Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

       

992. fundur - 10. sept. 2002

Ár 2002 þriðjudaginn 10. september 2002 var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Björn Fannar Hjámarsson varamaður, Hlíf Hrólfsdóttir varamaður, Kristín S. Einarsdóttir og Már Ólafsson varamaður. Ennfremur sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00.

Þetta var gert:

Oddviti leitaði afbrigða um að einn dagskrárliður bætist við boðaða dagskrá. Var það samþykkt með 5 atkvæðum.

Oddviti kynnti þá eftirfarandi:

  1. Bréf frá Ragnheiði Ingimundardóttur varðandi nýja rotþró við Hrófá II.

  2. Staða og framtíð heimavistar Grunnskóla á Hólmavík.

  3. Fundargerð skólanefndar Grunnskóla- og Tónskóla Hólmavíkur.

  4. Fundargerð Fjallskilanefndar frá 3. september 2002.

  5. Skýrsla vinnueftirlits vegna húsnæðis Hólmavíkurhrepps.

  6. Fundargerð hönnunarfundar Arkís vegna byggingu sundlaugar og íþróttahúss.

  7. Málefni Tóftardrangs ehf.

   Þá var gengið til dagskrár:

1. Bréf frá Ragnheiði Ingimundardóttur varðandi nýja rotþró við Hrófá II: Borist hefur bréf dags. 26. ágúst 2002 frá Ragnheiði Ingimundardóttur með beiðni um að sett verði upp ný rotþró við Hrófá II. Samþykkt var að verða við erindinu, en sveitarastjóra falið að undirbúa málið og leita tilboða í verkið og kanna grundvöll að þátttöku hreppsins á niðursetningu rotþróa á sveitabæjum.

2. Staða og framtíð heimavistar Grunnskóla á Hólmavík: Lagt fram minnisblað sveitarstjóra varðandi heimavist barna í Grunnskólanum. Samþykkt var að sveitarstjóri fundi með viðkomandi aðstandendum barna ásamt skólastjórnendum og málið verði síðan lagt fyrir næsta hreppsnefndarfund.

3. Fundargerð skólanefndar Grunnskóla- og Tónskóla Hólmavíkur: Lögð fram fundargerð Grunnskóla og Tónskóla frá 29. ágúst. Fundargerð samþykkt nema 1. lið frestað í samræmi við samþykkt á 2. lið dagskrár. Varðandi 2. dagskrárlið skólanefndar er sveitarstjóra falið að kanna kröfur um ökuréttindi bílstjóra við skólabarnaakstur.

4. Fundargerð Fjallskilanefndar frá 3. september 2002: Lögð fram fundargerð Fjallskilanefndar frá 3. september. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

5. Skýrsla vinnueftirlits vegna húsnæðis Hólmavíkurhrepps: Lögð fram skýrsla frá Vinnueftirlitinu dags. 6/9 2002 á blöðum D. 11210, A 62916, A 62917 og A 62918. Sveitarstjóri vakti athygli á því að samkvæmt úttekt Vinnueftirlitsins er húsnæði í kjallara félagsheimilisins gjörsamlega óviðunandi, sem vettvangur barna og unglinga. Málið lagt fram til kynningar, en var nokkuð rætt.

6. Fundargerð hönnunarfundar ARKÍS vegna byggingu sundlaugar og íþróttahúss: Borist hefur fundargerð dags. 2. sept. 2002 frá ARKÍS ehf. varðandi verkfund um íþróttamiðstöð á Hólmavík. Lagt fram til kynningar.

7. Málefni Tóftardrangs ehf: Lögð fram greiðslutilkynning vegna víxils með gjalddaga 30. ágúst að upphæð kr. 2.000.000.- útgefandi Tóftardrangur ehf. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að leita til lögfræðings varðandi málið.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:40.

Engilbert Ingvarsson (sign), Hlíf Hrólfsdóttir (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign), Már Ólafsson (sign), Björn Fannar Hjálmarsson (sign), Kristín Sigurrós Einarsdóttir (sign), Ásdís Leifsdóttir (sign).

     

 

Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson