Leikfélag Hólmavíkur |
|
||
Búningarnir eru eins og gefur að skilja gríðarlega mikilvægur hluti af hverri uppsetningu á leikriti og stundum hefur mjög mikið verið í þá lagt. Búningar eru líka bráðnauðsynlegt hjálpartæki fyrir leikarann, því margir segja að ómögulegt sé að finna karakter persónunnar nema vera í einhverju af henni. Svo er líka bráðnauðsynlegt að búningarnir séu með sterkum saumum. Fátt er neyðarlegra en að standa buxnalaus eða í rifinni skyrtu með vömbina úti fyrir framan fullan sal af áhorfendum. Þeir eru þó nokkrir sem hafa lent í því að fötin hanga með naumindum saman út sýninguna. Það hefur viljað brenna við að meðlimir Leikfélags Hólmavíkur séu latir við að ganga frá fötunum sínum á skikkanlegan hátt. Það hefur oftar en ekki lent á sminkdömunum margfrægu að taka fötin upp úr gólfinu eftir þetta lið sem aldrei virðist læra að ganga frá eftir sig.
Búningar og gervi manna í gegnum árin eru jafn mismunandi og hlutverkin hafa verið mörg. Með þeim minnisstæðari eru tröllið ægilega í Jóladagatalinu, mörg af gerfunum í Allt í Plati og matrósaföt ofvaxna krakkans í Húrra Krakki. Við uppsetningu Markólfu voru saumuð svo dýr föt á leikarana að leikfélagið rambaði á barmi gjaldþrots.
Eilífðarauglýsingin: Ef fólk á í fórum sínum búninga og klæðnað sem er fágætur og ennfremur hatta, húfur og hárkollur, þá biðjum við það fyrir alla muni að henda því ekki. Ja, nema þá helst í stjórn Leikfélagsins. Slíkar gersemar geta alltaf komið að gagni.
|
|||
Spakmæli
búningahornsins:
„Fötin skapa manninn, |
|