|
Hólmavíkurhreppur
|
|
977. fundur - 29. jan. 2002 Ár 2002 þriðjudaginn 29. janúar var haldinn fundur í
hreppsnefnd Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00 Þetta var gert: Oddviti kynnti boðaða dagskrá í 14 töluliðum:
Þá var gengið til dagskrár: 1. Bréf frá Einari K. Guðfinnssyni varðandi framhaldsskóla- og háskólanám með fjarkennslusniði. Borist hefur bréf dags. 31. október 2001 frá Einari K. Guðfinnssyni alþm. varðandi fyrirspurn á Alþingi, þingskjal 188 - 102. mál um fjarkennslu og svör menntamálaráðherra. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að skrifa bréf með þökkum fyrir upplýsingarnar og veita upplýsingar um það sem betur má fara í fjarskiptamálum í sveitarfélaginu svo full not verði af möguleikum með fjarkennslusniði. 2. Beiðni frá Fiskvinnslunni Drangi ehf. varðandi hlutafjárkaup. Borist hefur bréf dags. 16. jan. 2002 frá Fiskvinnslunni
Drangi ehf. 3. Boð á vinabæjarfund í Aarslev í Danmörku dagana 6.-9. janúar 2002. Borist hefur bréf dags. 18. janúar 2002 frá Aarslev
varðandi vinabæjarmót. 4. Bréf frá Héraðsnefnd Strandasýslu. Borist hefur bréf dags. 12. janúar 2002 frá Héraðsnefnd Strandasýslu ásamt lista um skiptingu framlaga hreppanna 2002. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að skrifa bréf til framkv.stjóra Héraðsnefndar og óska eftir að fá fundargerð síðasta fundar héraðsnefndar. 5. Aðalfundur Laugarhóls ehf. haldinn 30. desember 2001. Borist hefur ársskýrsla Laugarhóls ehf. til aðalfundar 30. desember 2001 ásamt ársreikningi fyrir árið 2000. Lagt fram til kynningar. 6. Bréf frá Umboðsmanni barna varðandi vetrarfrí í grunnskólum. Borist hefur bréf dags. 16. janúar 2002 frá Umboðsmanni barna þar sem óskað er eftir upplýsingum um vetrarfrí í grunnskólum í Strandasýslu. Samþykkt var að vísa erindinu til skólastjóra Grunnskólans á Hólmavík og falast eftir svari hans. 7. Bréf varðandi Ólafsvíkuryfirlýsinguna (Staðardagskrá 21). Borist hefur bréf dags. 18. janúar 2002 frá
verkefnisstjóra Staðardagskrár 21 þar sem
sveitarstjórnir, sem ekki hafa tekið
Ólafsvíkuryfirlýsinguna til formlegrar afgreiðslu geri
það sem fyrst. Haraldur V.A. Jónsson lagði til að 8. Bréf frá Samtökum herstöðvarandstæðinga varðandi kjarnorkuvopnalaus sveitarfélög. Borist hefur bréf dags. 10. janúar 2002 frá Samtökum
herstöðvaandstæðinga, 9. Fundargerð skólanefndar Grunnskóla og Tónskóla
Hólmavíkur- og Borist hefur fundargerð Grunnskóla og Tónskóla Hólmavíkur- og Kirkjubólshreppa frá 17. janúar sl. ásamt áætlun um kennslustundir skólaárið 2002-2003. Fundargerðin var samþykkt og varðandi 4. lið var sveitarstjóra falið að kanna kostnað við að koma upp færanlegri laustengdri kennslustofu fyrir Tónskólann. 10. Fundargerð leikskólanefndar frá 23. janúar 2002. Lögð fram fundargerð leikskólanefndar frá 23. janúar ásamt teikningu af stækkun. Samþykkt var að fela sveitarstj. að láta útbúa teikningar og útboðsgögn. 11. Fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 18. janúar 2002. Borist hefur bréf dags. 21. jan. 2002 ásamt fundargerð 27. fundar Heilbrigðisnefndar Vestfjarða og greinargerð heilbrigðisnefndarinnar um stofnun Matvælastofu. Lagt fram til kynningar. 12. Fundargerðir Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hf. frá síðasta árshelmingi. Borist hafa fundargerðir frá stjórnarfundum Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hf. frá 46. til 50 fundi. Lagt fram til kynningar. 13. Fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði frá 7. janúar 2002. Borist hefur fundargerð frá 67. fundi Menntaskólans á Ísafirði. Lagt fram til kynningar. 14. Fundargerð Launanefndar sveitarfélaga frá 21. desember 2001. Borist hefur fundargerð frá 176. fundi Launanefndar
sveitarfélaga. Lagt Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl.19.30. Engilbert Ingvarsson (sign) Birna Richardsdóttir (sign), Eysteinn Gunnarsson (sign) Haraldur V. A. Jónsson (sign), Karl Þór Björnsson (sign) Elfa Björk Bragadóttir (sign), Þór Örn Jónsson (sign)
|
|
HÓLMAVÍKURHREPPUR,
HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK |
|