Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

  

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

       

986. fundur - 14. maí 2002

Ár 2002 þriðjudaginn 14. maí 2002 var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Eysteinn Gunnarsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Haraldur V. A. Jónsson, Elfa Björk Bragadóttir, Birna Richardsdóttir og Þorsteinn Sigfússon varamaður. Einnig sat fundinn Þór Örn Jónsson sveitarstjóri. Ennfremur mætti til fundarins Kristján Jónasson löggiltur endurskoðandi og endurskoðandi Hólmavíkurhrepps. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Fundurinn var haldin á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00.

Þetta var gert:

Oddviti kynnti boðaða dagskrá í 10. liðum og flutti tillögu um afbrigði að 11. liður yrði tekinn á dagskrá: Fundargerð Grunnskóla og tónskóla Hólmavíkur frá 2. maí. Var afbrigðið samþykkt samhljóða. Var því eftirfarandi dagskrá lögð fyrir fundinn:

1. Ársreikningur Hólmavíkurhrepps fyrir árið 2001 síðari umræða.

2. Kjörskrá fyrir Hólmavíkurhrepp í sveitarstjórnarkosningunum 25. maí 2002.

3. Ákvörðun um lokað útboð á byggingu íþróttamiðstöðvar á Hólmavík.

4. Upplýsingamiðstöð á Hólmavík sumarið 2002.

5. Fundargerð leikskólanefndar frá 8. maí s.l.

6. Fundargerð félagsmálaráðs frá 10. maí 2002.

7. Fundargerð húsnæðisnefndar Hólmavíkurhrepps frá 13. maí 2002.

8. Fundargerð skólanefndarfunda Menntaskólans á Ísafirði frá 6. maí s.l.

9. Bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga frá 5. apríl 2002.

10. Fundargerðir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga ásamt tilkynningu.

11. Fundargerð Grunnskóla og tónskóla Hólmavíkur frá 2. maí.

Þá var gengið til dagskrár:

1.  Ársreikningur Hólmavíkurhrepps fyrir árið 2001 síðari umræða: Kristján Jónasson endurskoðandi fór yfir ársreikning Hólmavíkurhrepps og gerði grein fyrir einstökum liðum og niðurstöðutölum sveitarsjóðs og öðrum rekstri hreppsins. Það kom fram í máli hans að nú hafa tekið gildi breyttar reglur um uppfærslu sveitarsjóðsreikninga og taldi rétt að hann kæmi eftir kosningar til að funda með nýkjörnum hreppsnefndarmönnum og fræða þá um reikningshald og fjármál hreppsins. Eftir umræður og fyrirspurnir kom fram að ársreikningur hefur verið samþykktur og undirritaður.

2. Kjörskrá fyrir Hólmavíkurhrepp í sveitarstjórnarkosningunum 25. maí 2002: Borist hefur kjörskrá frá Hagstofu Íslands og eru á henni 163 karlar og 140 konur eða samtals 303. Ennfremur orðsending til sveitarstjórna ásamt upplýsingum og leiðbeiningum varðandi sveitarstjórnarkosningarnar 25. maí 2002. Samþykkt var að leiðrétta kjörskrána og bæta við hana eftirtöldum nöfnum:

  • Sigrún Ingólfsdóttir kt. 300648-7899

  • Jón H. Kristjánsson kt. 090280-4149

  • Hrefna Guðmundsdóttir kt. 300579-3969

Kjörskráin var þannig samþykkt og mun sveitarstjóri undirrita hana og leggja fram á lögmætan hátt. Kosinn var varamaður í kjörstjórn Nauteyrarkjördeildar Anna Guðný Gunnarsdóttir.

3.  Ákvörðun um lokað útboð á byggingu íþróttamiðstöðvar á Hólmavík: Samþykkt var lokað útboð í byggingu íþróttamiðstöðvar á Hólmavík og þátttakendur verði : Ágúst og Flosi ehf. Ísafirði, Garðar Sigurgeirsson Súðavík, Guðmundur Friðriksson Grundarfirði og Samtré ehf. Reykjavík. Tilboðum skal skilað fyrir 10. júní 2002 og áskilið að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

4.  Upplýsingamiðstöð á Hólmavík sumarið 2002. Samþykkt var að Upplýsingamiðstöðin verði rekin áfram á sumrinu með svipuðum hætti og síðatliðið ár.

5.  Fundargerð leikskólanefndar frá 8. maí 2002: Lögð fram fundargerð leikskólanefndar frá 8. maí 2002. Samþykkt var að fresta afgreiðslu á 1. lið fundargerðar, en að öðru leyti er hún samþykkt samhljóða.

6.  Fundargerð félagsmálaráðs frá 10. maí 2002: Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

7.  Fundargerð húsnæðisnefndar Hólmavíkurhrepps frá 13. maí 2002: Lögð fram fundargerð húsnæðisnefndar Hólmavíkurhrepps frá 13. maí 2002. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

8.  Fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði frá 6. maí sl.: Borist hefur fundargerð skólanefndar M.Í. frá 6. maí 2002. Lögð fram til kynningar.

9.  Bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga frá 5. apríl 2002: Borist hefur bréf dags. 5. apríl frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga varðandi opnun á heimasíðu sambandsins, www.bb.is/fv. Lagt fram til kynningar.

10. Fundargerðir frá Sambandi íslenskra sveitarfélag ásamt tilkynningu: Borist hafa bréf dags. 26. apríl og 29. apríl frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga ásamt fundargerð frá 178. fundi Launanefndar sveitarfélaga, 46. fundi samstarfsnefndar kennarasambands Íslands og Launanefndar og 5. fundi verkefnisstjórnar vegna innleiðingar á kjarasamningi FT/FÍH. Lagt fram til kynningar.

11. Fundargerð Grunnskóla og tónskóla Hólmavíkur- og Kirkjubólshrepps: Lögð fram fundargerð Grunnskóla og tónskóla Hólmavíkur frá 2. maí s.l. Fundargerðin var samþykkt samhljóða eftir matarboð hreppsnefndar.

Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið.

Engilbert Ingvarsson (sign), Elfa Björk Bragadóttir (sign), Eysteinn Gunnarsson (sign), Birna Richardsdóttir (sign), Haraldur V. A. Jónsson (sign), Þorsteinn Sigfússon (sign), Þór Örn Jónsson (sign).

      

 
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Þór Örn Jónsson

Sveitarstjórn:


Birna Richardsdóttir


Daði Guðjónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Eysteinn Gunnarsson


Haraldur V.A. Jónsson

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson