- SATOR ~ AREPO ~ TENET ~ OPERA ~ ROTAS -
|
Galdrastafir |
Smjörhnútur Smjörhnútur getur nýst á tvo máta. Fyrst er til að nefna að marka má myndina á silfur og bera það á sér. Er það þá fullgóð vörn mót illu aðkasti. Tilberasmjör og tilberi Galdrastafinn Smjörhnút má einnig nota til að finna tilberasmjör. Er hann þá markaður í smjörið og ef það springur í smámola eða það hjaðnar niður sem froða, þá er það tilberasmjör og því illa fengið.
Tilberi er þannig til orðinn að kona stelur rifbeini úr dauðum manni í kirkjugarði á hvítasunnumorgni og vefur það síðan grárri sauðarull svo það verði að öllu útliti sem ullarvindill, og lætur það liggja um hríð milli brjósta sér. Þannig útbúin fer hún til altaris þrjá sunnudaga í röð og dreypir í hvert sinn víni því hún bergir á tilberaefnið með því að spýta því út úr sér í barm sér og í kjaftinn á tilberanum. Hið fyrsta sinni er konan dreypir á tilberann þá liggur hann grafkyrr. Í annað sinn hreyfist hann og hið þriðja sinni er hún dreypir á hann verður hann fullmagnaður og svo fjörmikill að hætta er á að hann spretti fram úr barmi hennar. Þær konur máttu gjalda hinn mesta varhug við að ekki kæmist upp um þær, því þá réð snakkurinn þeim bráðan bana. Þegar tilberinn er orðinn fullmagnaður þá þolir konan hann ekki lengur á brjósti sér. Vökvar hún sér þá blóð innanlæris og gerir þar sepa á og lætur hann sjúga sig þar fastann. Þar lifir hann og nærist á blóði konunnar ávallt meðan hann er heima. Tilberamæður þekkjast á því að þær eru haltar og hafa blóðrauða vörtu líka spena innanlæris. Tilberann
notuðu konurnar til að sjúga ær og kýr annarra manna
úti um haga og færa þannig björg í bú.
Þeir koma svo á búrglugga móður sinnar
á meðan hún skekur strokkinn og segja: Þegar tilberamóðir eldist og lýist þá gengur tilberinn svo nærri henni að hún þolir ekki að láta hann sjúga sig lengur í gegnum lærspenann. Sendir hún hann þá upp á fjöll og skipar honum að tína saman öll lambaspörð á þremur afréttum. Tilberinn vill allt til vinna að komast sem fyrst til móður sinnar aftur og sprengir sig á því. Hafa menn talið það til sanninda, að oft hafi fundist mannsrif við lambasparðahrúgur á fjöllum uppi.
Tilberar eru ákaflega fljótir og þjóta yfir holt
og hæðir. Sýnast þeir þá ýmist
velta líkt og bolti, ellegar þeir stingast á endum.
Á Galdrasýningu á Ströndum leynist eitt og annað um tilbera og tilberamæður. En sjón er sögu ríkari. |
síðast
uppfært
23.05.2007
<=========> vefhönnun: sigatlas
© strandagaldur - höfðagata 8-10 - 510 hólmavík
- galdrasyning@holmavik.is - sími 451 3525