Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

       

999. fundur - 17. des. 2002

Ár 2002 þriðjudaginn 17. desember 2002 var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00.

Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson og Kristín S. Einarsdóttir og Már Ólafsson varamaður. Auk þeirra sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Þetta var gert:

Oddviti bar fram tillögu um afbrigði við boðaða dagskrá, að þrjú mál bætist við, þar er fundargerð félagsmálaráðs, leigusamningur við Háafell ehf. Og bréf frá Sorpsamlagi Sorpsamlagi Hólmavíkur. Afbrigði var samþykkt samhljóða.

Oddviti kynnti þá eftirfarandi dagskrá í 7. töluliðum:

  • 1.    Erindi frá Svæðisskrifstofu málefni fatlaðra.

  • 2.      Fundargerð stjórnarfundar og ársfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá 7. nóvember 2002.

  • 3.      Fundargerð 259. 260. 261. fundar stórnar Hafnasambands sveitarfélaga 2002.

  • 4.      Fundargerð 51. fundar samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga frá 26. nóvember 2002.

  • 5.      Fundargerð félagsmálaráðs frá 17. desember 2002.

  • 6.      Leigusamningur við Háafell ehf. Nauteyri.

  • 7.    Bréf dags. 16. desember frá Sorpsamlagi Strandasýslu.

Þá var gengið til dagskrár:

1.    Erindi frá Svæðisskrifstofu málefni fatlaðra: Erindi frá Svæðisskrifstofu málefnda fatlaðra. borist hefur bréf dagsett 9. desember frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, þar sem sagt er upp leigu á herbergi í húsnæði hreppsins frá 1. júlí 2003. Rætt var um að koma skrifstofuherberginu í leigu síðar.

2.      Fundargerð stjórnarfundar og ársfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá 7. nóvember 2002: Borist hefur bréf dags 25. nóvember 2002 ásamt fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, skýrslu stjórnar til ársfundar og fundargerð ársfundarins frá 7. nóvember 2002. lagt fram til kynningar.

3.      Fundargerð 259. 260. 261. fundar stórnar Hafnasambands sveitarfélaga 2002: Borist hafa fundargerðir stjórnar Hafnasambands sveitarfélaga frá 9. okt, 11. okt, og 6. nóv. 2002. Lagt fram til kynningar.

4.      Fundargerð 51. fundar samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga frá 26. nóvember 2002: Borist hefur bréf dags. 4. desember 2002 frá Sambandi ísl. Sveitarfélaga ásamt fundargerð 51. fundar Samstarfsnefndar Kennarasambands Íslands og Launanefndar sveitarfélaga vegna grunnskóla. Lagt fram til kynningar.

5.      Fundargerð félagsmálaráðs frá 17. desember 2002: Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

6.       Leigusamningur við Háafell ehf. Nauteyri: Lagður fram leigusamningur um lóðarleigu og hitavatnsréttindi fyrir Háafell á Nauteyri til næstu 25 ára. Drög að samningnum voru samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að ganga frá honum.

7.    Bréf dags. 16. desember frá Sorpsamlagi Strandasýslu: Borist hefur bréf dags. 16. des. frá Sorpsamlagi Strandasýslu ásamt úttekt dags. 15. okt. s.l. á ástandi og viðgerðarkostnaði á sorppressu og flutningsbúnaði sorpbílsins, frá Sveini Karlssyni á Borðeyri. Upphæð tilgreind kr. 2.703.495.- Hreppsnefnd samþykkt samhljóða að keypt verði ný sorpbifreið á vegum Sorpsamlags Strandasýslu, jafnframt var samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna að því að endurskoðun fari fram á rekstrarfyrirkomulagi sorpsamlagsins.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.00.

Engilbert Ingvarsson (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign), Már Ólafsson (sign), Elfa Björk Bragadóttir (sign), Kristín S. Einarsdóttir (sign), Valdemar Guðmundsson (sign), Ásdís Leifsdóttir (sign).

    

 

Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson