Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

       

993. fundur - 23. sept. 2002

Ár 2002 þriðjudaginn 23. september 2002 var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Haraldur V.A. Jónsson setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Valdemar Guðmundsson, Júlíana Ágústsdóttir varamaður, Kristín S. Einarsdóttir og Már Ólafsson varamaður. Ennfremur sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00. Oddviti lagði fram tillögu um afbrigði við boðaða dagskrá að 14. mál yrði tekið á dagskrá: “Ráðning eftirlitsmanns við byggingu íþróttahúss og sundlaugar á Hólmavík.” Afbrigði var samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Oddviti kynnti þá dagskrá í 14 töluliðum:  

  • 1. Ársfundur Hafnasambands sveitarfélaga 10. og 11. október ásamt tillögu að nýjum lögum Hafnasambandsins.

  • 2. Staða og framtíð heimavistar Grunnskóla á Hólmavík.

  • 3. Fundargerðir skólanefndar Grunnskóla og Tónskóla Hólmavíkur.

  • 4. Fundargerðir Hafnasambands sveitarfélaga nr. 252 til og með 256.

  • 5. Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 13. september 2002.

  • 6. Samþykktar ályktandir á 47. Fjórðungsþingi Vestfirðinga í Bolungarvík 30. og 31. ágúst 2002.

  • 7. Samþykkt frá aðalfundi S.O.V. þann 3. sept. 2002.

  • 8. Fundargerðir 180. og 181. fundar Launanefndar sveitarfélaga.

  • 9. Fundargerð 13. fundar samstarfsnefndar/verkefnisstjórnar Launanefndar sveitarfélaga.

  • 10. Fundargerð 49. fundar samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga.

  • 11. Fundargerð Húsnæðisnefndar frá 23. september 2002.

  • 12. Kauptilboð í allt hlutafé Fiskmarkaðar Hólmavíkur.

  • 13. Trúnaðarmál.

  • 14. Ráðning eftirlitsmanns við byggingu íþróttahúss og sundlaugar á Hólmavík.

Þá var gengið til dagskrár:

1. Ársfundur Hafnasambands sveitarfélaga 10. og 11. október ásamt tillögu að nýjum lögum Hafnasambandsins: Borist hefur bréf dags. 13. sept. 2002 frá Hafnasambandi sveitarfélaga ásamt tillögum að nýjum lögum Hafnasambandsins, sem verða lagðar fyrir ársfund sambandsins þann 10. og 11. október n.k. Samþykkt var að sveitarstjóri og formaður hafnarnefndar sæki hafnasambandsfundinn, en Haraldur V. A. Jónsson og Már Ólafsson til vara.

2. Staða og framtíð heimavistar Grunnskóla á Hólmavík: Fundargerð skólanefndar frá 29. ágúst var lögð fram að nýju vegna afgreiðslu á málefni heimavistar skólans. Einnig rædd við afgreiðslu á 3. lið. Samþykkt var að leggja heimavistina niður á skólaárinu, en í stað þess að bjóða aðstandendum þeirra barna styrk, sem þurfa á heimavist að halda. Varðandi 2. lið dagskrár fundar skólanefndar hefur sveitarstjóri kynnt sér kröfur um réttindi bílstjóra í skólaakstri og lagði fram reglur þar um.

3. Fundargerðir skólanefndar Grunnskóla og Tónskóla Hólmavíkur: Fundargerð skólanefndar Grunnskóla og Tónskóla frá 29,. ágúst var samþykkt, en 1. liður fundargerðar falli niður samkvæmt bókun í 2. lið dagskrár.

4. Fundargerðir Hafnasambands sveitarfélaga nr. 252 til og með 256: Borist hefur bréf dags. 5. sept. frá Hafnasambandi sveitarfélaga ásamt fundargerðum stjórnar sambandsins frá 28. febrúar 2002 til og með 256. fundar þann 23. ágúst. Lagt fram til kynningar.

5. Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 13. september 2002: Borist hefur bréf dags. 16. sept. 2002 frá Heilbrigðisnefnd Vestfjarða ásamt 31. fundi 16. sept. 2002. Lagt fram til kynningar.

6. Samþykktar ályktandir á 47. Fjórðungsþingi Vestfirðinga í Bolungarvík 30. og 31. ágúst 2002: Borist hafa ályktanir frá Fjórðungsþingi ásamt lista yfir kosningu trúnaðarmanna.

7. Samþykkt frá aðalfundi S.O.V. þann 3. sept. 2002: Borist hefur ályktun um orkumál frá aðalfundi Starfsmannafélagi Orkubús Vestfjarða. Lagt fram til kynningar.

8. Fundargerðir 180. og 181. fundar Launanefndar sveitarfélaga: Borist hefur bréf dags. 9. september 2002 ásamt fundargerðum Launanefndar sveitarfélaga frá 21. ágúst og 4. sept. 2002 180. og 181. fundar. Lagt fram til kynningar.

9. Fundargerð 13. fundar samstarfsnefndar/verkefnisstjórnar Launanefndar sveitarfélaga: Borist hefur fundargerð frá 20. ágúst 2002 13. fundi. Lagt fram til kynningar.

10. Fundargerð 49. fundar samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga: Borist hefur bréf dags. 9. sept. 2002 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt fundargerð 49. fundar frá 27. ágúst 2002. Lagt fram til kynningar.

11. Fundargerð Húsnæðisnefndar frá 23. september 2002: Lögð fram fundargerð húsnæðisnefndar frá 23. september. Fundargerðin var samþykkt nema í 2. lið varðandi Austurtún 14 þar sem íbúðin tilheyrir ekki húsnæðisnefnd.

12. Kauptilboð í allt hlutafé Fiskmarkaðar Hólmavíkur: Már Ólafsson vék af fundi við afgreiðslu málsins. Borist hefur tilboð í öll hlutabréf í Fiskmarkið Hólmavikúr ehf. dags. 15. sept. 2002 frá Böðvari Hrólfssyni og frá Þorvaldi Garðari Helgasyni dags. 19. sept. Einnig liggur fyrir bréf dags. 23. september frá stjórn Fiskmarkaðs Hólmavíkur hef. þar sem stjórnin leggur til að gengið verði að tilboði Þorvaldar Garðars sem er hærra og miðað við gengið 0,55. Stjórn Fiskmarkaðarins samþykkti jafnframt að falla frá forkaupsrétti. Samþykkt var samhljóða að ganga að tilboðinu og falla frá forkaupsrétti.

13. Trúnaðarmál: Trúnaðarmál bókað í trúnaðarbók.

14. Ráðning eftirlitsmanns við byggingu íþróttahúss og sundlaugar á Hólmavík: Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri vék af fundi við afgreiðslu málsins. Samþykkt var að ráða Kristjón Þorkelsson tímabundið til eftirlits með byggingu íþróttahúss og sundlaugar.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:10 .

Engilbert Ingvarsson (sign), Júlíana Ágústsdóttir (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign), Már Ólafsson (sign), Valdemar Guðmundsson (sign), Kristín Sigurrós Einarsdóttir (sign), Ásdís Leifsdóttir (sign).

      

 

Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson