Leikfélag Hólmavíkur

Búningahorn

Sminkhorn

Ljósahorn

Hvíslarahorn

 
Leikfélagið

Nýjustu fréttir

Leiksýningar

Ferðalög

Glens og grín

Leikarar o.fl.

Upphafssíðan

Gestabók
Skrá á póstlista

 
 

 
Fræknar ferðasögur - VII

Með Sex í sveit til Bolungarvíkur 2003

Það var ekki laust við að söguritarinn væri skelfdur og skefldur rétt áður en lagt var í hann með leikritið Sex í sveit til Bolungarvíkur. Veðurútlitið var ekki gott, allt útlit fyrir skítaveður. Það var samt hugur í mönnum og von um góða aðsókn í Bolungarvík, því í öll skiptin sem leikfélagið hefur sýnt þar hefur aðsóknin verið með miklum ágætum - aldrei undir 70 manns. Þegar til kom var líka engin ástæða til að vera hræddur. Það var fínt veður - samt svolítið kalt - allan tímann. Móttökurnar í Bolungarvík sáu um að ylja manni í kuldanum.

Við komum í Bolungarvík á rútunni um klukkan þrjú. Þegar við höfðum komist inn í húsið tók við sama venjulega streðið við að koma upp sviðsmynd og ljósum, að vísu var streðað óvenju mikið að þessu sinni við að koma upp ljósunum. Það vandamál var til komið af því að Bolvíkingar nota ekki svokallað "ríkisrör" til að hengja kastarana sína á. Allt heppnaðist þetta þó að lokum og allir voru sáttir.

Einar grípur um höfuð sér, Tryggvi hristir stigann og Sverrir dettur niður (bráðum)

Klukkan sex var skundað í mat til Birnu Pálsdóttur, en hún hafði boðið okkur að koma og fá smá matarbita. Hjá Birnu beið okkar risastórt hlaðborð og tvíréttuð máltíð, heimagerður graflax og dýrindis kjötgúllas. Eftir mikið japl, uml, smjatt og slurp var drukkið kaffi og með því hökkuðu leikfélagar í sig súkkulaði.Við höfum sjaldan eða aldrei fengið jafn höfðinglegar móttökur og þökkum við Birnu kærlega fyrir okkur.

Sýningin hófst síðan kl. 21:00 um kvöldið og gekk hún frábærlega. 105 manns mættu og skellihlógu og klöppuðu allan tímann - það var meira að segja klappað fyrir fyndnum setningum í miðju leikriti. Við vorum síðan leyst út með ræðuhöldum, blómum og lítilli galdranorn á kústi sem var umsvifalaust skipuð verndari sýningarinnar. Við tókum síðan allt draslið saman, pökkuðum því út í rútu og lögðum af stað í bústað OV í Engidal, en þar gistum við um nóttina.

Síðan lögðum við af stað heim um kl. 14:00 daginn eftir, þreytt en ánægð með ferðina. Vorum komin á Hólmavík einhverntíma seinna, ég man ekki hvenær, því ég svaf eins og steinn megnið af leiðinni. 

Frábær aðsókn, skemmtilegt fólk, góður matur, góð sýning, frábærar móttökur, rúta og gisting - hvað er hægt að biðja um meira í einni leikferð?

Hér eru myndir úr ferðinni til Bolungavíkur sem teknar eru af Kristínu Einarsdóttur.

 
bol2.jpg (69081 bytes) bol3.jpg (71680 bytes) bol4.jpg (43993 bytes)
Sverrir leggur í stigann en Arnar hleypur á dyr. Tryggvi heldur við en Einar hleypur á dyr. Arnar hefur týnt karakternum sínum
bol7.jpg (58170 bytes) bol6.jpg (117187 bytes) bol5.jpg (122595 bytes)
Arnar les upp gestabókina, Tryggvi og Bjarki hlusta. Einar hugar að úrinu sínu. Sverrir hefur fundið sinn karakter og sinn betri innri mann.
bol8.jpg (59757 bytes) bol1.jpg (54633 bytes) bol9.jpg (75499 bytes)
Aðgöngumiðagengið hefur tekið sér stöðu. Einar fær afhent óskarsverðlaun Bolvíkinga fyrir vel unninn störf. Nestistími, slappað af yfir vínberjaklasa.

   

Spakmælið: „Þrjú hjól undir bílnum, áfram skröltir hann þó ...“

 
Vefur
: SÖGUSMIÐJAN
© 2002