Leikfélag Hólmavíkur |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ballið á Bessastöðum er bráðskemmtilegt leikrit fyrir börn á öllum aldri. Leikfélag Hólmavíkur setur verkið upp í samstarfi við Grunnskólann á Hólmavík. Höfundur verksins er Gerður Kristný og er það byggt á Bessastaðabókum hennar; Ballið á Bessastöðum og Prinsessan á Bessastöðum. Tónlistin eftir Braga Valdimar Skúlason og hann og Gerður Kristný eiga sameiginlega söngtexta sýningarinnar. Ballið á Bessastöðum er dæmalaust gleðilegur söng- og gamanleikur fyrir börn og fullorðna þar sem við fáum innsýn í líf og störf forsetans og starfsfólks á Bessastöðum, kynnumst alvöru prinsessu og konungshjónum. Við förum í útilegu, brúðkaup, hittum landnámshænu og skoðum skýin. Á Bessastöðum er alltaf nóg af draugagangi, kransakökum, fálkaorðum og fjöri! Höfundur: Gerður Kristný Tónlist: Bragi Valdimar Skúlason Söngtextar: Gerður Kristný og Bragi Valdimar Leikstjóri: Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir Persónur og leikarar:
Tónlistarstjóri: Gunnur Arndís Halldórsdóttir Tækni- og hljóðmaður: Harpa Dögg Halldórsdóttir Myndvarpastjórn: Ásta Þórisdóttir, Úlfar Örn Hjartarson Lýsing: Bjarki Guðlaugsson, Ásta Þórisdóttir Ljósamaður: Ingibjörg Emilsdóttir Sviðsmynd og sýningartjald: Ásta Þórisdóttir, Svanur Kristjánsson, Jón Gísli Jónsson Búningar og leikmunir: Svanhildur Jónsdóttir, Brynja Rós Guðlaugsdóttir, Ásdís Jónsdóttir Hárgreiðsla og förðun: Kristín Lilja Sverrisdóttir, Birna Karen Bjarkadóttir, Jóhanna Guðbrandsdóttir, Elísa Mjöll Sigurðardóttir, leikhópurinn. Sviðsmenn Kristján Rafn Jóhönnuson, Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir Leikskrá: Salbjörg Engilbertsdóttir, Dagbjört Torfadóttir Miðasölustjóri: Dagbjört Torfadóttir Sýningar: Frumsýning: Föstudaginn 18. mars, kl.
20:00 - Félagsheimilinu á Hólmavík
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Spakmæli verksins: „Þeir sem eru alltaf með hjartað í buxunum, eru ekki með hjartað á réttum stað.“ |
|