Ár 2001, þriðjudag 9. október var
haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Eysteinn
Gunnarsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk
hans sátu fundinn Birna Richardsdóttir, Daði Guðjónsson,
Haraldur V.A. Jónsson og Elfa Björk Bragadóttir. Auk þeirra
sat fundinn Þór Örn Jónsson sveitarstjóri. Fundarritari
var Engilbert Ingvarsson.
Fundurinn var haldinn á skrifstofu
hreppsins og hófst hann kl. 17.00.
-
Kauptilboð
ríkisins í hlut Hólmavíkurhrepps í Orkubú Vestfjarða
hf.
-
Erindi frá
Ágústi Guðjónssyni varðandi bleikjueldi í landi Kálfaness.
-
Samningur við
tækniþjónustu Vestfjarða ehf. um mælingar og hönnun
gatna.
-
Erindi frá
Þorbjörgu Stefánsdóttur varðandi landnytjar í landi
Hnitbjarga.
-
Erindi frá
kennurum við Grunnskólann á Hólmavík.
-
Fundargerð
húsnæðisnefndar frá 26. september sl.
-
Fundargerð
Félagsmálaráðs frá 9. október.
-
Bréf frá
undirbúningsnefnd að landssamtökum “Landsbyggðin
lifi”.
-
Bréf frá Félagi
leikskólakennara frá 17. september 2001.
-
Fundargerð
heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 28. september 2001.
-
Fundargerð
Launanefndar Sveitarfélaga í september 2001.
Þá var gengið til dagskrár.
1. Kauptilboð ríkisins í hlut Hólmavíkurhrepps
í Orkubúi Vestfjarða hf.
Borist hefur bréf dags. 3. október
2001 frá Fjármálaráðuneyti og Iðnaðarráðuneyti varðandi
undirbúning kaupsamningsgerðar um kaup ríkisins á hlut Hólmavíkurhrepps
í Orkubúi Vestfjarða hf. Samþykkt var að fresta málinu
og fela sveitarstjóra að vinna að framgangi þess við ráðuneytin
Fjármálaráðuneyti og Iðnaðarráðuneyti.
2. Erindi frá Ágústi Guðjónssyni varðandi
bleikjueldi í landi Kálfaness.
Borist hefur bréf frá Ágústi Guðjónssyni
dags. 2. okt. 2001 er varðar umsókn um aðstöðu fyrir
bleikjueldi. Samþykkt var að vísa málinu til byggingar-,
skipulags- og umferðarnefndar.
3. Samningur við Tækniþjónustu
Vestfjarða ehf. um mælingar og hönnun gatna.
Lagður fram samningur frá október
2001 á milli Hólmavíkurhrepps og Tækniþjónustu
Vestfjarða ehf. varðandi mælingar og hönnun gatna. Samþykkt
var að bæta inn í samninginn endurskoðunarákvæði
eftir 1. áfanga, að öðru leyti var samningurinn samþykktur.
4. Erindi frá Þorbjörgu Stefánsdóttur
varðandi landnytjar í landi Hnitbjarga.
Borist hefur bréf dags. 4/10 2001 frá
Þorbjörgu Stefánsdóttur varðandi beiðni um að fá
afnotarétt á ákveðnu landssvæði í landi Hnitbjarga og
Víðidalsár til að koma upp æðarvarpi og auka fuglalíf.
Samþykkt var að verða við erindinu með þeim skilmálum
að gerður verði leigusamningur til 10 ára með 6 mánaða
gagnkvæmum uppsagnarfresti.
5. Erindi frá kennurum við Grunnskólann
á Hólmavík.
Borist hefur bréf dags. 5. október
2001 frá kennurum við Grunnskólann á Hólmavík varðandi
kaup á fartölvum til notkunar í starfi sínu í skólanum.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að kanna málið og
afla upplýsinga.
6. Fundargerð húsnæðisnefndar frá
26. september sl.
Lögð fram fundargerð húsnæðisnefndar
frá 26. september. Fram kemur hækkun á húsaleigu í
leiguíbúðum hreppsins og samþykkt var að leiga hækki
frá 1. nóvember, svo breytt var fundargerðin samþykkt
samhljóða.
7. Fundargerð Félagsmálaráðs frá 9.
október.
Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs
frá 9. október. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
8. Bréf frá undirbúningsnefnd að
landssamtökunum “ Landsbyggðin lifi”.
Borist hefur bréf dags. 4. júlí 2000
frá Fríðu Völu Ásbjörnsdóttur fyrir hönd undirbúningsnefndar
að landssamtökunum “Landsbyggðin lifi”. Samþykkt var
að verða ekki við erindinu.
9. Bréf frá Félagi leikskólakennara
frá 17. september 2001.
Borist hefur bréf dags. 17. sept. 2001
frá Félagi leikskólakennara ásamt samþykktum frá
fulltrúaráðsþingi félagsins. Lagt fram til kynningar.
10. Fundargerð heilbrigðisnefndar
Vestfjarða frá 28. september 2001.
Borist hefur bréf dags. 1. okt. 2001
frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða ásamt fundargerð frá
24. fundi Heilbrigðisn. Vestfj. Lagt fram til kynningar.
11. Fundargerð Launanefndar sveitarfélaga
í september 2001.
Borist hefur bréf ásamt fundargerð
50. fundar samstarfsnefndar leikskólakennara og
“kjarna” stéttarfélags opinberra starfsmanna o.fl.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl.
19.05.
Engilbert Ingvarsson (sign), Elfa Björk
Bragadóttir (sign), Eysteinn Gunnarsson (sign), Haraldur V.A.
Jónsson (sign), Birna Richardsdóttir (sign), Þór Örn Jónsson
(sign), Daði Guðjónsson (sign).