|
Hólmavíkurhreppur
|
|
973. fundur - 20.nóv. 2001 Ár 2001, þriðjudag 20. nóvember
var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Eysteinn
Gunnarsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk
hans sátu fundinn Birna Richardsdóttir, Daði Guðjónsson,
Haraldur V.A. Jónsson og Júlíana Ágústsdóttir varamaður.
Auk þeirra sat fundinn Þór Örn Jónsson sveitarstjóri.
Ritari var Engilbert Ingvarsson. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00. Þetta var gert: Oddviti flutti tillögu um afbrigði við boðaða dagskrá, að taka á dagskrá upplýsingar um jarðhitaleit í Kirkjubólshreppi og var það samþykkt samhljóða og tekið fyrir fyrst á dagskrá fundarins og breytast töluliðir dagskrár eftir því. Oddviti kynnti auglýsta eftirfarandi dagskrá: 1.
Ákvörðun um útsvarsprósentu Hólmavíkurhrepps árið
2002. 2. Álagning fasteignagjalda Hólmavíkurhrepps
fyrir árið 2002. 3. Kjaradeila Launanefndar sveitarfélaga og tónskólakennara. 4. Fyrirspurn frá VST varðandi frágang í
kringum bensínstöðina á Hólmavík. 5. Bréf frá Fjölskylduráði varðandi “Fjölskyldustefnu
sveitarfélaga” 6. Bréf frá Þjóðminjasafni Íslands. 7. Fundargerðir skólanefndar Menntaskólans á
Ísafirði. 8. Fróðleiksmolar frá Sambandi íslenskra
sveitarfélaga varðandi framkvæmdaleyfi vegna skógræktar. Þá var gengið til dagskrár. 1.
Jarðhitaleit í Kirkjubólshreppi. Matthías Lýðsson
oddviti Kirkjubólshrepps var mættur til fundarins og gerði
grein fyrir framkvæmdum við jarðhitaleit í Kirkjubólshreppi.
Matthías lagði fram blað yfir hitamælingu í borholu í
landi Þorpa í Kirkjubólshreppi, en þar hefur verið boruð
jarðhitaleitarhola í 906 metra dýpt og reyndist hiti í
botni hennar vera rúmlega 100 gráður. Talið er að þarna
séu miklir möguleikar á að ná upp nýtanlegu heitu vatni.
Lýsti Matthías ýmsum hugsanlegum leiðum um frekari framkvæmdir
til að ná upp heitu virkjanlegu vatni. Bókun 1. liðar
lesin upp og athugasemdir komu ekki fram. Matthías vék af
fundinum. 2. Ákvörðun
um útsvarsprósentu Hólmavíkurhrepps fyrir árið 2002. Lögð
fram tillaga frá sveitarstjóra um að álagningarhlutfall úrsvars
verði 13.03%, en þar af renna 0,77% til Jöfnunarsjóðs
sveitarfélaga. Tillagan var samþykkt samhljóða. 3. Álagning
fasteignagjalda Hólmavíkurhrepps fyrir árið 2002.
Sveitarstjóri lagði fram tillögu um að fasteignagjöld og
þjónustugjöld í Hólmavíkurhreppi verði óbreytt frá
fyrra ári, með eftirfarandi hætti: Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði
0,36% af fasteignamati, skattur af atvinnuhúsnæði 1.32% af
fasteignamati. Þeir ellilífeyrisþegar, sem búa í eiginíbúðarhúsnæði
borga ekki fasteignaskatt en borga þjónustugjöld. Lóðarleiga 2% af fasteignamati lóðar. Vatnsskattur af íbúðarhúsnæði og
öðru húsnæði 0,28% af fasteignamati. Holræsagjöld 0,20% af fasteignamati. Sorpgjöld kr. 6000.- á íbúðarhúsnæði,
kr. 2000.- af sumarbústöðum, sorpgjald eftir magni hjá
fyrirtækjum, en að lágmarki kr. 8000.- Tillagan var samþykkt samhljóða. 4.
Kjaradeila Launanefndar sveitarfélaga og tónlistarkennara.
Borist hefur bréf dags. 8. nóv. 2001 frá Austur-Héraði með
ályktun um kennaradeiluna, ásamt ýmsum upplýsingum. Samþykkt
var að fela sveitarstjóra að semja ályktun í samræmi við
umræður og senda Launanefnd sveitarfélaga. 5.
Fyrirspurn frá V.S.T. varðandi frágang í kringum bensínstöðina
á Hólmavík. Borist hefur bréf dags. 15. nóv. 201 frá
Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. á Ísafirði varðandi
bílastæði og lóðamörk við Söluskála Essó þar sem
fyrirhugað er að ganga frá lóðinni á næsta ári. Samþykkt
var að fela sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við
umræður. 6. Bréf
frá Fjölskylduráði varðandi “Fjölskyldustefnu sveitarfélaga”.
Borist hefur bréf dags. 24. október 2001 frá Fjölskylduráði.
Samþykkt var að vísa málinu til næsta fundar í félagsmálaráði. 7. Bréf
frá Þjóðminjasafni Íslands. Borist hefur bréf dags. 12.
nóv. 2001 frá Þjóðminjasafni varðandi reykingu matvæla.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að safna upplýsingum
og senda Þjóðminjasafninu. 8.
Fundargerðir skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði.
Borist hafa fundargerðir frá 64. og 65. fundi MÍ. Lagt fram
til kynningar. 9. Fróðleiksmolar
frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi framkvæmdaleyfi
vegna skógræktar. Borist hefur bréf dags. 7. nóv. 2001 frá
Sambandi íslenskra sveitarfélaga ásmat úrskurði frá úrskurðarnefnd
skipulags- og byggingamála um það hvort afla þurfi framkvæmdaleyfis
sveitarstjórnar skv. 27. gr. laga nr. 73/1997 til skógræktar.
Lagt fram til kynningar. Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19.00. Engilbert Ingvarsson (sign), Júlíana Ágústsdóttir
(sign), Eysteinn Gunnarsson (sign), Haraldur V.A. Jónsson
(sign), Birna Richardsdóttir (sign), Þór Örn Jónsson
(sign), Daði Guðjónsson (sign).
|
|
HÓLMAVÍKURHREPPUR,
HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK |
|