Héraðsbókasafn Strandasýslu

Bókaormur

Grunnskólanum á Hólmavík, Skólabraut 20
Bókavörður: Kristín Sigurrós Einarsdóttir
Sími: 451-3256
Netfang: bokasafn@holmavik.is

Opnunartími:
 10:00-13:30 á skólatíma og 19:30-20:30 á þriðjudagskvöldum.

 
Aðalsíða

Tilkynningar

Bóka- og ljóðakvöld

Safnkosturinn

Saga bókasafnsins

Tilkynningar og fréttir:  

2012

Bókasafninu í Sævangi pakkað til flutnings

Á laugardaginn komu nokkrir sjálfboðaliðar og velunnarar Sauðfjársetursins saman í viðamikilli tiltekt í Sævangi. Meðal verkefna var að pakka niður bókasafninu sem þar hefur verið um áratuga skeið. Safnkosturinn er upphaflega úr fórum Lestrarfélags Tungusveitar, sem mun hafa verið stofnað 1843 og er þar með næstelsta almenningsbókasafn landsins. Til stendur að flytja safnkostinn, sem telur á annað hundrað pappakassa, í Héraðsbókasafnið í vor, en þá standa vonir til að yfirstandandi skráningu á safnkosti úr Broddanesi verði lokið. Mikið af bókunum úr Sævangi eru gamlar og hugsanlega einhverjar þeirra fágætar svo mikilvægt er að koma þeim í viðeigandi varðveislu. Þá er vonast til að með þessari sameiningu safna verði bókakosturinn aðgengilegri til útláns. Minnt er á að þeir sem sakir fjarlægðar eða veikinda eiga erfitt með að heimsækja safnið eiga rétt á heimsendingu bóka, sér að kostnaðarlausu og eru þeir sem gætu nýtt sér það beðnir að hafa samband við bókavörð á opnunartíma safnsins.

Nýr bókavörður ráðinn til starfa

Ester Sigfúsdóttir lét af störfum um síðustu áramót, eftir rúmlega tíu ára farsælt starf sem bókavörður. Héraðsbókasafnið þakkar hennar fórnfús og góð störf á þessu tímabili og bíður nýjan bókavörð, Kristínu Sigurrós Einarsdóttur, velkominn til starfa.

2006

Héraðsbókasafnið opið í kvöld

Síðasti opnunardagur hjá Héraðsbókasafni Strandasýslu á Hólmavík fyrir jól er í kvöld frá kl. 20:00-21:00. Safnið verður svo opið aftur á sama tíma fimmtudaginn 28. desember og 4. janúar á nýju ári og sama dag opnar safnið aftur alla virka skóladaga frá kl. 8:40-9:00. Mikið af jólabókum er komið í hús og kjörið fyrir fólk sem ekki fær margar bækur í jólagjöf að byrgja sig upp af lesefni fyrir jólin.

 Sett inn 21. des. 2006 - JJ 

Bókasöfn í Strandabyggð sameinuð

Samkvæmt frétt á strandir.is samþykkti sveitarstjórn Strandabyggðar á fundi sínum í gær að sameina almenningsbókasafnið í Broddanesskóla í Kollafirði og Héraðsbókasafn Strandasýslu á Hólmavík. Á fundi hennar var tekin fyrir beiðni frá fyrrum bókasafnsnefnd safnsins í Broddanesskóla um að ný nefnd yrði skipuð, auk þess sem ársskýrsla safnsins var kynnt. Jafnframt var ákveðið að kanna hvort íbúar vilji að útibú frá Héraðsbókasafninu verði starfandi í Broddanesskóla.

Safnið í Broddanesskóla er að stofni til mjög gamalt, hluti bókaeignar þess kemur frá Lestrarfélagi Tröllatungu- og Fellssafnaða. Stofndagur þess er talinn 13. desember 1845, fyrir nákvæmlega 161 ári, og var það eitt af fyrstu frjálsu félagasamtökum landsins. 

 Sett inn 13. des. 2006 - JJ 

Jólabækurnar koma 

Ester Sigfúsdóttir bókavörður á Héraðsbókasafni Strandasýslu segir að von sé á vænni sendingu af nýjum bókum til safnsins á morgun fimmtudag. Þær verða orðnar aðgengilegar til útláns á opnunartíma safnins annað kvöld, en á fimmtudagskvöldum er safnið opið frá 20-21. Um það bil 200 nýjar bækur eru keyptar fyrir jólin ár hvert. Allir geta orðið félagar í bókasafninu og er árgjaldið aðeins krónur 2.700.- sem er töluvert lægra en verðið á einni nýrri bók.

 Sett inn 22. nóv. 2006 - JJ 

Sumarfrí á bókasafninu

Síðasti opnunardagur fyrir sumarfrí á Héraðsbókasafni Strandasýslu í Grunnskólanum á Hólmavík er komandi fimmtudagskvöld kl. 20-21. Síðan verður safnið lokað almenningi þangað til Grunnskólinn hefst í haust. Að sögn Esterar Sigfúsdóttur bókavarðar á safninu er töluvert um að Strandamenn sæki sér bækur að lesa yfir sumarið jafnt sem veturinn.

 Sett inn 1. ágúst. 2006 - JJ  

Bókasafnið lokað 29. júní 

Héraðsbókasafn Strandasýslu verður lokað annað kvöld, fimmtudaginn 29. júní, en venjan er að opið sé á fimmtudagskvöldum frá 20-21. Ástæðan er sú að þá verða Hamingjudagar á Hólmavík komnir í fullan gang, en hátíðin hefst á morgun með kassabílasmiðju, ratleik og annað kvöld verður síðan spurningakeppni milli Borgfirðinga, Húnvetninga, Strandamanna og Dalamanna í Félagsheimilinu á Hólmavík. Bókasafnið verður opið aftur næsta fimmtudag.

 Sett inn 28. júní 2006 - JJ

Ljóðakvöld á Bókasafninu 

Síðastliðið fimmtudagskvöld var haldið ljóðakvöld á Héraðsbókasafni Strandasýslu á Hólmavík. Tilefnið var afhending verðlauna fyrir bestu Strandaljóðin sem bárust í ljóðasamkeppni á landsvísu sem haldin var í vetur á vegum samstarfshóps um barnamenningu á bókasöfnum. Sjá nánar undir þessum tengli

 Sett inn 3. jún. 2006 - JJ

Ljóðakvöld á Bókasafninu

Fimmtudagskvöldið 1. júní kl. 20:00 verður ljóðakvöld á Héraðsbókasafninu á Hólmavík. Í vor var haldin ljóðasamkeppni á vegum samstarfshóps um barnamenningu á bókasöfnum og mjög góð þátttaka var á Ströndum. Þátttakendum var skipt í tvo aldurshópa 9-12 ára og 13-16 ára. Bókasafnið ætlar á fimmtudagskvöldið að veita verðlaun fyrir 3 bestu Strandaljóðin í hvorum aldurshóp og verða kaffi og kleinur á boðstólum. Þeir sem fá verðlaun lesa upp ljóðin sín og eru allir velkomnir að fylgjast með. Í tengsulm við samkeppnina verður gefin út ljóðabók með úrvali ljóða sem bárust í samkeppnina og alls tóku 21 bókasafn þátt í keppninni. Þau ljóð eftir Strandamenn sem verða birt í ljóðabókinni eru:

* Byrjunin á endinum eftir Halldóru Guðjónsdóttur á Drangsnesi
* Ég eftir Jón Örn Haraldsson á Hólmavík,
* Ég er strákur eftir Jón Arnar Ólafsson á Hólmavík,
* Ég vildi óska þess eftir Söru Eðvarðsdóttur á Hólmavík,
* Hýr fýr eftir Indriða Einar Reynisson í Hafnardal,
* Myrkur og ljós eftir Söru Jóhannsdóttur á Hólmavík,
* Nóttin eftir Agnesi Sif Birkisdóttur á Drangsnesi,
* Sól og ský eftir Margréti Veru Mánadóttur á Hólmavík,
* Stjarna eftir Sigrúnu Björg Kristinsdóttur á Hólmavík,
* Vindurinn eftir Kolbrúnu Guðmundsdóttur á Drangsnesi
* Þegar á að fara að smala eftir Ellen Björg Björnsdóttur á Melum

 Sett inn 29. maí 2006 - JJ

Ljóðakeppni fyrir ungt fólk

Þöll, samstarfshópur um barnamenningu á bókasöfnum, efnir til ljóðasamkepni fyrir ungt fólk á aldrinum 9-16 ára. Héraðsbókasafn Strandasýslu er eitt af söfnunum sem tekur þátt í þessu verkefni og öllum grunnskólum og börnum á þessum aldri á Ströndum er boðið að taka þátt í keppninni. Skilafrestur á ljóðum til Héraðsbókasafnsins á Hólmavík er til 14. mars og má hver keppandi senda inn þrjú ljóð mest. Héraðsbókasafnið kemur þeim svo áfram til aðaldómnefndar. Þátttakendur skiptast í tvo aldurshópa, 9-12 ára og 13-16 ára.

Ljóðunum þarf að fylgja nafn höfundar, aldur, heimilisfang og símanúmer, þegar þeim er skilað. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú bestu ljóðin í hvorum flokki á landsvísu, en Héraðsbókasafn Strandasýslu hyggst einnig veita aukaverðlaun fyrir bestu ljóðin sem berast því. Verðlaun verða afhent í tengslum við alþjóðadag bókarinnar 23. apríl eða í viku bókarinnar. Vinningsljóðin ásamt úrvali ljóða úr keppninni verða gefin út á bók.

Alls eru 21 bókasafn víða af landinu sem taka þátt í þessari samkeppni.

 Sett inn 29. feb. 2006 - JJ

Mánudagar í stað fimmtudaga

Opnunartími Héraðsbókasafnsins á Hólmavík verður breyttur núna næstu 6 vikurnar, frá og með deginum í dag. Í stað þess að opið sé á fimmtudagskvöldum verður opið á mánudagskvöldum frá kl. 20-21 næstu vikur. Þessi breyting tekur gildi nú þegar og opið verður í kvöld, mánudag, en ekki næsta fimmtudagskvöld. Einnig er opið á hefðbundnum tíma frá 8:40-12:00 alla skóladaga.

 Sett inn 13. feb. 2006 - JJ

 

2005

Opnunartími um jólin

Rétt er að minna á að Héraðsbókasafnið á Hólmavík er opið í kvöld milli 20:00-21:00, þann 15. desember, og hið sama gildir um fimmtudagskvöldin 22. og 29. desember. Einnig er opið á morgnanna á virkum dögum frá 8:40-12:00 til og með þriðjudagsins 20. desember. Mikið er komið af nýjum bókum á safnið og sjálfsagt verða margir sem eiga ánægjuleg bókajól með aðstoð bókasafnsins eins og verið hefur.

 Sett inn 15. des. 2005 - JJ

Gegnir tekinn í notkun

Héraðsbókasafn Strandasýslu á Hólmavík skipti í síðustu viku um útlánakerfi og tók í notkun bókasafnskerfið Gegni. Kerfið má skoða á slóðinni www.gegnir.is og þar er hægt að fletta því upp hvort einstakar bækur eru til á Hólmavík eða ekki. Áður var bókasafnskerfið Embla í notkun á Héraðsbókasafninu, en það var úrelt og enga þjónustu við það að fá lengur. Jafnframt er unnið að skráningu á öllum safnkostinum í Gegni og gengur hún vel, búið er að skrá allar fræðibækur, landafræði og sögubækur, bókmenntafræði, ljóð og leikrit, ævisögur og flestar íslenskar skáldsögur. Eftir er að skrá erlendar skáldsögur og barnabækur.

Ester Sigfúsdóttir bókavörður segir að eftir að skráningu lýkur á safninu sjálfu, þurfi að fara í gegnum geymslur sem eru á víð og dreif um Grunnskólann á Hólmavík, en plássleysi háir starfsemi bókasafnsins nokkuð. Einnig væri mikilvægt að skrá önnur bókasöfn á Ströndum í Gegni svo menn sjái hvaða bækur eru aðgengilegar á svæðinu.

Nú er jólabækurnar byrjaðar að koma á safnið og þegar Bókatíðindin koma út um miðjan mánuðinn fara þær að birtast á safninu af fullum krafti, að sögn Esterar. Bókasafnið kaupir um það bil þriðjung af nýjum bókum sem út koma á ári hverju. Allir geta orðið félagar í bókasafninu, þurfa aðeins að mæta á staðinn og skrá sig og fá síðan rukkun um árgjald eftir á.

Safnið er opið alla skóladaga frá 8:40-12:00 og einnig á fimmtudagskvöldum frá 20:00-21:00.

 Sett inn 5. nóv. 2005 - JJ 

Hljóðbókadagar á Héraðsbókasafninu

Næstu tvær vikur er sérstök kynning á hljóðbókum í Héraðsbókasafninu á Hólmavík, en 60-70 slíkar bækur eru lánaðar út. Í tilefni af þessum dögum barst safninu góð gjöf í gær, þar sem voru 10 hljóðbækur fyrir börn og fullorðna sem Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir kennari við Grunnskólann á Hólmavík gaf. Safnið tekur fegins hendi við öllum bókagjöfum. Nú stendur yfir skráning á safninu í Gegni sem er landskerfi bókasafna og aðgengilegt á vefnum á slóðinni www.gegnir.is. Búið er að skrá allan fræðibókakostinn, brandarabækur, bókmenntafræði, ljóð og leikrit. Eftir er að skrá barnabækur, skáldsögur og ævisögur. Bókasafnið er opið á fimmtudagskvöldum milli 20:00-21:00 og alla skóladaga á milli 8:40-12:00.

 Sett inn 13. okt. 2005 - JJ 

Sumarfríið búið

Héraðsbókasafn Strandamanna vill vekja athygli á því að nú er hefðbundinn vetraropnunartími kominn af stað, en nú er opið alla skóladaga frá 8:40-12:00. Einnig er opið á fimmtudags- kvöldum kl. 20:00-21:00 og er fyrsta opna fimmtudagskvöldið eftir sumarfrí í kvöld. Á bókasafninu stendur nú sem hæst skráningarverkefni þar sem verið er að færa bókakostinn yfir í skráningarkerfið Gegni.

 Sett inn 25. ág. 2005 - JJ 

Nánar um sumarlokun

Síðasti opnunardagur Héraðsbóksafnsins í Grunnskólanum á Hólmavík fyrir sumarfrí er nú á fimmtudagskvöldið 28. júlí frá kl. 20:00-21:00. Síðan verður bókasafnið lokað fram til 25. ágúst þegar hefðbundinn opnunartími yfir veturinn hefst. Þá er opið fyrir hádegi frá 8:40-12:00 alla skóladaga og frá 20:00-21:00 á fimmtudagskvöldum.

 Sett inn 26. júlí 2005 - JJ 

Sumarfrí

Bókasafnið verður lokað vegna sumarleyfa frá ágústbyrjun þar til skóli hefst, 24. ágúst 2005.

 Sett inn 15. júlí 2005 - JJ 

Sumartími á bókasafninu

Nú eftir skólaslit í Grunnskólanum á Hólmavík breytist opnunartíminn á Héraðsbókasafninu á Hólmavík og er þá opið frá 20-21 á fimmtudagskvöldum. Mikið skráningarverkefni stendur nú yfir á safninu og er búið að skrá hluta þess í Gegni sem tekur við af gamla kerfinu Emblu næsta vetur. Allir sem vilja geta gerst félagar í safninu og greitt árgjald sem er 2.500.- og fengið þá bækur að láni að vild. Útlán hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin að sögn Esterar Sigfúsdóttur bókavarðar.

 Sett inn 9. júní 2005 - JJ 

Bókakvöldi í apríl aflýst

Bókakvöldi sem vera átti fimmtudaginn 14. apríl er aflýst af óviðráðanlegum orsökum. 

 Sett inn 11. apr. 2005 - JJ 

Bókakvöldi í apríl er frestað

Bókakvöldi sem vera átti á fimmtudagskvöld í Héraðsbókasafni Strandasýslu á Hólmavík hefur nú verið frestað um eina viku. Verður það haldið fimmtudaginn 14. apríl og hefst kl. 20:15. 

 Sett inn 5. apr. 2005 - JJ 

Ekkert bókakvöld í kvöld

Bókakvöldi sem vera átti í Héraðsbókasafninu á Hólmavík í kvöld hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna óviðráðanlegra orsaka. Engu að síður verður venjuleg afgreiðsla á safninu og því er öllum velkomið að koma og taka sér lestrarefni að láni milli kl. 20:00 og 21:00 í kvöld.

 Sett inn 3. mars 2005 - JJ 

Bókakvöldið gekk vel

Fyrsta bókakvöld ársins 2005 var haldið fimmtudaginn 3. febrúar, sjá nánar hér

 Sett inn 3. feb. 2005 - JJ 

Vatnsflóð á bókasafninu

Í morgun þegar komið var til starfa í Héraðsbókasafni Strandasýslu kom í ljós að þar hafði vatn komist inn í vatnsveðrinu í nótt. Dularfullur pollur var þar á miðju gólfi og sjá menn ekki betur nú í augnablikinu, en vatnið hafi komið upp um gólfið. Allur bókakostur safnsins slapp óskaddaður. Þrif og þurrkun standa yfir.

Sett inn 25. jan. 2005 - JJ

Bókakvöld 3. febrúar

Fyrsta bókakvöld ársins 2005 verður haldið fimmtudaginn 3. febrúar kl. 20:15.

  • Bókaormur mánaðarins er Ásdís Leifsdóttir, sveitarstjóri á Hólmavík.

  • Agnes Björg Kristjánsdóttir í 5. bekk les ljóð.

  • Kaffi og kleinur.

 Sett inn 25. jan. 2005 - JJ 

 

2004

Bókasafnið opið í kvöld

Héraðsbókasafnið í Grunnskólanum á Hólmavík verður opið í kvöld, miðvikudaginn 29. desember, frá 20:00-21:00. Notendur safnsins hafa því tækifæri á að ná sér í lesefni fyrir áramótin og skila bókum sem þeir lásu um jólin. Næst verður opið þriðjudaginn 4. janúar á hefðbundnum tíma, frá 8:40-12:00.

Bóka- og ljóðakvöld, sem venjulega er fyrsta fimmtudag í mánuði, verður næst í febrúar, þar sem fyrsti fimmtudagurinn í janúar kemur upp á þrettándanum.

 Sett inn 29. des. 2004 - JJ 

Opið í kvöld - 22. des

Héraðsbókasafn Strandasýslu í Grunnskólanum á Hólmavík er opið í síðasta skipti fyrir jól í kvöld frá kl. 20:00-21:00. Eru menn hvattir til að birgja sig vel upp af bókum fyrir jólin svo þeir hafi nú eitthvað að lesa á meðan á jólabylnum sem nú er spáð stendur. Næst verður síðan opið miðvikudaginn 29. desember frá 20:00-21.00.

 Sett inn 22. des. 2004 - JJ

 Fullt af nýjum bókum

Heilmikið af nýjum bókum er nú komið í Héraðsbókasafn Strandasýslu á Hólmavík. Því er um að gera að líta í heimsókn á safnið sem allra fyrst, ef menn vilja tryggja sér bókajól. Það eru væntanlega býsna margir Strandamenn sem þekkja fátt betra en að lesa um leið og þeir maula konfektið og smákökurnar um jólin.

Bókasafnið sem er til húsa í Grunnskólanum á Hólmavík er opið alla virka daga í þessari viku frá kl. 8:40-12:00. Auk þess verður opið fyrir jól fimmtudaginn 16. des. frá 20:00-21:00, laugardaginn 18. des. frá 14:00-15:00 og miðvikudaginn 22. des. frá 20:00-21:00. Allir geta gerst félagar í bókasafninu fyrir árgjald sem er 2.500 krónur. Milli jóla og nýárs verður síðan opið miðvikudaginn 29. des. frá kl. 20:00-21:00.  

 Sett inn 13. des. 2004 - JJ

Opnunartími um jólin 2004

Héraðsbókasafn Strandasýslu í Grunnskólanum á Hólmavík verður opið eins og hér segir fram til áramóta: 

  • laugard. 18. des. kl. 14:00-15:00

  • miðvikud. 22. des. kl. 20:00-21:00

  • miðvikud. 29. des. kl. 20:00-21:00

 Sett inn 5. des. 2004 - JJ 

Bókagjafir og fleira ...

Nokkrar veglegar gjafir hafa borist bókasafninu það sem af er árinu og er þakkað kærlega fyrir þær. Ávallt er tekið vel á móti bókum á safninu og eins eru vídeóspólur fyrir börn, borðspil og fleira slíkt efni vel þegið:

  • Hadda (móðir Fjólu í Þorpum) - 12 bækur og fyrr í haust komu frá henni 7 kassar af bókum í gegnum Leikfélag Hólmavíkur.

  • Jón Jónsson á Kirkjubóli - 35 bækur

  • Hrafnhildur Guðbjörnsd. - 3 föndurbækur

  • Rúna Maja - 2 föndurbækur

  • Matthías Lýðsson í Húsavík - 2 borðspil, Scrabble og Rummikub

  • Hildur Emilsdóttir - borðspilið Undir sólinni

  • Ásdís Leifsdóttir - enskar kiljur

  • Adda Þorsteinsdóttir - innbundin blöð og tímarit

  • Jón Aspar - yfir 200 enskar kiljur

  • Eimskip - videó-spóluna Eintal með Stefáni Karli

  • Hekla - bókin Sigfús í Heklu

 Sett inn 5. nóv. 2004 - JJ 
 

Bókainnkaup fyrir jólin

Því miður getur Héraðsbókasafnið ekki eignast allar nýjar bækur sem út koma á íslensku. Fyrir hver jól þarf að velja vandlega bækur sem kaupa á til safnsins, en á þessum tíma eru keyptar 3/4 hlutar af öllum bókum sem keyptar eru á árinu. 

Hér að neðan er listi yfir þær nýútkomnu bækur sem keyptar verða núna á næstu dögum og vikum, með hliðsjón af Bókatíðindum 2004. Ef notendur safnsins sakna einhverra titla sem þeim finnst að endilega ætti að kaupa, er sjálfsagt að hafa samband við bókavörð og koma þeim upplýsingum á framfæri. Búið er að kaupa nokkrar bækur sem komu út fyrr á árinu.

ÍSLENSKAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR
100% Nylon  Marta M. Jónasdóttir
Bestu barnabrandararnir - Ógeðslega fyndnir
Birta  Draumey Aradóttir
Brennan  Ingólfur og Embla
Djúpríkið  Bubbi M. Og Robert J.
Drekagaldur  Elías S. Jónsson
Drotting drekanna - Benedikt Búálfur  Ólafur Gunnar G.
Dularfulla dagatalið  Heldís Egilsdóttir
Egla  Brynhildur Þórarinsdóttir
Elli og skilnaðurinn  Kirsti Haaland
Fíasól í fínum málum  Kristín Helga Gunnarsd.
Frosnu tærnar  Sigrún Eldjárn
Galdur vísdómsbókarinnar  Iðunn Steinsdóttir
Glói geimvera og litirnir  Arndís Guðmundsd.
Glói geimvera og tölurnar  Arndís Guðmundsd.
Idol-stjörnuleit  Helgi Jónsson
Jólabaðið og Jólasveinarnir í Hamrahlíð  Bryndís Víglundsd.
Jólastríðið  Jóhann Waage
Nýir vinir - Kuggur 1  Sigrún Eldjárn
Í sveitinni - Kuggur 2  Sigrún Eldjárn
Geimferð - Kuggur 3  Sigrún Eldjárn
Prinsinn og drekinn - Kuggur 4  Sigrún Eldjárn
Leyndardómur ljónsins  Brynhildur Þórarinsdóttir
Gæsahúð 8 - Litla líkkistan  Helgi Jónsson
Má ég vera memm?  Harpa Lútersd.
Njóla nátttröll býður í afmæli  Guðjón Sveinsson
Nornafár  Ragnar Gíslason
Ránið  Gunnhildur Hrólfsdóttir
Rúna - Trúnaðarmál  Gerður Berndsen
Spurningabókin 2004
Afi ullarsokkur - Stelpan í stóra húsinu  Kristján Hreinsson
Undir 4 augu  Þorgrímur Þráinsson
Ævintýri Nonna - Útilegumaðurinn  Jón Sveinsson
Vísur fyrir vonda krakka  Davíð Þór Jónsson
Vítahringur  Kristín Steinsdóttir
Öðruvísi fjölskylda  Guðrún Helgadóttir
ÞÝDDAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR
Brennuvargurinn  Jógvan Isadsen
Buna branabíll  Cathrine Kenworthy
Einhyrningurinn minn - Hátt á loft  Linda Chapman
Galdrastelpur - Hliðin tólf  Þýð.: Oddný S. Jónsd.
Gráðuga lirfan  Eric Carie
Greppibarnið  Julia Donaldson
Hagamúsin og húsamúsin  Alan Benjamin
Herra Hávær
Herra Ómögulegur
Herra Rugli
Herra Skoppi
Herra Kítli
Ungfrú Sól og vonda nornin
Hjarta Salamöndrunnar (Galdrastelpur)  Lene Kaaberböl
Kafteinn ofurbrók og brjálaða brókarskassið  Dav Pikey
Komdu nú Kóda
Konungur þjófanna  Cornelia Funke
Mjallhvít og dvergarnir sjö
Rauðhetta
Úlfurinn og kiðlingarnir sjö
Litlar sögur af dýrunum í Afríku  Tony Wolf
Litli björn lærir að synda  Moost og Schober
Ljónadrengurinn (kom út í fyrra)  Zizou Corder
Ljónadrengurinn - Eftirförin  Zizou Corder
Lóla Rós  Jaqueline Wilson
Mamma Mö rólar  Jujja og Tomas
Meðan þú sefur  Gina Ruck - Pauqet
Molly Moon - Stöðvar heiminn  Georgia Byng
Prinsessubókin  Nicola Baxter
Skoðum náttúruna - Ránfuglar  Robin Kerrod
Skoðum náttúruna - Mannapar  Barbara Taylor
Rósalind Prinsessa  Burkhard Nuppenay
Segðu mér sögu  Nicola Baxter
Skúli skelfir og draugagangurinn  Francesca Simon
Skúli skelfir verður ríkur í hvelli  Francesca Simon
Svona gera prinsessur  Per Gustavsson
Tinni - Fjársjóður Rögnvaldar rauða  Hergé
Tinni - Kolafarmurinn  Hergé
Tinni - Skurðgoðið með skarð í eyra  Hergé
Tinni - Veldissproti Ottókars  Hergé
Emmu finnst gaman í leikskólanum   Gunilla Wolde
Ungfrú Heppin  Roger Hargreaves
Ungfrú Stjarna  Roger Hargreaves
Ungfrú Töfra  Roger Hargreaves
Ungfrú Þrifin  Roger Hargreaves
Valtýr prumpuhundur  William Kotzwinkle
Örlaganóttin  Tove Jansson
ÍSLENSK SKÁLDVERK
39 þrep á leið til glötunar  Eiríkur Guðmundss.
Flóttinn  Sindri Freysson
Samkvæmisleikir  Bragi Ólafsson
Allt hold er hey  Þorgrímur Þráinsson
Baróninn  Þórarinn Eldjárn
Bátur með segli og allt  Geður Kristný
Bítlaávarpið  Einar Már
Dauðans óvissi tími  Þráinn Bertelsson
Fólkið í kjallaranum  Auður Jónsdóttir
Glóið þið gullturnar  Björn Th. Björnsson
Hér  Kristín Ómarsdóttir
Hugsjónadruslan  Eiríkur Örn Norðdahl
Karitas á titils  Kristín Marja Baldursd.
Kleifarvatn  Arnaldur Indriðason
Klisjukenndir  Birna Anna Björnsdóttir
Maríumessa  Ragnar Arnalds
Opnun kryppunnar  Oddný Eir Ævarsdóttir
Óþekkta konan  Birgitta H. Halldórsdóttir
Rauð mold  Úlfar Þormóðsson
Sakleysingjarnir  Ólafur Jóhann Ólafsson
Smáglæpir og morð  Ýmsir höf.
Sólin sest að morgni  Kristín Steinsdóttir
Sólskinsfólkið  Steinar Bragi
Svartur á leik  Stefán Máni
Truflanir á vetrarbrautinni  Óskar Árni Óskarsson
Tvisvar á ævinni  Ágúst Borgþór
Uppspuni  Rúnar Helgi
Vélar tímans  Pétur Gunnarsson
Þar sem ræturnar liggja  Rúnar Kristjánsson
ÞÝDD SKÁLDVERK
Annað tækifæri  Mary Higgins Clark
Belladoninaskjalið  Ian Caldwell
Bulgari Sambandið  Fay Wldon
Danteklúbburinn  Matthew Pearl
Furðulegt háttalag hunds um nótt  Mark Haddon
Malarinn sem spangólaði  Arto Paasilinna
Musterisriddarinn  Jan Guillou
Englar og djöflar  Dan Brown
Fjárhættuspilarinn  Fjodor Dostojevskí
Freyja  Johanne Hildebrandt
Geðbilun í ættinni  Willam Saroyan
Í greypum myrkurs  Sidney Sheldon
Lávarður deyr  Agatha Christie
Með köldu blóði  Ian Rankin
Náðin  Liv Ullman
Saga um strák  Nick Hornby
Snjórinn í Kilmanjaro og fleiri sögur  Ernst Hemingway
Tár gíraffans  Alexander McCall
Týnd  Karin Alvtegen
Úlfurinn rauði  Liza Marklund
Undir svikulli sól  Thorvald Steen
Villibirta  Liza Marklund
Öruggt athvarf  Danille Steel
Þriðja gráða  James Patterson
LISTIR OG LJÓSMYNDIR
Andlit norðursins Ragnar Axelsson
Íslendingar Sigurgeir Sigurj. og Unnur
FRÆÐI OG BÆKUR ALMENNS EFNIS
101 Ný vestfirsk þjóðsaga 7  Gísli Hjartarson
Alltaf í boltanum  Guðjón Ingi Eiríksson
Almenn jarðfræði  Jóhann Ísak og Jón Gauti
Bestu knattspyrnulið Evrópu  Agnar Freyr og Guðjón Ingi
Dagbók Berlínarkonu  Þýð.: Arthúr Björgvin
Dýrmæt reynsla  Ritstj.: Valgeir Sig.
Erfðafræði  Örnólfur Thorlacius
Fortíðardraumar  Sigurður Gylfi Magnússon
Heimsmetabók Guinness  Þýð.: Árni Snævarr
Hve glöð er vor æska  Guðjón Ingi og Jón H.
Íslensk fjöll: Gönguleiðir á 151 tind  Ari Trausti og Pétur Þ.
Kárahnjúkar með og á móti  Ómar Ragnarsson
Landfræðissaga Íslands II  Þorvaldur Thoroddsen
Lífefnafræði  Sigþór Pétursson
Múrinn í Kína  Huldar Breiðfjörð
Náðhúsið  Gústaf S. Berg
Póstsaga Íslands 1873-1935  Heimir Þorleifsson
Saga bílsins á Íslandi 1904-2004  Sigurður Hreiðar
Súperflört  Tracey Cox
Til æðri heima  Guðmundur Kristinsson
Uppnefni og önnur auknefni  Bragi Jósepsson
Útkall - Týr er að sökkva  Óttar Sveinsson
SAGA, ÆTTFRÆÐI OG HÉRAÐSLÝSINGAR
Frá Bjargtöngum að Djúpi 7  Hallgrímur Sveinsson
Landnámsöldin  Óskar Guðmundsson
Mannlíf og saga fyrir vestan 14  Hallgrímur Sveinsson
Mannlíf og saga fyrir vestan 15  Hallgrímur Sveinsson
Öldin ellefta  Óskar Guðmundsson
ÆVISÖGUR OG ENDURMINNINGAR
Á lífsins leið VII
Arabíukonur  Jóhanna Kristjónsdóttir
Átakadagar ævisaga Elínar Torfadóttur  Kolbrún Bergþórsdóttir
Barn að eilífu  Sigmundur Ernir
Eftirmál  Njörður P. Njarðvík
Ekkert að frétta  Sverrir Guðbrandsson
Eyjólfur sundkappi  Jón Birgir P.
Halldór Laxnes  Halldór Guðmundsson
Heilagur sannleikur  Flosi Ólafsson
Heppin  Alice Sebold
Hvar frómur flækist  Einar Kára
Í bland með börnum  Vilhjálmur Hjálmarsson
Kaktusblómið og nóttin - um ævi og skáldskap Jóhanns Sigurjónss.  Jón Viðar 
Kurt Cobain  Charles R. Cross
Ólöf Eskimói  Inga Dóra
Sigur í hörðum heimi  Þórunn Hrefna og Guðm.
Svipt frelsinu - fangelsuð í eyðimörkinni í tuttug ár  Malika Oufkir
Úr koppalogni í hvirfilbyl  Guðmundur G.
HANDBÆKUR
101 Hollráð  Victoria Moran
Fíknir  Craig Nakken
Garnaflækjur  Katrine og Pia Mitens
Gengið um óbyggðir  Jón Gauti
Hreysti, hamingja og hugarró  Guðjón Bergmann
Hreysti kemur innan frá  Maria Costantino
Íslensk knattspyrna 2004  Víðir Sigurðsson
Konur sem hugsa um of  Susan Nolen-Hoeksema
Niður með sykurstuðulinn  Helen Foster
Stafræn ljósmyndun á eigin spýtur  Britt Malka
Uppeldisbókin - Að byggja upp færni til framtíðar  Edward og Susan
Þú getur hætt að reykja  Guðjón Bergmann
Almanak Þjóðvinafélagsins  Heimir og Þorsteinn
Íslenskur stjörnuatlas  Snævarr Guðmundss.
MATUR OG DRYKKUR
Fiskveisla fiskihatarans  Gunnar Helgi
HLJÓÐBÆKUR
Engill í Vesturbænum  Kristín Steinsdóttir
Sitji Guðs englar saman í hring  Guðrún Helgadóttir
Grafarþögn  Arnaldur Indriðas.
Sálmurinn um blómið  Þórbergur Þórðarson

  Sett inn 11. nóv. 2004 - JJ
 

Skemmtilegt bókakvöld

Bókakvöldið þann 4. nóv. sem var helgað H.C. Andersen gekk ljómandi vel, þótt gestir hefðu gjarnan mátt vera lítið eitt fleiri. Boðið var upp á kaffi og piparkökur í dagskrárlok og sátu gestir að spjalli fram eftir kvöldi. Þannig eiga bókakvöld einmitt að vera. Hér á þessari síðu eru myndir og frekari umfjöllun.

 Sett inn 5. nóv. 2004 - JJ 

Bókakvöldin hefjast aftur þann 4. nóvember

Bókakvöld verður haldið í Héraðsbókasafni Strandasýslu í Grunnskólanum á Hólmavík kl. 20:15 þann 4. nóvember næstkomandi. Kvöldið verður með öðru sniði en undanfarin kvöld í tilefni af norrænu bókasafnavikunni. Kvöldið verður tileinkað H.C. Andersen og mun Lára Guðrún Agnarsdóttir kynna skáldið og Salbjörg Engilbertsdóttir les eitt af ævintýrum hans. Sjáumst öll á bókasafninu.

Sett inn 22. október 2004 - JJ 

Bókasafnið opið þrátt fyrir verkfall

Rétt er að minna bókasafnsnotendur á að þrátt fyrir verkfall grunnskólakennara er Héraðsbókasafnið á Hólmavík sem staðsett er í skólanum opið á hefðbundnum tíma, bæði á morgnanna og fimmtudagskvöldum. 

Sett inn 22. október 2004 - JJ

Bókavörður á námskeiðum

Vegna þess að fyrirhugað er að skrá allt bókasafnið á Hólmavík í nýja samskrá bókasafna í landinu, Gegni, hefur bókavörður verið á námskeiðum syðra síðustu daga. Skrá þarf allt safnið upp á nýtt, en áætlað er að því verkefni ljúki um áramótin næstu og þá verði hægt að taka Gegni formlega í notkun. 

Sett inn 22. október 2004 - JJ 

Bókakvöld fimmtudaginn 4. mars

Bókakvöld verður á fimmtudaginn næsta með hefðbundnu sniði. Ljóðavinirnir verða Sólrún Jónsdóttir og Guðjón Hraunberg Björnsson sem sigraði í Upplestrarkeppni Grunnskólans á Hólmavík nýverið. Bókaormur marsmánaðar er Birna Richardsdóttir. Kaffi og kleinur á staðnum. Sjáumst öll á bókasafninu á fimmtudaginn. 

Sett inn 1. mars 2004 - JJ

Bókakvöld á fimmtudaginn næsta

Bókakvöld verður haldið á bókasafninu fimmtudaginn 8. janúar klukkan 20:15. Dagskrá verður með hefðbundnu sniði, bókaormur mánaðarins kynnir 10 uppáhaldsbækurnar sínar og gestir fræðast um og hlýða á uppáhaldsljóð valinkunnra manna. Kaffi og kleinur verða á boðstólum. Sjáumst öll á bókasafninu.

Sett inn 5. jan. 2004 - JJ 

 

2003

Opið á laugardögum út desember

Næstu tvo laugardaga - þann 20. desember og 27. desember verður aukaopnunartími á bókasafninu - það verður þá opið frá 14:00-15:00. 

Sett inn 14. des. 2003 - JJ

Úrklippusafn

Bókasafnið er nú að koma sér upp úrklippusafni með gömlum og nýjum blaðagreinum sem tengjast Ströndum. Drög að safninu urðu til fljótlega eftir að hugmyndin kom fram í mars síðastliðnum því Hólmavíkurhreppur lagði til möppur frá Fjölmiðlavaktinni, auk þess sem mæðginin Ásdís Jónsdóttir og Jón Jónsson frá Steinadal gáfu úrklippumöppur sem þau áttu. Fleiri hafa komið með úrklippur og aðrir hafa skemmt sér vel við að fletta í gegnum greinarnar á safninu.

Sett inn 14. des. 2003 - JJ

Galdradagurinn tókst býsna vel

Galdradagurinn sem haldinn var laugardaginn 13. desember tókst býsna vel og Kristín Helga Gunnarsdóttir lét ekki gjörningaveðrið um helgina aftra sér frá því að koma norður. Sjá nánar á þessari síðu. Myndir koma inn fljótlega og eru komnar inn af síðasta bókakvöldi.

Sett inn 14. des. 2003 - JJ

Galdradagur á bókasafninu

Fyrirhugað er að Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur mæti á Strandir og lesi upp úr bók sinni Strandanornir á Galdradegi á bókasafninu sem líklegt er að verði haldinn um næstu helgi. Atburðurinn verður nánar auglýstur næstu daga.

Ætlunin er að hafa bókasafnið opið á laugardögum fyrir jólin og einnig milli jóla og nýárs. Það verður einnig auglýst nánar síðar. 

Sett inn 8. des. 2003 - JJ

Aldrei fleiri á bókakvöldi

Mæting á bókakvöldið í desember var mjög góð og stemmingin fín. Lesið meira um bókakvöldið hér á þessari síðu.

Sett inn 8. des. 2003 - JJ

Hljóðbækur, vídeóspólur og borðspil

Héraðsbókasafnið á nokkrar hljóðbækur og hyggst efla þann þátt starfseminnar á næstu misserum. Hið sama á við um vídeóspólur, en bókasafnið eignaðst nýlega allmargar barnaspólur og á fyrir nokkuð af heimildamyndum og þess háttar efni. Vídeóspólur er hægt að fá að láni í viku í senn. 

Héraðsbókasafnið á einnig örfá borðspil sem hafa ekki verið til útláns til þessa. Nú er hugmyndin að breyting verði á og notendur bókasafnsins geti fengið borðspil að láni í viku í senn gegn 200 kr greiðslu í hvert sinn. Vegna þessarar nýbreytni óskar bókasafnið eftir gömlum borðspilum ef einhver á slík ónotuð uppi í skáp. Ekkert gerir til þó eitthvað vanti í, hugsanlega verður hægt að sameina tvö samskonar spil í eitt heilt. 

Sett inn 7. nóv. 2003 - JJ

Fjölmennt á bókakvöldi

Tæplega 50 manns mættu á bókakvöld í Héraðsbókasafninu á Hólmavík þann 6. nóvember og var skemmtunin afar vel heppnuð. Sjá nánar um bókakvöldið á þessari síðu.

Sett inn 6. nóv. 2003 - JJ

Góðar gjafir - bækur og barnavídeó

Á bókakvöldinu þann 6. nóvember fékk Héraðsbókasafnið veglega gjöf frá Hrafnhildi Guðbjörnsdóttur og fjölskyldu á Hólmavík, nokkra kassa af barnabókum og vídeóspólum fyrir börn. Hægt verður að fá vídeóspólur lánaðar í viku í senn. Bókasafnið á einnig vídeóspólur fyrir fullorðna, t.d. Stikluþætti Ómars Ragnarssonar, Umbrotin í Vatnajökli, heimildamyndir um önnur lönd og fleira slíkt. Einnig er nokkuð til að hljóðbókum.

Í október bárust bókasafninu einnig bókagjafir, um 60 bækur frá Jóni Jónssyni á Kirkjubóli og annað eins frá Ragnheiði Gunnarsdóttir á Hólmavík. Bókasafnið færir gefendunum bestu þakkir fyrir, enda er tekið fegins hendi á móti bókum, vídeóspólum, borðspilum og öðru slíku efni frá einstaklingum.

Sett inn 6. nóv. 2003 - JJ

Tölvurnar komnar í samband

Búið er að setja upp nýju tölvur bókasafnins, bæði almenningstölvu og nýja tölvu fyrir bókavörðinn. Þær eru báðar sítengdar við Internetið þannig að nú geta gestir bókasafnsins sest niður og skoðað vefsíður og sent tölvupóst svo dæmi séu nefnd.

Sett inn 5. nóv. 2003 - JJ

Bóka- og ljóðakvöld á bókasafninu 6. nóvember

Uppákoma verður á bókasafninu á Hólmavík fimmtudaginn 6. nóvember, kl. 20:15. 

  • Brynjólfur Sæmundsson les uppáhaldsljóðið sitt.

  • Jón E. Alfreðsson les úr dagbók föður síns.

  • Rúna Stína Ásgrímsdóttir, bókaormur mánaðarins, kynnir uppáhaldsbækurnar sínar.

Allir hjartanlega velkomnir.

Sett inn 3. nóv. 2003 - JJ

Uppákomur fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði í vetur

Ákveðið hefur verið að standa í vetur fyrir uppákomum sem tengjast ljóðum og bókum fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði. Verkefnið, sem hófst í byrjun október, er í og með hugsað til að fá fleiri til að heimsækja bókasafnið og nýta bókakost þess. Nánar er fjallað um bóka- og ljóðakvöldin á öðrum stað á þessari síðu - sjá hér

Sett inn 3. okt. 2003 - JJ

Styrkur til tölvukaupa 

Héraðsbókasafnið fékk liðinn vetur styrk frá Menntamálaráðuneytinu til tölvukaupa. Nú hefur verið fjárfest í tveimur tölvum, annarri fyrir starfsmann safnsins og hinni fyrir notendur. Verða þessar tölvur settar upp í október.

Sett inn 2. okt. 2003 - JJ

Bókasafnsnefndin 

Í bókasafnsnefnd eru nú fyrir hönd Hólmavíkurhrepps Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir formaður, Kristján Sigurðsson ritari og Bára Karlsdóttir. Fyrir hönd Héraðsnefndar Strandasýslu sitja Matthías Lýðsson og Guðfinnur Finnbogason í nefndinni.

Sett inn 2. okt. 2003 - JJ

Góðar gjafir

Bókasafninu berast öðru hverju bókagjafir frá velunnurum safnsins og eru þær vel þegnar, hvort sem þær eru stórar eða litlar. 

Á þessu ári hafa borist nokkrar gjafir. T.d. gaf Benedikt Andrésson, fyrrverandi nemandi í Grunnskóla Hólmavíkur, safninu geisladiskinn Ævintýri í sveitinni eftir Jónas Baldursson í vor og Helgi Ólafsson stórmeistari í skák gaf fjórar skákbækur þegar hann heimsótti Hólmavík. Adda Þorsteinsdóttir gaf safninu einnig 5 kassa af kiljum nýlega og Aðalbjörg Þorsteinsdóttir gaf safninu einnig 20 bækur.

Sett inn 2. okt. 2003 - JJ

Vefsíðugerð: Sögusmiðjan