996. fundur - 5.
nóvember 2002
Ár 2002 þriðjudaginn 5. nóvember 2002 var
haldinn fundur í hreppsnefnd
Hólmavíkurhrepps. Haraldur V.A. Jónsson setti fundinn og
stjórnaði honum,
en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar
Guðmundsson,
Kristín S. Einarsdóttir og Eysteinn Gunnarsson. Einnig sat
fundinn Ásdís
Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert
Ingvarsson.
Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og
hófst hann kl. 17.00.
Oddviti kynnti boðaða dagskrá í 8 töluliðum,
sem var þessi :
1. Fundargerð byggingar-, umferðar- og
skipulagsnefndar frá 30. október 2002.
2. Fundargerð húsnæðisnefndar frá 24. október
2002.
3. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2002.
4. Beiðni um inntöku nýrra félaga í slökkvilið
Hólmavíkur.
5. Fundargerð 182. fundar Launanefndar
sveitarfélaga.
6. Fundargerð heilbrigðisnefndar 25. október
2002.
7. Úttekt og greinargerð um ástand í
umhverfismálum
8. Lausaganga hrossa í Hólmavíkurhreppi.
Þá var gengið til dagskrár:
1. Fundargerð byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar frá
30. október 2002: Lögð fram fundargerð byggingar- ,
skipulags- og umferðarnefndar frá 30. okt. 2002. Fundargerðin
var samþykkt samhljóða, en með fyrirvara um að
Flugmálastjórn geri ekki athugasemd við erindi í 1. lið.
2. Fundargerð húsnæðisnefndar frá 24. október
2002: Lögð fram fundargerð
húsnæðisnefndar frá 24. okt. 2002. Fundargerðin var samþykkt
samhljóða.
3. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2002:
Borist hefur bréf dags. 19. okt.
2002 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dags. 19. okt. 2002,
ásamt dagskrá að
Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2002, sem haldinn verður
í Reykjavík 7. og
8. nóvember nk. Gert er ráð fyrir að sveitarstjóri og
oddviti sæki
ráðstefnuna.
4. Beiðni um inntöku nýrra félaga í slökkvilið
Hólmavíkur: Borist hefur
bréf dags. 22. okt. frá slökkviliðsstjóra um inntöku nýrra
liðsmanna í
Slökkvilið Hólmavíkur, þá Sverri Guðbrandsson og Gunnar
Loga Björnsson. Var það samþykkt samhljóða.
5. Fundargerð 182. fundar Launanefndar sveitarfélaga:
Borist hefur bréf
dags. 18. okt. 2002 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, ásamt
fundargerð
Launanefndar sveitarfélaga frá 182. fundi 16. október 2002.
Lagt fram til
kynningar.
6. Fundargerð Heilbrigðisnefndar 25. október
2002: Borist hefur bréf dags.
28. okt. 2002 frá Heilbrigðisnefnd Vestfjarða, ásamt
fundargerð
heilbrigðisnefndar frá 32. fundi 25. okt. sl. Samþykkt var
að fresta
afgreiðslu þar til gjaldskrá hefur borist.
7. Úttekt og greinargerð um ástand í
umhverfismálum: Borist hefur bréf
dags. 10. okt. 2002 frá Náttúruvernd ríkisins varðandi úttekt
í
umhverfismálum samkvæmt 44. gr. laga um náttúruvernd. Samþykkt
var
samhljóða að fela sveitarstjóra að kanna möguleika á að
framkvæma umrædda úttekt.
8. Lausaganga hrossa í Hólmavíkurhreppi: Lagt
fram bréf sveitarstjóra
dags. 1. nóv. 2002 varðandi lausagöngu hrossa í Ísafjarðardjúpi.
Hreppsnefnd vísar til fyrri samþykkta um bann við lausagöngu
hrossa.
Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert, fundi
slitið kl. 18:10.
Engilbert Ingvarsson (sign), Eysteinn Gunnarsson (sign),
Haraldur V.A. Jónsson (sign), Ásdís Leifsdóttir (sign),
Elfa Björk Bragadóttir (sign), Kristín Sigurrós Einarsdóttir
(sign), Valdemar Guðmundsson (sign).
|