Leikfélag Hólmavíkur

Búningahorn

Sminkhorn

Ljósahorn

Hvíslarahorn

 
Leikfélagið

Nýjustu fréttir

Leiksýningar

Ferðalög

Glens og grín

Leikarar o.fl.

Upphafssíðan
 

Gestabók
Skrá á póstlista

 
Vísnahornið

Hláturskast á Kópaskeri - í leikferð með GlímuskjálftannHirðskáld leikfélagsins mörg síðustu ár hefur verið Vignir Pálsson. Hann á það til að kasta fram stökum við ótrúlegustu tækifæri og skráir þær síðan samviskusamlega inn í rauða vasabók. Vísurnar bera vott um ótrúlega frjóan huga og eitt sinn fann Viggi upp alveg nýtt form í kveðskap sem er skuðhenda með hnykk.

Hér á eftir eru örfá dæmi um skáldskap Vignis í leikferð með Glímuskjálfta. Í framtíðinni þegar kveðskaparsaga hans verður skrifuð verða þessar vísur því líklega kenndar við Glímuskjálftatímabilið. Á Laugarbakka var leikhópnum boðið til kvöldverðar eftir sýningu og vingjarnlegur eldri maður orti fallega vísu til leikfélagsins og þakkaði hópnum fyrir komuna. Vignir svaraði að bragði með þessari skuðhendu:

Við leiksýningu héldum góða
fyrir granna vora Húnvetninga.
Á eftir þeir til veislu okkur vildu bjóða.
Eigi voru veisluföngin eftir neina niðursetninga.

Snilld, ekki satt? Haft er fyrir satt að gamli maðurinn hafi aldrei jafnað sig eftir þetta skjóta svar. Í Króksfjarðarnesi blöskraði Vigni síðan borðsiðir Sigga Atla og Jóns Gísla og kvað í öllu hefðbundnara formi:

Í Króksfjarðarnesi var okkur boðið að veisluborði.
Við endann settust þar sveinar tveir.
Allur hópurinn á atgang þeirra horfði
því mannasiði ei kunnu þeir.

Á leiðinni í Lýsuhól daginn eftir var stoppað í sjoppu í Búðardal til að fá sér lítillega í svanginn, en það var ekki laust við það að sumir leikarar væru hungraðri en aðrir. Aftur kvað Vignir:

Búðdælinga átu út á gaddinn,
komu þar við sögu sveinar tveir.
 Að sjá þegar þeir fylltu á sér trantinn.
Ei mannasiði kunnu þeir.

              Eftir leiksýninguna á Lýsuhól fréttist að barinn á Hótel Búðum væri opinn, svo að nokkrir úr leikhópnum skunduðu þangað. Þar var meiri fyrirgangur í sumum en öðrum, svo enn bætti Vignir við í vísnabálkinn:

Að kveldi haldið út að Búðum.
Enn á ný koma við sögu sveinar tveir.
Þeir létu vaða á súðum,
en mannasiði ei kunnu þeir.
 

Ljóðakveðja til leikstjóra ...

Í febrúar 1993 tók Sigurður Atlason, leikfélagi okkar, að sér leikstjórn á fjarlægum slóðum. Þá stýrði hann uppsetningu Leikfélags Siglufjarðar á leikritinu Allt í plati, sem hann hafði áður sett upp hjá leikfélaginu á Hólmavík. Þegar leið að frumsýningu var hirðskáldið kallað til, enda var ætlunin að ljóða frumsýningarkveðju á Sigga og senda honum í símskeyti. Vignir brást vel við, eins og ævinlega þegar senda þurfti kveðjur í bundnu máli og koma hamingjuóskum í hátíðarbúning. Vísan á skeytinu varð svona: 

Leikstjórinn okkar frægi,
leiksýningu setti upp á Sigló.
Það varð honum eigi að athlægi,
því hver einasta kerling hló.

Hann til kvinnanna blítt brosti,
þær urðu sem í losti,
hjá þeim kviknaði mikill þorsti,
að reyna hans mannkosti.

Heillaóskir með
áfangann, Leikfélagar á Hólmavík. (We are the best).
 

Á leiðinni á Drangsnes

Sumar vísur Vignis hafa aðeins varðveist í munnlegri geymd og gott dæmi um það er staka sem varð til á leiðinni eftir svokallaðri Gullströnd, á sýningu út á Drangsnes. Vegurinn var holóttur en bílstjórinn sló hvergi af og virtist helst ætla að aka ofan í allar holurnar. 

Af vísunni sem varð til við þetta tækifæri eru varðveittar nokkrar mismunandi gerðir, en Vignir kannast sjálfur ekkert við að hafa ort neina þeirra. Segist ekkert muna eftir þessari tvíræðu gamanvísu: 

Til Drangsness við ókum, 
þann gullna veg á þann stað. 
Við hristumst og skókum(st)
 og ég hélt að bílstjórinn væri að fá það.

Enn meiri kveðskapur er væntanlegur á þessa síðu síðar.

   

Spakmæli síðunnar: „... en mannasiði ei kunnu þeir.“

 
Vefur
: SÖGUSMIÐJAN
© 2002