Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

 

       

991. fundur - 27. ágúst 2002

Ár 2002 þriðjudaginn 27. ágúst 2002 var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn, Valdemar Guðmundsson, Elfa Björk Bragadóttir, Eysteinn Gunnarsson og Kristín Einarsdóttir. Ennfremur sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00.

Þetta var gert:

Oddviti leitaði afbrigða um að 12. mál, bréf frá Tóftardrangi ehf. verði tekið á dagskrá. Var það samþykkt með 5 atkvæðum.

Oddviti kynnti dagskrá fundarins í 12 liðum sem var þá eftirfarandi:

1.  Bréf Sorpsamlags Strandasýslu vegna kaupa á nýrri bifreið.

2.  Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um tillögur að breytingum á lögum sambandsins.

3.  Skýrsla nefndar um félagsleg húsnæðismál sveitarfélaga.

4.  Skipan í nefndir og ráð.

5.  Fjármögnun framkvæmda í Hólmavíkurhreppi og sala eigna.

6.  Erindi landbúnaðarráðuneytisins um búfjáreftirlit.

7.  Staðfesting Félagsmálaráðuneytisins um nafn sameinaðs sveitarfélags Hólmavíkurhrepps og Kirkjubólshrepps.

8.  Fundargerð bygginganefndar frá 26. ágúst 2002.

9.  Fundargerð launanefndar sveitarfélaga frá 20. ágúst 2002.

10.     Niðurstöður sýnatöku af neysluvatni Hólmavíkur.

11.     Stærð og dýpt fyrirhugaðrar sundlaugar á Hólmavík.

12.     Bréf frá Tóftardrangi ehf.  

 Þá var gengið til dagskrár: 

1.        Bréf Sorpsamlags Strandasýslu vegna kaupa á nýrri bifreið: Borist hefur bréf frá Sorpsamlagi Strandasýslu dags. 15. ágúst 2002. Samþykkt var samhljóða að taka jákvætt undir erindið, enda verði fjármögnun á kaupum á sorpbifreið á vegum samlagsins, en aðstoð verði veitt við undirbúning frá Hólmavíkurhreppi.

2.        Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um tillögur að breytingum á lögum sambandsins: Borist hefur bréf dags. 22. ágúst 2002 varðandi XVII. landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga ásamt tillögum að breytingum á lögum sambandsins. Lagt fram til kynningar.

3.        Skýrsla nefndar um félagsleg húsnæðismál sveitarfélaga: Borist hefur bréf dags. 20. ágúst 2002 frá Félagsmálaráðuneytinu ásamt skýrslu nefndar til að fylgja eftir tillögum um félagsleg húsnæðismál sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.

4.        Skipan í nefndir og ráð: Eftirtaldir voru kosnir í nefndir:

Fjallskilanefnd: 

  • Þórður Halldórsson,

  • Hjörtur Þór Þórsson,

  • Haraldur V. A. Jónsson og 

  • Guðjón Sigurgeirsson. 

Varamenn: 

  • Snævar Guðmundsson, 

  • Magnús Steingrímsson, 

  • Þórólfur Guðjónsson og 

  • Reynir Björnsson.

Búfjáreftirlitsmaður: 

  • Ragnar Bragason, 

  • Haraldur V.A.. Jónsson.

5.        Fjármögnun framkvæmda í Hólmavíkurhreppi og sala eigna: Sveitarstjóri gerði grein fyrir skuldastöðu hreppsins og fjarmögnun framkvæmda og lagði til að einhverjar íbúðir hreppsins yrðu seldar. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að ræða við íbúðarleigjendur hjá hreppnum um kaup á húsnæði og leggja upplýsingar um hugsanlega sölu fyrir hreppsnefnd síðar.

6.        Erindi landbúnaðarráðuneytisins um búfjáreftirlit: Borist hefur bréf dags. 22. ágúst 2002 frá Landbúnaðarráðuneytinu varðandi reglugerð um búfjáreftirlitssvæði samkv. lögum nr. 103/2002. Samþykkt var að fresta afgreiðslu erindisins til næsta fundar hreppsnefndar.

7.        Staðfesting Félagsmálaráðuneytisins um nafn sameinaðs sveitarfélags Hólmavíkurhrepps og Kirkjubólshrepps: Borist hefur bréf dags. 21. ágúst 2002 frá Félagsmálaráðuneytinu þar sem staðfest er að nafn hins sameinaða sveitarfélags er Hólmavíkurhreppur og hefur sú ákvörðun verið staðfest og auglýst.

8.        Fundargerð bygginganefndar frá 26. ágúst 2002: Lögð fram fundargerð byggingar-, skipulags- og umferðarnefndar frá 26. ágúst ásamt umsögn Tækniþjónustu Vestfjarða. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

9.        Fundargerð launanefndar sveitarfélaga frá 20. ágúst 2002: Borist hefur bréf dags 21. ágúst 2002 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt fundargerð samstarfsnefndar þroskaþjálfafélags Íslands og Launanefndar sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.

10.     Niðurstöður sýnatöku af neysluvatni Hólmavíkur: Borist hefur bréf dags. 8. ágúst 2002 ásamt rannsóknarniðurstöðum á neysluvatni. Lagt fram til kynningar.

11.     Stærð og dýpt fyrirhugaðrar sundlaugar á Hólmavík: Komið hefur í ljós að samkv. teikningum að sundlaug, sem er í byggingu verður hún ekki lögmæt keppnislaug. Samþykkt var að sundlaugin verði byggð sem lögleg keppnislaug.

12.     Bréf frá Tóftardrangi ehf: Borist hefur bréf dags. 26. ágúst 2002 frá Tóftardrangi ehf. sem er svar við bréfi Hólmavíkurhrepps frá 17/7 2002. samþykkt var að fela sveitarstjóra að ræða við fyrrverandi hreppsnefndarmenn í Kirkjubólshreppi og gera þeim grein fyrir stöðu málsins.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:40.

Engilbert Ingvarsson (sign), Valdemar Guðmundsson (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign), Eysteinn Gunnarsson (sign), Elfa Björk Bragadóttir (sign), Kristín Sigurrós Einarsdóttir (sign), Ásdís Leifsdóttir (sign).

Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:15.

Engilbert Ingvarsson (sign), Valdemar Guðmundsson (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign), Eysteinn Gunnarsson (sign), Elfa Björk Bragadóttir (sign), Kristín Sigurrós Einarsdóttir (sign), Ásdís Leifsdóttir (sign).
     

 

Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson