|
Hólmavíkurhreppur
|
|
983. fundur - 9. apríl 2002 Ár 2002 þriðjudaginn 9. apríl var
haldinn aukafundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Oddviti
Eysteinn Gunnarsson setti fundinn og stjórnaði honum, en auk
hans sátu fundinn Birna Richardsdóttir, Daði Guðjónsson,
Haraldur V.A. Jónsson og Elfa Björk Bragadóttir. Einnig sat
fundinn Þór Örn Jónsson, sveitarstjóri. Fundurinn var haldinn á skrifstofu
hreppsins og hófst hann kl. 13.00. Fyrir fundinum liggur eitt mál sem er:
Sameining Hólmavíkur-og Kirkjubólshrepps. Borist hefur bréf dags. 26. mars 2002 frá
Félagsmálaráðuneytinu er varðar tillögu um sameiningu
Kirkjubóls-og Hólmavíkurhrepps. Þar var óskað eftir að
hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps fjalli um tillögurnar og komi
áliti sínu á framfæri við ráðuneytið fyrir 10. apríl
2002. Einnig var lögð fram fundargerða f
fundi sem var haldinn í félagsmálaráðuneytinu 21. mars
2002. En þann fund sátu f.h. Hólmavíkurhrepps þeir
Eysteinn Gunnarsson og Þór Örn Jónsson. Rætt var um þær tillögur sem koma
fram í fundargögnum. Tillaga frá nefnd um sameiningu Kirkjubólshrepps
dags. 21. mars 2002 um sameiningu Kirkjubóls- og Hólmavíkurhrepps
var samþ. samhljóða. Sveitarstjóra falið að svara félagsmálaráðun.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13.50. Elfa Björk Bragadóttir (sign), Daði Guðjónsson
(sign ), Birna Richardsdóttir (sign), Haraldur V.A. Jónsson
(sign), Eysteinn Gunnarsson (sign), Þór Örn Jónsson
(sign).
|
|
HÓLMAVÍKURHREPPUR,
HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK |
|