Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

       

990. fundur - 13. ágúst 2002

Ár 2002 þriðjudaginn 13. ágúst 2002 var haldinn fundur í hreppsnefnd
Hólmavíkurhrepps. Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og
stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Valdimar
Guðmundsson, Eysteinn Gunnarsson og Kristín Einarsdóttir. Ennfremur sat
fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert
Ingvarsson.

Þetta var gert:

Oddviti flutti tillögu um afbrigði við dagskrá og var það samþykkt samhljóða
að bæta 15. lið við boðaða dagskrá.

Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00.

Þá kynnti oddviti samþykkta dagskrá í 15 liðum, sem var eftirfarandi:

1. Umsögn um endurnýjun leyfis til reksturs veitingahúss og almenns
skemmtanaleyfis að Hafnarbraut 39, Hólmavík og umsögn um leyfi til reksturs veitingahúss og almenns skemmtanaleyfis að Brunngötu 2, Hólmavík.

2. Umsókn um viðbótar vínveitingaleyfi vegna Brunngötu 2, Hólmavík.

3. Erindi frá íbúum Hólmavíkurhrepps, vestan Steingrímsfjarðarheiðar, um framtíð félagsheimilisins á Nauteyri.

4. Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um námskeið fyrir nýkjörna
sveitarstjórnarmenn.

5. Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um verkefndastefndumót 13.-14. september n.k. um "Northern Perpkery" verkefnaáætlun ESB.

6. Erindi frá PWC Consulting vegna fyrirhugaðrar úttektar á skólastarfi.

7. Erindi frá Félagsmálaráðuneytinu um varasjóð húsnæðismála.

8. Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um ráðgjöf við gerð Staðardagskrár 21.

9. Umsögn um vinnslutillögu að aðalskipulagi fyrir Kirkjubólshrepp frá
Skipulagsstofnun.

10. Fundargerð félagsmálaráðs frá 30. júlí 2002.

11. Fundargerð byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar frá 31. júlí 2002.

12. Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga.

13. Fundargerð frá heilbrigðisnefnd Vestfjarða.

14. Ráðningarsamningur við núverandi sveitarstjóra.

15. Fundargerð leikskólanefndar.

Þá var gengið til dagskrár:

1. Umsögn um endurnýjun leyfis til reksturs veitingahúss og almenns
skemmtanaleyfis að Hafnarbraut  39, Hólmavík og umsögn um leyfi til reksturs
veitingahúss og almenns skemmtanaleyfis að Brunngötu 2, Hólmavík: Borist
hefur bréf dags. 7. júlí 2002 um viðbótarveitingarleyfi vegna aukins
húsnæðis að Brunngötu 2 (Bragga) og skemmtanaleyfi. Samþykkt var að verða við erindinu og sveitarstjóra falið að svara því.

2. Umsókn um viðbótarvínveitingarleyfi vegna Brunngötu 2, Hólmavík: Borist
hefur umsókn dags. 9/7 2002 frá Magnúsi H. Magnússyni vegna Café Riis -
Braggans vegna sölu vínveitinga vegna aukins húsnæðis að Brunngötu  2.
Samþykkt var að verða við erindinu og sveitarstjóra falið að svara því.

3. Erindi frá íbúum Hólmavíkurhrepps, vestan Steingrímsfjarðarheiðar, um
framtíð félagsheimilisins á Nauteyri: Borist hefur bréf frá íbúum í fyrrum
Nauteyrarhreppi um að gert verði við félagheimilið sem fyrst vegna bruna 2.
júlí sl.  Samþykkt var að mæta á fund á Nauteyri þ. 16. ágúst og stefnt
verði að því að loka húsinu sem fyrst.

4. Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um námskeið fyrir nýkjörna
sveitarstjórnarmenn: Borist hefur bréf dags. 9. júlí 2002 frá Samb. ísl.
sveitarf. um námskeið fyrir nýkjörna sveitarstjórnarmenn. Samþykkt var að
fela sveitarstjóra að kynna sér málið og viðhorf annarra sveitarfélaga og
kynna það svo fyrir viðkomandi hreppsnefndarmönnum.

5. Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um verkefndastefnumót 13. - 14.
september nk. um "Northern Perpherry" verkefnaáætlun ESB :  Borist hefur
bréf dags. 2. ágúst 2002 um verkefnastefndumót "Northern Periphery" sem
haldið verður í Svartengi 13.-14. september 2002.  Samþykkt var að fela
sveitarstjóra að sækja ráðstefnuna.

6. Erindi frá PWC Consulting vegna fyrirhugaðrar úttektar í skólastarfi:
Borist hefur bréf dags. 12. júlí 2002 varðandi úttekt á skólastarfi.
Samþykkt var að vísa málinu til skólanefndar og skólastjóra.

7. Erindi frá Félagsmálaráðuneytinu um varasjóð húsnæðismála: Borist hefur
umburðarbréf til sveitarstjórna frá Varasjóði Húsnæðismála undirritað af
form. ráðgjafarnefndar Garðari Jónssyni. Lagt fram til kynningar.

8. Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um ráðgjöf við gerð Staðardagskrár
21: Borist hefur bréf dags. 30. júlí 2002 frá verkefnisstjóra
Staðardagskrár 21. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að ræða við Stefán
Gíslason og fá hann á fund um málefnið.

9. Umsögn um vinnslutillögu að aðalskipulagi fyrir Kirkjubólshrepp frá
skipulagsstofnun: Borist hefur bréf dags. 24. júlí 2002 frá
Skipulagsstofnun, varðandi vinnslutillögu um skipulag í fyrrum
Kirkjubólshreppi. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að kanna kostnað við
gerð aðalskipulags.

10. Fundargerð félagsmálaráðs frá 30. júlí 2002:  Lögð fram fundargerð
félagsmálaráðs 30. júlí sl. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

11. Fundargerð byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar frá 31. júlí 2002:
Lögð fram fundargerð BUS frá 31. júlí s.l.  Fundargerðin var samþykkt
samhljóða.

12. Fundargerðir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga: Borist hafa bréf
dags 2. júlí, 5. júlí, 16. júlí og 24. júlí 2002 frá Sambandi ísl.
sveitarfélaga ásamt fundargerðum funda á vegum sambandsins.

13. Fundargerð frá Heilbrigðisnefnd Vestfjarða: Borist hefur bréf dags.
10. júní 2002 frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða ásamt fundargerð í
Heilbrigðisnefnd Vestfjarða frá 30. fundi 7. júní 2002. Lagt fram til
kynningar.

14. Ráðningarsamningur við núverandi sveitarstjóra: Sveitarstjóri vék af
fundi á meðan þessi dagskrárliður var ræddur og afgreiddur. Lagður fram
ráðningarsamningur við sveitarstjóra út kjörtímabilið. Samningurinn var
samþykktur samhljóða með 5 atkvæðum og undirritaður.

15. Fundargerð leikskólanefndar frá 9. ágúst 2002: Lögð fram fundargerð
leikskólanefndar frá 9. ágúst sl. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:15.

Engilbert Ingvarsson (sign), Valdemar Guðmundsson (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign), Eysteinn Gunnarsson (sign), Elfa Björk Bragadóttir (sign), Kristín Sigurrós Einarsdóttir (sign), Ásdís Leifsdóttir (sign).
     

 

Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson