|
Hólmavíkurhreppur
|
|
985. fundur - 30. apríl 2002 Ár 2002 þriðjudaginn 30. apríl 2002 var haldinn fundur
í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Eysteinn Gunnarsson oddviti
setti fundinn og stjórnaði honum, en auk þess sátu fundinn
Birna Richardsdóttir, Daði Guðjónsson, Haraldur V.A. Jónsson
og Elfa Björk Bragadóttir. Auk þeirra sat fundinn Þór Örn
Jónsson sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert
Ingvarsson. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst
hann kl. 17.00. Þetta var gert:
Oddviti kynnti boðaða dagskrá í 11 töluliðum 1. Ársreikningur Hólmavíkurhrepps
fyrir árið 2002, fyrri umræða. 2. Bréf frá Félagsmálaráðherra
varðandi sameiningu Kirkjubólshrepps við Hólmavíkurhrepp. 3. Hitaveituáætlun, kostnaður og
hagkvæmnisáætlun, frumdrög. 4. Refa- og minkaveiðar 2002 í Hólmavíkurhreppi. 5. Bréf Önnu Þorbjargar Stefánsdóttur
og Unnars Ragnarssonar varðandi leigu á nesi í landi
Skeljavíkur. 6. Barnaskólahúsið í Reykjanesi,
greinargerð og fl. 7. Vinabæjarfundur í Åarslev
kommune 6.-9. júní 2002. 8. Fundargerð húsnæðisnefndar Hólmavíkurhrepps
frá 23. apríl. 9. Fundargerð byggingar-, skipulags-
og umferðarnefndar frá 29. apríl 2002. 10. Ársreikningur Fiskmarkaðar Hólmavíkur
hf. fyrir árið 2002. 11. Fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða
frá 12. apríl 2002. Þá var gengið til dagskrár: 1.
Ársreikningur Hólmavíkurhrepps fyrir árið 2001,
fyrri umræða. Sveitarstjóri kynnti ársreikning
Hólmavíkurhrepps fyrir
árið 2001, hann gerði grein fyrir tölulegum niðurstöðum
og skýrði út einstaka liði. Endurskoðandi hreppsins boðaði
forföll og gat ekki mætt til fundarins eins og fyrirhugað
var. Eftir ítarlegar umræður var samþykkt að vísa ársreikningnum
til síðari umræðu. 2.
Bréf frá Félagsmálaráðherra varðandi sameiningu
Kirkjubólshrepps við Hólmavíkurhrepp.
Borist hefur bréf dags. 17. apríl 2002 frá Félagsmálaráðherra
ásamt auglýsingu um staðfestingu félagsmálaráðuneytisins
á sameiningu Hólmavíkurhrepps og Kirkjubólshrepps. Varðandi
sameiningu Hólmavíkurhrepps og Kirkjubólshrepps var samþykkt
eftirfarandi : 1.
Fulltrúar Hólmavíkurhrepps í yfirkjörstjórn voru
kosnir Elísabet Pálsdóttir og Jón Kristinsson aðalmenn og
til vara Þorbjörg Magnúsdóttir og Ólafur Ingimundarson.
Gert er ráð fyrir að Kirkjubólshreppur tilnefni einn mann
í yfirkjörstjórn. 2.
Kosnir voru í nefnd til að gera tillögu um nýtt
nafn á sameinuðu sveitarfélagi þeir Eysteinn Gunnarsson og
Haraldur V.A. Jónsson, gert er ráð fyrir að Kirkjubólshreppur
tilnefni einn mann. 3.
Hitaveituáætlun, kostnaður og hagkvæmisáætlun,
frumdrög. Borist hefur frumdrög að kostnaðar- og hagkvæmisáætlun,
dags. 5. apríl 2002 á Flúðum, fyrir Kirkjubóls- og Hólmavíkurhrepp.
Lagt fram til kynningar. 4.
Refa- og minkaveiðar sumarið 2002 í Hólmavíkurhreppi.
Borist hefur bréf dags. 18. mars 2002 frá Veiðistjóra
með viðmiðunartöxtum ríkisins vegna refa- og minkaveiða.
Samþykkt var að ráðning refa- og minkaveiðimanna verði
óbreytt frá síðasta ári. 5.
Bréf Önnu Þorbjargar Stefánsdóttur og Unnars
Ragnarssonar varðandi leigu á nesi í landi Skeljavíkur. Borist
hefur bréf frá Önnu Þorbjörgu Stefánsdóttur og Unnari
Ragnarssyni ásamt ljósritum af samningi dags. 11. okt. 1948
um 4/5 af lóð á Hólmavík. Samþykkt var að fela
sveitarstjóra að semja við viðkomandi aðila varðandi
erindið. 6.
Barnaskólahúsið í Reykjanesi, greinargerð o.fl.
Borist hefur bréf dags. 24. apríl 2002 frá áhugamönnum,
sem vilja nýta mannvirki í Reykjanesi til ferðaþjónustu
undir forystu Bjarna Rafns Ingvasonar. Einnig liggur fyrir
greinargerð dags. 13. mars 2002 varðandi rökstuðning fyrir
því að Hólmavíkurhreppur og Súðavíkurhreppur séu
eigendur að Barnaskólahúsinu í Reykjanesi. Samþykkt var að
sveitarstjóri ásamt sveitarstjóra Súðavíkurhrepps og
Engilbert og Sigmundur fari til viðræðna í Menntamálaráðuneytið
og vinni að því að fá niðurstöðu um málefni og
eignarhald hreppanna á barnaskólanum í Reykjanesi. 7.
Vinabæjarfundur í Åarslev kommune 6.-9.
júní 2002. Borist hefur bréf dags. 9. apríl 2002 frá vinabæ Hólmavíkurhrepps
í Danmörku. Fyrirhugað er að einhver þátttaka frá Hólmavík
verði í vinabæjarmótinu og var sveitarstjóra falið að
skrifa bréf og tilkynna um þátttöku. 8.
Fundargerð Heilbrigðisnefndar Hólmavíkurhrepps frá
23. apríl s.l.
Lögð fram fundargerð húsnæðisnefndar frá 69. fundi
23. apríl s.l. Fundargerðin var samþykkt samhljóða. 9.
Fundargerð byggingar-,
skipulags- og umferðarnefndar frá 29. apríl 2002.
Lögð fram fundargerð byggingar-, skipulags- og umferðarnefndar
frá 29. apríl 2002. Fundargerðin var samþykkt samhljóða. 10.
Ársreikningur Fiskmarkaðar Hólmavíkur hf. Lagður
fram ársreikningur 2001 fyrir Fiskmarkað Hólmavíkur og áritaður
11. mars 2002 af löggiltum endurskoðanda. Lagt fram til
kynningar.
11.
Fundargerð
heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 12. apríl 2002. Borist
hefur bréf dags. 16. apríl 2002 ásamt fundargerð frá 29.
fundi 12. apríl Heilbrigðisnefndar Vestfjarða. Lagt fram
til kynningar. Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl.20:15. Engilbert Ingvarsson (sign), Birna Richardsdóttir (sign), Eysteinn Gunnarsson (sign), Daði Guðjónsson (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign), Elfa Björk Bragadóttir (sign), Þór Örn Jónsson (sign).
|
|
HÓLMAVÍKURHREPPUR,
HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK |
|