|
Hólmavíkurhreppur
|
|
994. fundur - 8. október 2002 Ár 2002 þriðjudaginn 8. október 2002
var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Haraldur
V. A. Jónsson setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans
sátu fundinn Eysteinn Gunnarsson, Kristín S. Einarsdóttir
og Björn Fannar Hjálmarsson varamaður. Einnig sat fundinn
Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var
Engilbert Ingvarsson. Fundurinn var haldinn á skrifstofu
hreppsins og hófst hann kl. 17.00. Þetta var gert: Oddviti kynnti eftirfarandi dagskrá í
10 töluliðum: 1. Erindi Jóns Jónssonar um rjúpnaveiði í landi
Hólmavíkurhrepps. 2. Erindi Ólafs Ingimundarsonar vegna Taflshússins. 3. Rekstur sundlaugar Hólmavíkurhrepps. 4. Erindi frá Leikfélagi Hólmavíkur. 5. Fundargerðir 7., 8. og 9. fundar Launanefndar
sveitarfélaga. 6. Fundargerð 50. fundar Launanefndar sveitarfélaga. 7. Fundargerð 71. fundar skólanefndar Menntaskólans
á Ísafirði. 8. Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum
svæðum frá 16. september 2002. 9. Fundargerð byggingar-, skipulags- og umferðarnefndar
frá 3. október 2002. 10. Trúnaðarmál. Þá var gengið til dagskrár: 1. Erindi Jóns Jónssonar um rjúpnaveiði í landi
Hólmavíkurhrepps: Borist hefur bréf dags. 4. október 2002
frá Jóni Jónssyni með fyrirspurn um rjúpnaveiði í Hólmavíkurhreppi.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að hafa samband við aðra
landeigendur, sem eiga jarðir með Hólmavíkurhreppi um
reglur til að veita heimildir fyrir rjúpnaveiði. 2. Erindi Ólafs Ingimundarsonar vegna Taflshússins:
Sveitarstjóri lagði fram erindi frá Ólafi Ingimundarsyni
um sölu á Taflhúsinu. Samþykkt var að fela sveitarstjóra
að leita samninga um kaup á húsinu. 3. Rekstur sundlaugar Hólmavíkurhrepps: Sveitarstjóri
lagði fram athugun á rekstrarkostnaði á fyrirhugaðri
sundlaug á Hólmavík. Nú mætti Valdemar Guðmundsson til
fundarins. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að fá upplýsingar
um raunkostnað við nokkrar sundlaugar og leggja fram
rekstraráætlun og kostnaðardæmi fyrir sundlaug á Hólmavík
af mismunandi stærðum. 4. Erindi frá Leikfélagi Hólmavíkur: Borist
hefur bréf dags. 2. október 2002 frá Leikfélagi Hólmavíkur
með beiðni um fjarstyrk og aðstöðu í kjallara íþróttahúss.
Hreppsnefnd samþykkir að taka jákvætt í erindið og felur
sveitarstjóra að kanna stöðu fjárveitingar á árinu og
leggja fyrir næsta hreppsnefndarfund tillögu til úrbóta. 5. Fundargerðir 7., 8. og 9. fundar Launanefndar
sveitarfélaga: Borist hefur fundargerðir samstarfsnefndar
Kjarna og Launanefndar sveitarfélaga 7. fundi 8. maí, 8.
fundi 23. maí og 9. fundi 4. júlí. Lagt fram til kynningar. 6. Fundargerð 50. fundar Launanefndar sveitarfélaga:
Borist hefur bréf dags. 1. október 2002 frá Sambandi ísl.
sveitarfélaga ásamt fundargerð 49.fundar 27. ágúst 2002
samstarfsnefndar kennarasambands Íslands og Launanefndar
sveitarfélaga vegna grunnskólans. Lagt fram til kynningar. 7. Fundargerð 71. fundar skólanefndar Menntaskólans
á Ísafirði: Borist hefur fundargerð 71. fundar frá 16.
september 2002 menntaskólans á Ísafirði. Lagt fram til
kynningar. 8. Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum
svæðum frá 16. september 2002: Borist hefur bréf dags. 23.
september 2002 ásamt fundargerð stjórnar Samtaka á köldum
svæðum. Lagt fram til kynningar. 9. Fundargerð byggingar-, skipulags- og umferðarnefndar
frá 3. október 2002: Lögð fram fundargerð byggingar-,
skipulags- og umferðarnefndar frá 3. október 2002.
Fundargerðin var samþykkt. 10. Trúnaðarmál : Lagt fram trúnaðarmál, sem verður
bókað í trúnaðarbók. Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:55 Engilbert Ingvarsson (sign), Ásdís Leifsdóttir (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign), Eysteinn Gunnarsson (sign), Valdemar Guðmundsson (sign), Björn Hjálmarsson (sign), Kristín S. Einarsdóttir (sign).
|
|
HÓLMAVÍKURHREPPUR,
HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK |
|