Rækjuvinnsla er sú tegund fiskvinnslu sem gengur út
á að vinna rækju fyrir markað. Á Íslandi er einkum veidd úthafsrækja eða
pólarrækja (pandalus borealis). Rækjan fer á markað fersk, frosin eða
lausfryst, ýmist sem heil rækja, rækjuhalar eða skelflett rækja.
Langstærstur hluti framleiðslunnar á Íslandi er skelflett lausfryst rækja.
Áður en rækjan er skelflett er hún snöggsoðin til að tryggja gæði kjötsins.
Á Íslandi eru nokkrar stórar rækjuvinnslur, meðal annars á Hólmavík,
Ísafirði, Hvammstanga og í Reykjavík. Einnig eru dæmi um að rækjan sé
fullunnin um borð í rækjuveiðiskipum á sérútbúnu
vinnsludekki. Rækja er að verðmæti næstmikilvægasta afurð íslensks
sjávarútvegs næst á eftir
þorski, og er verðmæti hennar um 15% af heildarverðmæti íslenskra
sjávarafurða. Skelflett rækja er einkum flutt út til Bretlands
og Danmerkur,
en nokkuð af heilfrystri rækju er flutt út til Japans.
Nýlega hafa verið gerðar tilraunir með að nýta jarðhita til rækjueldis í
landi. Með því móti er hægt að rækta aðrar rækjutegundir sem venjulega
þrífast í hlýrri sjó. Ekki er vitað til að Íslendingar hafi neytt rækju í
nokkrum mæli fyrr en á 20. öld, en líklega hefur hún verið nýtt sem beita
áður en veiðar hófust árið 1935. Í Íslandi eru 12
fyrirtæki í rækjuvinnslu í dag.
(Heimild:
wilkipedia - frjálsa
alfræðibókin á netinu)
Smelltu á kortið til að stækka það
Kortið sýnir staðsetningu
rækjuvinnslu á Íslandi.
Þær eru á 11 kaupstöðum eða kauptúnum á landinu. Síðustu fjögur ár hafa
verið lagðar niður rækjuverksmiðjur á fjórum stöðum.
Birna Karen Bjarkadóttir merkti inn á kortið en
grunnurinn er
ókeypis
vefkort frá LMI)
Hólmadrangur hóf rækjuvinnslu árið 1965 og sér því 40
ára sögu. Þess verður ef til vill minnst í ár. En fyrsta
rækjuverksmiðjan var sett á laggirnar hér á landi árið 1936 . Var
rækjan handpilluð en byrjað var að vélpilla hana árið 1956. Vinnslan fer
Þannig fram að rækjan er soðin, pilluð úr skelinni, hreinsuð og að lokum
fryst. Lítill hluti fer á markað Sem lagmeti.
(Þessar upplýsingar
fann Guðjón Hraunberg í bókinni Við sjávarsíðuna-Ísland)
Ekki er langt síðan rækjur
voru alfarið handpillaðar en nú hafa svo kallaðir "kerlingarbanar" tekið
við.
(Mynd: úr
sömu heimild og textinn að ofan)
Upplýsingarnar hér fyrir neðan eru unnar eftir vettvangsferð 8. bekkjar í
Hólmadrang í apríl 2005. Björn Fannar Hjálmarsson og Rósmundur Númason
tóku á móti hópnum og svöruðu fyrirspurnum.
Í
Hólmadrangi voru unnin
5300 tonn af hrárri rækju á siðasta ári. Úr
þvi fengust 2200 tonn af afurðum, þetta eru um 250 gámabílar.
Á hverju bretti eru 10 kassar, í hverjum kassi
fjórir pokar, í hverjum poka tvö og hálft kíló.
Verksmiðjan
hefur verið endurbyggð af stórum hluta og er ein sú flottasta á
landinu, ef ekki i heiminum.
Verksmiðjan er afkastamikil og vel rekin.
Rækjan sem Hólmadrangur
vinnur er aðallega veidd i Barentshafinu
og umhverfis Noreg, í
flæmska hattinum og við Kanada
og i lögsögu Grænlands. Ekkert
af henni hefur verið veitt á Íslandsmiðum þetta árið.
Mest af rækjunni er flutt út til Bretlands sem er
stærsti markaðurinn fyrir kaldsjávarrækju, einnig til Danmerkur, Spánar,
Ítalíu, Eistlands og Lettlands. Skipin sem veiða rækjuna eru flest erlend
en sum þeirra gerð út af Íslendingum. Einnig fæst rækja
frá Hólmadrangi í verslun KSH og Bónus og fleiri verslunum í Reykjavík.
Gæðaeftirlit er mjög mikilvægt í
rækjuvinnslu og í fundarherbergi Hólmadrangs eru margar hillur fullar af
möppum um gæðakerfi. Þær upplýsingar þarf að geyma í 1 ár fram yfir
síðasta söludag rækjunnar, ef eitthvað kemur uppá varðandi gæði rækjunnar
sem er seld frá verksmiðjunni. Ef þetta er ekki gert er ekki hægt að selja
neitt frá verksmiðjunni.
Hreinlæti er mikilvægt og eru
reglur í gangi um það. t.d. má ekki vera með skartgripi (nema
giftingarhring) og allir þurfa að vera með hárnet. Starfsfólkið á að
fylgja þessum reglum. Notaðar eru fjórar aðferðir til að meta þrif og
tékkað er á hvort starfsfólk stendur sig. Allt starfsfólk fer líka í
svokallaða nýliðafræðslu og þar er farið yfir vinnsluna frá A-Ö. Svo er
regluleg námskeið í ýmsu sem fylgir starfinu.
Fatnaður er allur þveginn daglega og það þarf extra hlífðarfatnað ef maður
er inn á soðna svæðinu (eftir að búið er að sjóða rækjuna) en minna inn á
hráa svæðinu (áður en rækjan er soðin). Ef starfsmaður hnerrar ! er hann
frekar sendur heim en að vera mjög kvefaður í vinnunni.
Í framleiðslu hjá Hólmadrang er unnið í
u.þ.b. 18 stöðugildum, auk þess sem þar er framkvæmdastjóri,
vinnslustjóri, vélstjórar og tvær konur sem gegna samtals 120% stöðu við
skrifstofu og mötuneyti. Stundum vinna fleiri þar á sumrin. Viðtöl við
nokkra starfsmenn er að finna hér:
Alda Guðmundsdóttir á bandinu
Bryndís Sveinsdóttir á skrifstofunni
Lýður Jónsson í móttökunni
Rósmundur Númason í vélunum
Ársvelta Hólmadrangs var um 900
milljónir á síðasta ári (2004). Þar af er hráefniskostnaður um 70% og
annar kostnaður um 25-28%
Pillun er það kallað þegar rækjur
fara í valsa sem snúast og grípa skelina og fletta henni af.
Íshúðun er vatn sem ver rækju fyrir frostskemmdum, glassering, og
eykur þannig geymslutíma hennar. Geymslutími í frosti er frá 4-18 mánuðir
hámark.
Vatnsnotkun er 1200 tonn af köldu
vatni á dag. 200 kör á dag.
Saltnotkun er 2 - 400 tonn á ári.