Leikfélag Hólmavíkur |
|||
|
Hér er ætlunin að koma fyrir umsögnum um einstök leikrit sem lesin hafa verið á vegum Leikfélags Hólmavíkur með það fyrir augum að setja þau á svið. Umsagnirnar eru merktar höfundum þeirra og hugmyndin er að stundum sé fleiri en ein umsögn um hvert leikrit. Þetta er svona hjálpartæki fyrir stjórn Leikfélagsins á hverjum tíma þegar kemur að vali á stykki, en félagar í Leikfélaginu sem hafa lesið eða lesa handrit að leikritum eru eindregið hvattir til að koma kommentum jafnóðum á framfæri með tölvupósti til vefstjórans. Hægt er að gefa leikritunum 1-5 stjörnur, eftir smekk hvers og eins. Til að samræma stjörnugjöf milli manna, eru hér leiðbeiningar um stjörnufjöldann: *
= helvíti hundlélegt leikrit sem stjörnugjafinn leggst eindregið á
móti uppsetningu á. Algjör hörmung.
Fjögur hjörtu eftir Willie Kolle Jón Jónsson: * Ein stjarna er allt of mikið fyrir þetta hörmungar þrugl, sem nóta bene er ekki leikritið með körlunum fjórum sem eru að spila á spil og ræða málin. Þetta er hundgamalt og heimskulegt leikrit um afbrýðisemina og bölið sem af henni hlýst, 2 karlar og 2 konur. Hryllilegt rugl og fáránleg samtöl. Varð þunglyndur á að lesa þessa þvælu. Jón Jónsson: * * * * Leikrit sem getur mjög vel komið til greina að setja upp. Leiklásum parta úr því einu sinni okkur til gamans hér á Kirkjubóli. Fyndið og töluvert mikil ærsl, skemmtileg ástaratriði sem eflaust þykja afar fyndin. Útheimtir nokkrar lausnir á sviði, t.d. þarf að sjást inn í tvö herbergi í einu, mögulegt á stóra sviðinu. Jón Jónsson: * * * * Býsna vel skrifað og margslungið barnaleikrit sem ætti að setja upp með minnst 10 ára fresti á Hólmavík. Höfundarnir sem allir eru Strandamenn hafa sem slíkir afar næmt auga fyrir samskiptum trölla og jólasveina og jafnframt kómíkinni og tragedíunni í jólahaldinu. Það verða bara engin jól. Góð æfing fyrir yngri deildina líka og einnig fyrir upprennandi ljósamenn og sminkara. Bravó. Jón Jónsson: * * Við leiklásum þetta stykki á samkomu í kringum jólin 2003 þegar við vorum að skoða leikrit fyrir vorið 2004. Héldum að þetta væri gamalt og gott, ef ég man rétt. Það kom í ljós að það var bæði töluvert of gamalt og heldur ekki nógu gott. Kostur að sumir leikarar eru börn og væri gaman að gera tilraunir með það og léttir sprettir inn á milli. Það þyrfti samt helst að endurskrifa stykkið að stórum hluta ef það á að setja það upp hjá okkur. Það hefur svo sem verið gert áður, það er ekki það. Jón Jónsson: * * * * * Frábært leikrit eftir John Steinbeck sem ætti tvímælalaust að setja einhvern tíma upp á Hólmavík. Að vísu eru heldur margir karlar í því og fáar konur, en leikritið er einstaklega vel skrifað og áhrifaríkt. Það fer pottþétt allur salurinn að grenja yfir lokaatriðinu, ef það er vel gert. Nokkrar sviðskiptingar eru í verkinu, en ætti að vera auðvelt á stóra sviðinu. Arnar
Jónsson: * * * * * Besta leikrit sem ég hef lesið. Ætti hiklaust
að setja það upp um leið og við höfum tækifæri til þess. Það
að mæla ekki með uppsetningu á þessu verki við hvaða leikfélag
sem er á landinu er bara glæpur. Nú er bara að byrja á því að
smala saman körlunum ... |
||
Spakmælið: „Það er svo gaman að leika ...“ |
|