Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

  

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

       

989. fundur - 2. júlí 2002

Ár 2002, þriðjudaginn 2. júlí, var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Haraldur V.A. Jónsson, oddviti, setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn hreppsnefndarmennirnir: Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson, Eysteinn Gunnarsson og Kristín Einarsdóttir. Ennfremur sat fundinn nýráðinn sveitarstjóri Ásdís Leifsdóttir og bauð oddviti hana velkomna til starfa. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00.

Þetta var gert:

Oddviti kynnti boðaða dagskrá í 6 liðum:

1. Nafn á sameinuðu sveitarfélagi, Hólmavíkurhrepps og Kirkjubólshrepps.

2. Bréf frá Landssíma Íslands, vegna lagningu ljósleiðara frá Steingrímsfjarðarheiði að Hólmavík.

3. Boðun á XVII. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.

4. Bréf frá Fjórðungssambandi Vestfjarða.

5. Fundargerðir launanefndar sveitarfélaga frá 15. maí og 11. júní s.l.

6. Íþróttamiðstöð á Hólmavík.

Þá var gengið til dagskrár:

1. Nafn á sameinuðu sveitarfélagi, Hólmavíkurhrepps og Kirkjubólshrepps: Oddviti lagði fram reglur um viðmiðanir vegna staðfestingar félagsmálaráðuneytisins á nafngiftum sveitarfélaga. Oddviti lagði til að sveitarfélagið heiti áfram Hólmavíkurhreppur og var það samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.

2. Bréf frá Landssíma Íslands, vegna lagningu ljósleiðara frá Steingrímsfjarðarheiði að Hólmavík: Borist hefur bréf dags. 24. júní 2002 frá Landssíma Íslands og varðar lagnir ljósleiðarastrengja. Áætlað er að halda fund með sveitarstjórn og öðrum hagsmunaaðilum í byrjun júlí.

3. Boðun á XVII. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga: Borist hefur bréf dags. 19. júní 2002 með fundarboði á landsþing sem haldið verður á Akureyri 25.-27. september n.k. Samþykkt var að kjósa Ásdísi Leifsdóttur sveitarstjóra aðalmann og Harald V.A. Jónsson oddvita varamann á landsþing á kjörtímabilinu.

4. Bréf frá Fjórðungssambandi Vestfjarða: Borist hefur bréf dags. 26. júní 2002 frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga um mótun stefnu í menningarmálum á Vestfjörðum. Fjórðungssambandið áætlar fundi með sveitarstjórnum dagana 8. til 12. júlí þessa mánaðar. Lagt fram til kynningar.

5. Fundargerðir launanefndar sveitarfélaga frá 15. maí og 11. júní sl.: Borist hafa bréf dags. 5. júní og 3. júlí 2002 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt fundargerðum frá 179. fundi Launanefndar sveitarfélaga og 2. fundi samstarfsnefndar L.N og Stéttarfélags verkfræðinga. Lagt fram til kynningar.

6. Íþróttamiðstöð á Hólmavík: Oddviti gerði grein fyrir undirbúningi að byggingu íþróttamiðstöðvar. Lagt var fram bréf frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 9. júlí 2002. Að loknu tilliti til umsagnar Tækniþjónustu Vestfjarða í þremur töluliðum samþykkir hreppsnefnd samhljóða að ganga til samninga við Guðmund Friðriksson um byggingu 1. áfanga á íþróttamiðstöðinni, með fyrirvara um endurskoðun á kostnaðarliðum.

Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:55.

Engilbert Ingvarsson (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign), Eysteinn Gunnarsson (sign), Elfa Björk Bragadóttir (sign), Kristín S. Einarsdóttir (sign), Valdemar Guðmundsson (sign), Ásdís Leifsdóttir (sign).
     

 

Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson