Leikfélag Hólmavíkur

Búningahorn

Sminkhorn

Ljósahorn

Hvíslarahorn


Aðalsíðan

Leikritasíðan

 
Litli forvitni fíllinn ¤ 2003

Þegar Skúli Gautason mætti til Hólmavíkur til að setja upp gamanleikinn Sex í sveit, ákvað Leikfélagið að grípa tækifærið og ráða konu hans, söngdívuna Þórhildi Örvarsdóttur, til að setja upp leikrit í samvinnu við nemendur Grunnskólans.

Fyrir valinu varð verkið Litli forvitni fíllinn, sem er leikþáttur sem fjallar um það hvernig og af hverju fíllinn fékk ranann sem hann gengur með enn þann dag í dag. Leikþátturinn er unninn upp úr sögu eftir Rudyard Kipling. Nemendur 5. og 6. bekkjar Grunnskólans á Hólmavík skipuðu leikaraflokkinn.

Leikhópurinn samankominn - ljósm. Kristín Einarsdóttir

Sýningin á Litla forvitna fílnum heppnaðist með eindæmum vel. Aðsókn var góð, en vel yfir 100 manns létu sjá sig í Bragganum. Það var mikið klappað meðan á sýningunni stóð og stemmningin var gríðarleg. Eftir að sýningu lauk var Þórhildi leikstjóra færðar galdrakrúsir að gjöf og síðan bauð Grunnskólinn leikhópnum og aðstandendum upp á kaffi, gos og kökur.

Það má ráða það af uppsetningunni á Litla forvitna fílnum að Leikfélag Hólmavíkur þarf ekki að örvænta næstu áratugina. Það er nóg til af upprennandi stórleikurum og söngvurum á Hólmavík.

 

fillinn9.jpg (69793 bytes)

fillinn2.jpg (72853 bytes)

fillinn3.jpg (55647 bytes)

Áhættuatriði í upphafi sýningar - gestir fylgjast spenntir með.

Hluti af áhorfendaskaranum.

Leikstjórinn og ljónið, Þórhildur Örvarsdóttir.

fillinn10.jpg (53547 bytes)

fillinn12.jpg (81769 bytes)

fillinn1.jpg (42977 bytes)

Python-klettaslangan
 - Erna Dóra. 

Krókódíllinn bítur í nefið á fílnum - Valdimar og Agnes.

Hrafnkell sögumaður.

fillinn7.jpg (50379 bytes) fillinn5.jpg (54124 bytes) fillinn11.jpg (57899 bytes)
Börkur, Valdimar og Villi. Veiga, Börkur og Valdimar. Togað í nefið á fílnum. 
fillinn8.jpg (79274 bytes) fillinn4.jpg (68882 bytes) fillinn6.jpg (64677 bytes)
Valdimar, Agnes og Villi. Næstbesta myndin af leikhópnum. Besta myndin af leikhópnum.

- Eigið þið fleiri myndir? Láttu vita: sogusmidjan@strandir.is -

Höfundur: 

Rudyard Kipling

Leikstjóri: 

Þórhildur Örvarsdóttir

Persónur og leikarar:
 

Litli forvitni fíllinn

Agnes Jónsdóttir

Sögumaður Hrafnkell Fjölnisson
Krókódíllinn Valdimar Friðjón Jónsson
Páfuglinn Vilmundur Hlífar Böðvarsson
Python klettaslangan Erna Dóra Hannesdóttir
Tré og söngvarar Bjarnveig Ólafsdóttir, Þórdís Karlsdóttir, Jóhanna Guðbjörg Rósmundsdóttir, Börkur Vilhjálmsson, Sylvía Bjarkadóttir, Kristján Páll Ingimundarson, Aníta Sonja Karlsdóttir, Jón Arnar Ólafsson, Vilhjálmur Jakob Jónsson, Guðjón Hraunberg Björnsson og Sigrún Björg Kristinsdóttir.

Leikstjóri, hvíslari og hljóðmaður:

Þórhildur Örvarsdóttir.

Lýsing:

Jón Gísli Jónsson og Skúli Gautason.

Ljósamaður:

Jón Ragnar Gunnarsson.

Sviðsmynd:

Kennarar og nemendur í Grunnskóla Hólmavíkur.

Búningar:

Leikfélag Hólmavíkur, Salbjörg Engilbertsdóttir, Þórhildur Örvarsdóttir og fleiri.

Hárgreiðsla og förðun: 

Salbjörg Engilbertsdóttir, Unnur Ingimundardóttir, Aldís Böðvarsdóttir, Lára Kristjánsdóttir, Saga Ingimundardóttir o.fl.

Sýningar (1):

Bragginn Hólmavík - 10. apríl 2003

 

Spakmæli verksins: „Móðir mín gaf mér utanundir, faðir minn gaf mér utanundir, allir frændur mínir og frænkur gáfu mér utanundir, að ég nefni ekki minn loðna frænda babún-apann og feita frænda minn flóðhestinn ...“

 
Vefur
: SÖGUSMIÐJAN
© 2002