1.kafli
Einu sinni voru rækjur sem hétu Agnes, Arna og Anna. Þær elskuðu stafinn
A. Þær áttu heima í Sjáfarbotni. Einn dag var Anna að labba úti og
sá þá Robba rauðmaga, og hún heilsaði honum. En Arna sem fór líka út að
labba hitti þá Kolla kolkrabba og sagði við hann ,,góðan daginn Kolli
minn”. Svo fór Agnes líka út að labba þá hitti hún Steina steypireyð og
blikkaði hann. Svo fóru þær allar heim í kvöldmat þær voru nefnilega
þríburar. Þær fengu sér þang með olíusósu, steikt þang. Svo fóru þær að
sofa. Önnu dreymdi þetta: Hún var úti að labba og svo kom Steini
steypireyður og át hana en það var ekki líkt Steina því að þau voru góðir
vinir. Alli voru orðnir vondir. En svo dreymdi Örnu þetta: Hana dreymdi að
hún myndi breytast í rauðmaga og giftist honum Robba rauðmaga en þá var
Robbi orðin draugur og drap Örnu. Svo dreymdi Agnesi þetta: Hún var úti í
kvöld-göngu þá kom Kolli kolkrabbi og sprautaði fullt af bleki á hana og
hún var alveg að deyja en svo breyttist hún í mold. Svo vöknuðu þær og
öskruðu allar í kór og allir vöknuðu og komu til þeirra og spurðu ,,hvað
er að” og þær svöruðu okkur dreymdi svo illa. Og þær grétu í kór en
sofnuðu svo aftur þegar allir voru farnir og dreymdi bara góða drauma.
2.kafli
Svo daginn eftir vöknuðu þær og sögðu hvor annarri frá draumunum sínu sko
góðu draumunum. Önnu fannst gaman syngja og hún var mjög góð í því en Örnu
fannst gaman í fótbolta og ver best í fótbolta í Sjáfarbotni. En það sem
Agnesi fannst skemmtilegast var að teikna og mála og var hún mjög góð í
því en sú besta í Sjáfarbotni. Svo fóru þær út í ísbúðina og keyptu sér ís
Anna fékk með karamellusósu og Arna með súkkulaðisósu en Agnes með
jarðaberjasósu. Svo fóru þær á ströndina og gerðu sig bleika. Og borðuðu
ísinn á ströndinni og Anna var í fjólubláu bikini með blómum,og Arna var í
bleiku með hjörtum en Agnes í rauðköflóttu bikiní. Það var mjög heitt í
veðri og stelpurnar (rækjurnar) urðu bleikar eins og jarðaberjaísinn
hennar Agnesar. Þær grófu svo Örnu í sandinn og skreyttu hana alla en svo
lögðu þær af stað heim. Þær voru svo þreyttar eftir daginn að um leið og
þær lögðust á koddann sofnuðu þær allar. Svo daginn eftir fóru Arna rækja
til Kolla kolkrabba og hún fóru að spyrja hann hvort hann nennti ekki að
spila fótbolta því kolli var í marki og þau spurðu Robba rauðmaga því að
hann var í vörn og Steina steypireyð því að hann var líka í vörn Agnes var
að mála mynd af okkur krökkunum. Og Arna og Steini unnu. Svo fóru þær í
labbitúr og hittu vinkonu sína hana Stínu hún kenndi þeim í rækjuskólanum
og var besti kennari í heimi. Svo fóru þær heim og fóru að sofa.
3.kafli
Um nóttina vaknaði Agnes og fór út þá sá hún eitthvað glitrandi og elti
það svo hvarf það þá lagði hún af stað heim en þá Arna og Agnes sagði við
hana,,ég sá eitthvað glitrandi” þá sagði Arna ,,hættu þessi bulli það er
ekkert glitrandi komdu nú inn að sofa” ,,NEI” ég ætla að halda áfram að
leita að þessu sem ég sá. Svo hélt hún áfram. En inni vaknaði Anna og leit
út um gluggann og sá eitthvað glitrandi ,,HEY Arna ég sé eitthvað
glitrandi”. Þá sagði Arna ,,er eitthvað glitrandi í alvöru?” ,,Já”. Svo
spurði Anna ,,hvar er Agnes” ,,það veit fjandinn”. ,,ARNA við verðum að
fara að leita að henni” ,,Allt í lagi þá það”. En hjá Agnesi var allt á
fullu það var hákarl að elta hana. Og hún flúði heim til háhyrningsins og
sagði honum að láta mig vera og háhyrningurinn sagði ,,heyrðu lagsi veistu
ekki að það er bannað að ráðast á minnimáta og líka bannað að ráðast á
DÖMUR” hákarlinn sagði ,, mér er nú bara alveg sama“ Agnes sagði ,, það
var nú eins gott að það væri ekki lögga hérna þá hefðirðu verið tekinn til
löggurnar og verið þar til þú værir sextugur þá mætirðu fara út úr
fangelsinu”. Og þá kom eimmitt Arna og Anna og sagði við Agnesi dálítið
reiðar og sögðu ,, KANNSKI AÐ LÁTA VITA”. ,,en ég lét Örnu vita”. ,,Já en
ekki að þú ætlaðir að berjast við hákarla” Svo fóru þær í strætó til að
þær kæmust heim og svo fengu þær sér að borða og svo fóru þær með
bænirnar og svo að sofa þær steinsofnuðu strax.