Leikfélag Hólmavíkur |
||||
Leikritið Hlauptu týnstu! var skemmtileg áskorun fyrir nokkra unglinga á Hólmavík sem tóku þátt í Þjóðleik 2015. Leikfélag Hólmavíkur og Fjósið ungmennahús leiddu saman hesta sína við uppsetninguna sem vafalítið hefur vakið áhorfendur til umhugsunar. Leikritið var sýnt í slagtogi við Útskriftarferðina sem Grunnskólinn og Leikfélagið settu upp á sama tíma og fóru bæði stykkin á stórskemmtilega Þjóðleikshátíð á Ísafirði um vorið.
Höfundur: Bergur Ebbi Leikstjóri: Jón Jónsson og Eiríkur Valdimarsson Persónur og leikarar: Drengur: Kristófer Birnir og Angantýr Ernir Stúlka: Branddís Ösp og Kristín Lilja Tækni- og hljóðmaður: Jón Valur Jónsson og Jón Jónsson Lýsing: Jón Jónsson Sviðsmynd, búningar, förðun: Leikhópurinn Sýningar: Frumsýning - 29.
apríl kl. 20 - Félagsheimilinu á
Hólmavík
|
||||
Spakmæli verksins: „Viltu koma með mér að horfa á vídeó!“ |
|