Leikfélag Hólmavíkur

Búningahorn

Sminkhorn

Ljósahorn

Hvíslarahorn


Aðalsíðan

Leikritasíðan

 
Frænka Charley´s ¤ 2004

Sýning Leikfélags Hólmavíkur veturinn 2004 var hinn tæplega 110 ára gamli farsi Frænka Charley´s eftir Brandon Thomas.

Frænka Charley´s hafði tvisvar áður lagt leið sína á Strandir svo vitað væri. Verkið var sýnt á Hólmavík árið 1953, og í Broddanesskóla 1984 af leikfélaginu Eldingu. Hérna getið þið kíkt inn á sérstaka síðu þeirri uppfærslu til heiðurs.

Nokkuð strembið var í þetta skipti að finna leikrit, leikstjóra og leikara. Það tókst ekki að ganga frá öllum þessu fyrr en í mars, en leikritið var frumsýnt seint í apríl, viku eftir páska. Mannekla varð til þess að leikstjórinn Arnar S. Jónsson, sem var að þreyta frumraun sína á því sviði, þurfti að taka að sér eitt hlutverkanna. Fjórir leikaranna höfðu aldrei stigið á svið með Leikfélaginu áður. Einar Indriðason lék sama hlutverk og hann gerði með Eldingu fyrir 20 árum. Hann virkaði bara yngri í þetta skiptið.

Sýningar gengu vel fyrir sig og lítið var um stóráföll þrátt fyrir ærslin og lætin sem einkenna verkið. Texti gleymdist í örfá skipti, aldrei þannig að áberandi væri, en annars var allt eins og blómstrið eina. Það vitum við því það var hlegið alveg óskaplega á öllum sýningunum. Fólk lá gjörsamlega úr hlátri hvar sem komið var við. Aðsókn að verkinu var góð og almenn ánægja ríkti með framtakið hjá þeim sem mættu.

Hlé var gert á sýningum í maí og síðan var lagst í ferðalög sem gengu vel. Æi, þetta gekk allt svooo vel.

franka1.jpg (163180 bytes)

franka2.jpg (115033 bytes)

franka16.jpg (158649 bytes)

franka8.jpg (57729 bytes)

  franka9.jpg (64401 bytes)

franka6.jpg (76542 bytes)

franka7.jpg (66304 bytes)

franka4.jpg (72669 bytes)

franka17.jpg (103137 bytes)

franka18.jpg (145965 bytes)   franka21.jpg (135542 bytes) franka12.jpg (186071 bytes)

franka13.jpg (173486 bytes)

franka20.jpg (136854 bytes)

franka15.jpg (165404 bytes)

franka10.jpg (71596 bytes)

franka11.jpg (60798 bytes)

franka14.jpg (169185 bytes)

Höfundur: 

Brandon Thomas.

Þýðandi:

Úlfur Hjörvar.

Leikstjóri: 

Arnar S. Jónsson.

Persónur og leikarar:
 

Jack Chesney

Jón Gústi Jónsson

Charley Wykeham Úlfar Hjartarson
Fancourt Babberley Einar Indriðason
Sir Francis Chesney Arnar S. Jónsson
Stephen Spettique Matthías Lýðsson
Donna Lucia d´Alvadorez Jórunn Helena Jónsdóttir
Anna Spettique Ingibjörg Birna Sigurðardóttir
Kitty Verdun Sigríður Einarsdóttir
Ella Delahay Ester Sigfúsdóttir
Berta, þerna Svanhildur Jónsdóttir

Hvíslari:

Alda Guðmundsdóttir

Lýsing:

Arnar S. Jónsson 
Einar Indriðason
Jón Ragnar Gunnarsson

Sviðsmynd:

Arnar S. Jónsson
Hafþór Þórhallsson
Jón Kristinn Vilhjálmsson

Leikmunir og búningar:

Kristín Sigmundsdóttir
Hulda Hrönn Guðmundsdóttir
...auk fjölda annarra

Förðun:

Salbjörg Engilbertsdóttir
Unnur Ingimundardóttir
Rúna Stína Ásgrímsdóttir
Hildur Guðjónsdóttir 
... og fleiri

Leikskrá:

Kristín S. Einarsdóttir
Arnar S. Jónsson
Salbjörg Engilbertsdóttir

Sýningar (9):

Hólmavík, 22. apríl (sumardaginn fyrsta), kl. 20:00 - 74 áhorfendur.
Hólmavík, 23. apríl (föstudag), kl. 20:00 - 65 áhorfendur.
Drangsnesi, 26. apríl (mánudag), kl. 20:00 - 39 áhorfendur.
Hólmavík, 28. apríl (miðvikudag), kl. 20:00 - 90 áhorfendur.
Árnesi, 1. maí (laugardag), kl. 20:00 - 30 áhorfendur.
Hólmavík, 28. maí (föstudagur) kl. 20:00 - 40 áhorfendur.
Króksfjarðarnesi, 4. júní (föstudag) kl. 20:00 - 60 áhorfendur.
Mosfellsbæ, 6. júní (sunnudag) kl. 19:30 - 65 áhorfendur.
Ketilási, 12. júní (laugardag) kl. 20:30 - 97 áhorfendur.
 

Spakmæli verksins: „Hvar fenguð þér þennan hatt?!?“

 
Vefur
: SÖGUSMIÐJAN
© 2002