Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

  

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

       

974. fundur - 4. des. 2001

Ár 2001, þriðjudag 4. desember 2001 var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Eysteinn Gunnarsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Birna Richardsdóttir, Daði Guðjónsson, Haraldur V.A. Jónsson og Elfa Björk Bragadóttir. Auk þeirra sat fundinn Þór Örn Jónsson sveitarstjóri. Ritari var Engilbert Ingvarsson . Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00.

Þetta var gert:

Oddviti kynnti boðaða dagskrá í 10 liðum :

1.     Frumvarp að fjárhagsáætlun Hólmavíkurhrepps fyrir 2002, fyrri umræða.

2.     Kaupsamningur á hlutafé Hólmavíkurhrepps í Orkubúi Vestfjarða.

3.     Bréf frá áhugafólki um tónlist.

4.     Skýrsla um rannsóknarborun í landi Kirkjubólshrepps.

5.     Beiðni um stuðning við Stígamót.

6.     Bréf frá stjórn FSS frá 13. nóvember 2001.

7.     Bréf frá Fornleifastofnun Íslands frá 15. nóvember 2001.

8.     Samþykkt stofnhluthafa í Eignarhaldsfélagi Vestfjarða h.f. frá 16. nóvember 2001.

9.     Dreifibréf frá Menntamálaráðuneytinu frá 23. nóvember 2001.

10.    Fundargerðir Launanefndar sveitarfélaga frá síðustu vikum.  

Þá var gengið til dagskrár.

1.       Frumvarp að fjárhagsáætlun Hólmavíkurhrepps fyrir 2002, fyrri umræða. Sveitarstjóri kynnti frumvarp að fjárhagsáætlun Hólmavíkurhrepps fyrir árið 2002 og ræddi einstaka liði í samanburði í samanburði við fyrra ár. Eftir umræður og ítarlega yfirferð var fjárhagsáætlun fyrir árið 2002 vísað til annarar umræðu.

2.       Kaupsamningur á hlutafé Hólmavíkurhrepps í Orkubú Vestfjarða.. Lagður fram kaupsamningur um kaup ríkisins á hlutafé Hólmavíkurhrepps, dags 27. nóvember 2001, að upphæð kr. 149.960.000.- Samningurinn hefur verið undirritaður í Reykjavík af sveitarstjóra samkvæmt samþykkt hreppsnefndar frá 27. september 2001.

3.       Bréf frá áhugafólki um tónlist. Borist hefur bréf dags. 20. nóv. 2001 frá áhugafólki um tónlist þeim Sólrúnu Jónsdóttur, Sigríði Einarsdóttur, Rúnu Stínu Ásgrímsdóttur varðandi möguleika á að keyptur verði flygill í Hólmavíkurkirkju. Samþykkt var að vísa málinu til afgreiðslu við aðra umræðu fjárhagsáætlunar og hugsanlegri hlutdeild í kostnaðargreiðslu.

4.       Skýrsla um rannsóknarborun í landi Þorpa í Kirkjubólshreppi. Borist hefur skýrsla frá 23. nóv. s.l. frá Orkustofnun með greinargerð Kristjáns Sæmundssonar jarðfræðings. Lagt fram til kynningar.

5.       Beiðni um stuðning við Stígamót. Borist hefur bréf dags. 26. nóv. 2001 varðandi styrkbeiðni til Stígamóta. Samþykkt var að veita kr. 15.000.- í styrk.

6.       Bréf frá stjórn F.S.S frá 13. nóvember 2001. Borist hefur bréf dags. 13. nóv. frá Félagi sam- og tvíkynhneigða stúdenta um 25. þús. króna styrk. Samþykkt var að hafna erindinu.

7.       Bréf frá Fornleifastofnun Íslands frá 15. nóvember 2001. Borist hefur bréf dags. 15. nóv. 2001 frá Fornleifastofnun varðandi svæðisskráningu fornleifa í sveitarfélaginu. Lagt fram til kynningar.

8.       Samþykkt stofnhluthafa í Eignarhaldsfélagi Vestfjarða hf. frá 16. nóv. 2001. Borist hefur bréf dags. 21. nóv. 2001 frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða hf. varðandi fund 16. nóv. s.l. í Eignarhaldsfélagi Vestfjarða hf. Lagt fram til kynningar.

9.       Dreifibréf frá Menntamálaráðuneytinu frá 23. nóvember 2001. Borist hefur bréf frá Menntamálaráðuneytinu varðandi breytingu á lögum um leikskóla, nr. 78/1994. Lagt fram til kynningar.

10.    Fundargerðir Launanefndar sveitarfélaga frá síðustu vikum. Borist hefur bréf dags. 22. nóv. 2001 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga ásamt fundargerðum Launanefndar sveitarfélaga frá 173. og 174. fundi ásamt 4. fundi samstarfsnefndar L.N og S.G.S frá 5. nóv. 2001. Lagt fram til kynningar.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19.40.

Engilbert Ingvarsson (sign), Elfa Björk Bragadóttir (sign), Eysteinn Gunnarsson (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign), Birna Richardsdóttir (sign), Þór Örn Jónsson (sign),  Daði Guðjónsson (sign).

 

 
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Þór Örn Jónsson

Sveitarstjórn:


Birna Richardsdóttir


Daði Guðjónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Eysteinn Gunnarsson


Haraldur V.A. Jónsson

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson