|
Hólmavíkurhreppur
|
|
980. fundur - 12. mars 2002 Ár 2002 þriðjudaginn 12. mars var haldinn
fundur í hreppsnefnd Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00. Þetta var gert: Oddviti kynnti boðaða dagskrá í 11 töluliðum:
Þá var gengið til dagskrár: 1. Bréf frá Félagsmálaráðuneyti varðandi tilnefningu í nefnd um sameiningu Kirkjubólshrepps og Hólmavíkurhrepps. Borist hefur bréf dags. 8. mars 2002 frá Félagsmálaráðuneyti, ásamt niðurstöðum af könnun á viðhorfum íbúa Kirkjubólshrepps til sameiningar nágrannasveitarfélaga. Í bréfinu er farið fram á að kosnir verða tveir fulltrúar í nefnd til að koma með tillögur um hvernig að sameiningunni skuli staðið. Elfa gerði tillögu um að Eysteinn Gunnarsson og Haraldur verði kosnir sem fulltrúar Hólmavíkurhrepps í nefndina, það var fellt með þremur atkvæðum gegn tveimur. Birna kom með tillögu um að Eysteinn Gunnarsson og Þór Örn Jónsson verði kosnir í nefndina og var það samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. 2. Umræður um byggðaáætlun fyrir Vestfirði. Málinu frestað þar sem gögn hafa ekki borist. 3. Erindi frá Drífu Hrólfsdóttur varðandi afnot af túnum á Hnitbjörgum. Elfa Björk Bragadóttir vék af fundi meðan
þessi dagskrárliður var afgreiddur. 4. Úthlutun stofnframlaga frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til Hólmavíkurhrepps. Borist hafa þrjú bréf dags. 11. febrúar 2002 frá Félagsmálaráðuneytinu varðandi stofnstyrki til vatnsveitu og leikskóla og sundlaugar. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að vinna áfram að framvindu mála. 5. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi aðgengi fatlaðra að kjörstöðum. Borist hefur bréf dags. 4. mars 2002 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga og bréf dags. 12. mars 2002 frá Öryrkjabandalagi Íslands varðandi aðgengi fatlaðra að kjörstöðum. Lagt fram til kynningar. 6. Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits
Vestfjarða fyrir árið 2001, ásamt Borist hefur ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða og bréf heilbrigðisfulltrúa dags. 6. mars 2002 ásamt fundargerð heilbrigðisnefndar frá 28. fundi 1. mars 2002. Lagt fram til kynningar. 7. Bréf Í.S.Í varðandi mannvirkjavef Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Borist hefur bréf dags. 21. febrúar 2002
frá Íþr. og Ól.sb. Íslands varðandi 8. Fundargerð Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 15. febrúar s.l. Borist hafa fundargerðir stjórnar
Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 57. 9. Umsagnir um frumvörp á Alþingi varðandi varnir gegn landbroti, verndun hafs og stranda og breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Borist hefur bréf dags. 7. mars 2002 frá sjávarútvegsnefnd Alþingis ásamt frumvarpi um breytingu á lögum nr. 38 um stjórn fiskveiða og bréf dags. 27/2 2002 ásamt fumvarpi til laga um verndun hafs og stranda og bréf dags. 22/2 2002 ásamt frumvarpi um varnir gegn landbroti. Lagt fram til kynningar. 10. Fundargerðir Launanefndar sveitarfélaga frá 23. febrúar 2002. Borist hefur bréf dags. 25. febrúar 2002
ásamt fundargerð frá 44. fundi 11. Fundargerð námsgagnastjórnar frá 21. janúar 2002. Borist hefur fundargerð frá 358. fundi
námsgagnastjóra. Lagt fram til kynningar. Engilbert Ingvarsson (sign), Daði
Guðjónsson (sign), Eysteinn Gunnarsson (sign), Elfa Björk
Bragadóttir (sign), Birna Richardsdóttir (sign), Haraldur
V.A. Jónsson (sign), Þór Örn Jónsson (sign). |
|
HÓLMAVÍKURHREPPUR,
HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK |
|