Leikfélag Hólmavíkur |
||||
Árið 2012 var ár samvinnu við Grunn- og tónskólana á Hólmavík og ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Stuðmanna söngleikinn Með allt á hreinu varð fyrir valinu, í leikgerð Arnars S. Jónssonar sem jafnframt var leikstjóri. Borgar Þórarinsson var tónlistarstjóri og á þriðja tug nemenda í 8.-10. bekk tóku þátt í þessum skemmtilega söngleiknum ásamt félögum í Leikfélaginu. Þrusugóð sýning sem gladdi bæði augu og eyru eldri og yngri áhorfenda. Leiksýningin er byggð á samnefndri kvikmynd Stuðmanna. Persónur og leikarar: Hvíslari: Lýsing: Sviðsmynd: Leikmunir og búningar: Förðun: Leikskrá: Sýningar (8):
Með allt á hreinu verður frumsýnt þriðjudaginn 27. mars og 2. sýning verður 28. mars. Þriðja sýning verður laugardaginn um páskana, þann 7. apríl, og 4. sýning 11. apríl. Sýningum lýkur svo með sérstakri lokasýningu, kraftsýningu þar sem hækkað verður í botn, sunnudaginn 15. apríl. Allar sýningarnar fara fram í Félagsheimilinu á Hólmavík og hefjast kl. 20:00. |
||||
Spakmæli verksins: „Mjög, mjög gott!“ |
|