jónsson setti félagsmet í hlutverkafjölda í einu leikriti í sýningunni. Hann lék 5 kennara, prest, lækni, klámleikara, Sigga frænda og Ómar Ragnarsson. Túlkun hans á hinum feimna Knúti kynfræðslukennara og hinum snargeðveika nasista Reinhart þýskukennara var hreinræktuð snilld.
- Smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfu - Höfundar: Davíð Þ. Jónsson og unglingar í Leikfélagi Hafnarfjarðar Leikstjóri: Jón Jónsson Hvíslari: Hildur Björnsdóttir Leikarar
og persónur:
- Sjá nánar: Það er list að lifa -
|
|||||||||||||||||||||||||||||
Spakmæli verksins: „Ég hjálpi þér." |
|