Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

  

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

       

984. fundur - 16. apríl 2002

Ár 2002 þriðjudaginn 16. apríl var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Birna Richardsdóttir varaoddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hennar sátu fundinn Daði Guðjónsson, Haraldur V.A. Jónsson, Elfa Björk Bragadóttir og Már Ólafsson varamaður. Auk þeirra sat fundinn Þór Örn Jónsson sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00.

Þetta var gert:

Varaoddviti kynnti boðaða dagskrá í 11 töluliðum:

1.      Tilboð Hf. Eimskipafélags Íslands í hlutabréf Hólmavíkurhrepps í Útgerðafélagi Akureyringa hf.

2.      Erindi frá Halldóri T. Ólafssyni varðandi land undir æðarvarp.

3.      Bréf frá Ásdísi Jónsdóttur varðandi hreinsun svæðisins fyrir framan Höfðagötu 7.

4.      Leiðbeiningar frá Félagsmálaráðuneytinu varðandi undirbúning og framkvæmd sveitarstjórnarkosningar 25. maí 2002.

5.      Bréf frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vestfjörðum varðandi umsókn í Framkvæmdasjóð fatlaðra.

6.      Fundargerð fyrri fundar fulltrúaráðsfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2002.

7.      Bréf frá Hafnarsambandi sveitarfélaga varðandi drög að nýjum lögum hafnarsambandsins.

8.      Fundargerð bygginga-skipulags- og umferðarnefndar frá 15. apríl 2002.

9.       Fundargerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hf. frá 19. febrúar og 20. mars 2002.

10.    Fundargerðir Launanefndar sveitarfélaga frá síðustu vikum.

11.     Fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði frá 4. mars s.l.  

Þá var gengið til dagskrár:  

1.        Tilboð Eimskipafélags Íslands hf. í hlutabréf Hólmavíkurhrepps í Útgerðarfélagi Akureyringa. Borist hefur tilboðsyfirlit Hf. Eimskipafélags Íslands til hluthafa Útgerðarfélags Akurreyringa hf. Samþykkt var samhljóða að ganga að yfirtökutilboðinu og skipta á hlutabréfaeign Hólmavíkurhrepps í Ú.A. fyrir hlutabréf í Eimskip samkvæmt fyrirliggjandi tilboði.

2.        Erindi frá Halldóri T. Ólafssyni varðandi land undir æðarvarp. Borist hefur bréf dags. 20. mars 2002 frá Halldóri T. Ólafssyni varðandi framlengingu á leigusamningi dags. 31. maí 1992 á Grundarhólma og Skeljavíkurhólma og landi umhverfis hólmana. Samþykkt var samhljóða að leigja Halldóri landið áfram með þriggja mánaða uppsagnafresti og sveitarstjóra falið að gera samninginn.

3.        Bréf frá Ásdísi Jónsdóttur varðandi hreinsun svæðis fyrir framan Höfðagötu 7. Borist hefur bréf dags 7. apríl 2002 frá Ásdísi Jónsdóttur um ömurlegt ástand á svæðinu kringum hús hennar og tilmæli um að hreppurinn sjái um að hreinsa drasl í burtu. Samþykkt var samhljóða að fela sveitarstjóra að skrifa Ásdísi bréf og þakka henni fyrir ábendinguna. Stefnt skal að því að gera átak í því að hreinsun fari fram fyrir 17. júní n.k.

4.        Leiðbeiningar frá Félagsmálaráðuneytinu varðandi undirbúning og framkvæmd sveitarstjórnakosninga laugardaginn 25. maí 2002. Borist hefur bréf dags. 19. mars og 26. mars frá Félagsmálaráðuneyti varðandi undirbúning að sveitarstjórnarkosningum 25. maí n.k. Ennfremur fylgir með frumvarp til breytinga á lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998. Málið lagt fram til kynningar.

5.        Bréf frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vestfjörðum varðandi umsókn í Framkvæmdasjóð fatlaðra. Borist hefur bréf dags. 25.03. 2002 frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að endurnýja umsókn um framlag.

6.        Fundargerð fyrri fundar fulltrúaráðsfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Borist hefur bréf dags. 25. mars 2002 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi 62. fulltrúaráðsfund sambandsins 22. og 23. mars s.l. ásamt ályktunum og Stefnumörkun Sambands ísl. sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.

7.        Bréf frá Hafnarsambandi sveitarfélaga varðandi drög að nýjum lögum hafnarsambandsins. Borist hefur bréf dags. 27. mars 2002 frá Hafnarsambandi sveitarfélaga ásamt drögum að nýjum lögum hafnasambandsins. Lagt fram til kynningar.

8.        Fundargerð byggingar- skipulags – og umferðarnefndar frá 15. apríl 2002. Lögð fram fundargerð byggingar- skipul. – og umf. nefndar frá 15. apríl. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

9.        Fundargerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hf. frá 19. febrúar og 20. mars 2002. Borist hafa fundargerðir Atvinnuþróunarfélagsins frá 52. fundi og 53. fundi. Lagt fram til kynningar.

10.     Fundargerðir Launanefndar sveitarfélaga frá síðustu vikum. Borist hefur bréf dags. 27. mars 2002 frá Samb. ísl. sveitarfélaga ásamt fundargerðum frá Launanefnd sveitarfélaga 20. ars og 21. mars. Ennfremur bréf frá Umhverfisráðuneyti dags. 26. mars 2002, sem er dreifibréf til sveitarfélaga um dag umhverfisins 25. apríl. Lagt fram til kynningar.

11.     Fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði frá 4. mars s.l. Borist hefur fundargerð frá 68. fundi Menntaskólans á Ísafirði. Lagt fram til kynningar.

Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.15

Engilbert Ingvarsson (sign), Már Ólafsson (sign), Birna Richardsdóttir (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign), Daði Guðjónsson (sign), Þór Örn Jónsson (sign).

    

 
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Þór Örn Jónsson

Sveitarstjórn:


Birna Richardsdóttir


Daði Guðjónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Eysteinn Gunnarsson


Haraldur V.A. Jónsson

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson