Leikfélag Hólmavíkur

Búningahorn

Sminkhorn

Ljósahorn

Hvíslarahorn


Aðalsíðan

Leikritasíðan

 
sMaL ¤ 2014

Gamanleikurinn sMaL var sérstaklega saminn fyrir Sauðfjársetur á Ströndum og Leikfélag Hólmavíkur. Höfundurinn er Arnar S. Jónsson, fyrrum formaður Leikfélags Hólmavíkur, sem nú er fluttur suður öllum til mestu armæðu. Leikfélagið setti svo einþáttunginn og gamandramað sem er um það bil 50 mínútur í sýningu upp á Sviðaveislu sem haldin var í Sævangi haustið 2014, við mikinn fögnuð áhorfenda. 

sMaL er bráðfyndinn gamanleikur sem hentar vel til sýninga í bændasamfélögum víða um land. Hann gerist í smalamennsku á fjöllum uppi og þær týpur sem koma við sögu eru kunnuglegar öllum sem hafa tekið þátt í slíkri skemmtun sem smalamennskur eru.

Þátturinn var svo sýndur aftur síðar um haustið á leikhúskvöldi í Sævangi, þar sem etin var leikfélagssúpa. Þessi sýning var haldin í tengslum við Bókmennta- og ljóðaviku í Strandabyggð sem Leikfélagið og Sauðfjársetrið tóku virkan þátt í. Á dagskránni var þá einnig hálfgert uppistand Jóns Jónssonar, annars gamals leikfélagsformanns. Þar sagði hann gamlar og góðar mistakasögur af Leikfélaginu og sýningum þess víða um heim.

Smal

smal2

Höfundur: 

Arnar S. Jónsson

Leikstjóri: 

Jón Jónsson

Framkvæmdastjórn:

Ester Sigfúsdóttir

Persónur og leikarar:

Hróbjartur Eiríkur Valdimarsson
Sveinn bóndi Jón Jónsson
Sigríður (kona Sveins) Esther Ösp Valdimarsdóttir
Fríða (dóttir þeirra) Esther Ösp Valdimarsdóttir
Mófríður (móðir Sigríðar) Svanhildur Jónsdóttir / Einar Indriðason
Nilli björgunarsveitarmaður Einar Indriðason
Viðar bóndi í Miðhúsum Viðar Guðmundsson / Trausti Rafn Björnsson
Útlendingur á villigötum Ester Sigfúsdóttir

Lýsing:

Jón Jónsson og Einar Indriðason

Tækni- og hljóðmenn: 

Svanhildur Jónsdóttir og Ester Sigfúsdóttir

Sviðsmynd, búningar, förðun: 

Leikhópurinn

Leikskrá: 

Jón Jónsson

Sýningar:

Frumsýning á Sviðaveislu í Sævangi - 25. október 2014 (105 áhorfendur)
Önnur sýning - Leikfélagssúpa í Sævangi - 22. nóvember 2014 (60 áhorfendur)

smal3

smal4

smal

smal

smal

smal

 

Spakmæli verksins: „Af hverju ertu ekki í buxunum, maður!“

 
Vefur
: SÖGUSMIÐJAN
© 2002