Þjónusta
Strandabyggðar:
Hólmavíkurhöfn
Strandabyggð rekur höfnina á Hólmavík.
Sigurður Marinó Þorvaldsson er hafnarvörður.
Grunnskóli Hólmavíkur
Grunnskólinn
á Hólmavík er vel mannaður einsetinn
skóli sem tæplega 90 börn ganga í. Skólaakstur er daglega úr sveitunum í kring um Hólmavík. Skólastjóri er
Victor Örn Victorsson.
Leikskólinn á Hólmavík
Leikskólinn á Hólmavík heitir Lækjarbrekka.
Leikskólinn er í húsi
sem tekið var í notkun 1988 og sumarið 2003 var byggt við
leikskólann og hann stækkaður um helming.
Skólastjórar eru Kolbrún
Þorsteinsdóttir og Sigurrós Þórðardóttir
Tónskólinn
Strandabyggð rekur
tónskóla á Hólmavík og er aðsókn að honum afar góð. Milli 60-70%
barna í sveitarfélaginu stundar nám í Tónskólanum. Kennarar
við Tónskólann eru Stefanía Sigurgeirsdóttir og Bjarni Ómar
Haraldsson.
Félagsleg heimaþjónusta
Heimaþjónusta í
sveitarfélaginu er ætluð þeim sem
vegna aldurs, skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, álags,
veikinda, barnsburðar eða fötlunar geta ekki séð hjálparlaust
um heimilishald og persónulega umhirðu. Skrifstofa
Strandabyggðar eða Félagsmálaráð tekur við umsóknum um
félagslega heimaþjónustu.
Félagsheimili og Íþróttamiðstöð
Á Hólmavík er nýlegt félagsheimili.
Einnig er þar nýlega
opnuð glæsilegt Íþróttamiðstöð, sundlaug og íþróttahús á Hólmavík.
Upplýsingamiðstöð
Strandabyggð rekur Upplýsingamiðstöð
ferðamála á Hólmavík yfir sumartímann. Hún er til
húsa í anddyri félagsheimilisins og þar er einnig þjónusta við
afar vandað tjaldsvæði á Hólmavík. Þá er handverkssala
Strandakúnstar þar til húsa, en Strandakúnst er félagsskapur hagleiksmanna í héraðinu.
|