Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

  

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

       

972. fundur - 6. nóv. 2001

Ár 2001, þriðjudag 6. nóvember var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Eysteinn Gunnarsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Birna Richardsdóttir, Haraldur V.A. Jónsson, Júlíana Ágústsdóttir varamaður og Karl Þór Björnsson varamaður.

Þór Örn Jónsson sveitarstjóri var rétt ókominn frá Reykjavík þegar fundur hófst, en mætti fljótlega til fundar.

Ritari var Engilbert Ingvarsson.

Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00.

Þetta var gert:

Oddviti kynnti eftirfarandi boðaða dagskrá í 10 liðum.

1.         Erindi frá Sigurði Sveinssyni og Ragnheiði Ingimundardóttur.

2.         Erindi frá stjórn Skíðafélags Strandamanna varðandi skíðaiðkun í Brandskjólum.

3.            Leiðrétting á gjaldskrá Tónskólans þ.e systkinaafsláttur.

4.         Bréf frá Atvinnuþróunarfélaginu vegna Eignarhaldsfélags Vestfjarða h.f.

5.         Bréf frá Vegi, áhugamannafélagi um samgöngur á Vestfjörðum.

6.            Fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 26. október 2001.

7.            Fundargerð stjórnar og ársfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum.

8.         Bréf frá Tóbaksvarnarnefnd og Krabbameinsfélagi Reykjavíkur.

9.            Fundargerð Launanefndar sveitarfélaga ásamt bréfi.

10.       Bréf frá Menntamálaráðuneytinu frá 17. október 2001.

Þá var gengið til dagskrár.

1.         Erindi frá Sigurði Sveinssyni og Ragnheiði Ingimundardóttur.

Borist hefur bréf dags. 22. okt. 2001 frá ábúendum á Hrófá, varðandi nýja vatnsleiðslu á vegum hreppsins, að Hrófá. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að svara bréfinu í samræmi við umræður á fundinum.

2.         Erindi frá stjórn Skíðafélags Strandamanna varðandi skíðaiðkun í Brandskjólum.

Borist hefur bréf dags. 21. janúar 1999 frá stjórn Skíðafélags Strandamanna varðandi aðstöðu til skíðaiðkunar í Brandskjólum. Samþykkt var að verða við erindinu.

3.            Leiðrétting á gjaldskrá Tónskólans þ.e. systkinaafsláttur.

Lögð fram tillaga um nemendagjöld í Tónskólanum, eftirfarandi: Gjald fyrir skólaárið kr. 26.000.- Systkinaafsláttur 50% af öðru systkini, 67% af þriðja og 75% af fjórða, en aldrei hærri afsláttur. Tillagan var samþykkt samhljóða.

4.         Bréf frá Atvinnuþróunarfélaginu vegna Eignarhaldsfélags Vestfjarða hf.

Borist hefur bréf dags. 1. nóvember 2001 frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða hf. til stofnaðila Eignarhaldsfélags Vestfjarða hf. og boðun til fundar um stöðu Eignarhaldsfélagsins þann 16. nóvember nk. kl. 15.00. Gert er ráð fyrir að fulltrúi hreppsnefndar sæki fundinn.

5.         Bréf frá Vegi, áhugamannafélagi um samgöngur á Vestfjörðum.

Borist hefur bréf dags. 16. október 2001 varðandi stofnun félags um einkafjármögnun vegar um Arnkötludal og gert ráð fyrir stofnfundi í nóvember. Samþykkt var að fresta málinu.

6.            Fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 26. október 2001.

Borist hefur bréf dags. 29. október 2001 frá heilbrigðisfulltrúa ásamt fundargerð frá 25. fundi heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis og fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyrir árið 2002. Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða var samþykkt samhljóða.

7.            Fundargerð stjórnar og ársfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum.

Borist hefur bréf dags. 25. október 2001 ásamt fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, ásamt fundargerð ársfundar þann 10. október sl. með ályktunum og erindum. Lagt fram til kynningar.

8.         Bréf frá Tóbaksvarnarnefnd og Krabbameinsfélagi Reykjavíkur.

Borist hefur bréf dags. 24. október 2001 frá Tóbaksvarnarnefnd og Krabbameinsfélagi varðandi samstarfsverkefni skólaárið 2000-2001. Lagt fram til kynningar.

9.            Fundargerð Launanefndar sveitarfélaga ásamt bréfi.

Borist hefur bréf dags. 27. október 2001 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt fundargerðum 51. fundar samstarfsnefndar leikskólakennara, 10. fundar þroskaþjálfarafélags og 172. fundar Launanefndar. Lagt fram til kynningar.

10.       Bréf frá Menntamálaráðuneytinu frá 17. október og 1. nóvember 2001. 

Borist hefur bréf dags. 17. október s.l. varðandi breytingu á lögum nr. 66/1995. Lagt fram til kynningar.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19.05.

Engilbert Ingvarsson (sign), Júlíana Ágústsdóttir (sign), Eysteinn Gunnarsson (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign), Birna Richardsdóttir (sign), Þór Örn Jónsson (sign), Karl Þór Björnsson (sign).

    

 
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Þór Örn Jónsson

Sveitarstjórn:


Birna Richardsdóttir


Daði Guðjónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Eysteinn Gunnarsson


Haraldur V.A. Jónsson

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson