Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

  

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

       

969. fundur - 27. sept. 2001

Árið 2001 þriðjudaginn 27. september var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Mættir voru hreppsnefndarmennirnir Daði Guðjónsson, Eysteinn Gunnarsson, Birna Richardsdóttir, Haraldur V.A. Jónsson og Elfa Björk Bragadóttir, einnig sat fundinn sveitarstjóri Þór Örn Jónsson. Fundarritari er Elfa Björk Bragadóttir. Fundurinn var haldinn á skrifstofu Hólmavíkurhrepps og hófst hann kl. 13.00.

Fyrir liggur eitt mál sem er kauptilboð í hlut Hólmavíkurhrepps í Orkubúi Vestfjarða hf.

Þá var gengið til dagskrár:

Þór Örn afhenti nýjan útreikning frá Pricewaterhouse Coopers á stöðu Hólmavíkurhrepps miðað við stöðu 1. ágúst 2001. Þar kemur fram að greiðslan sem Hólmavíkurhreppur fengi strax hefur aðeins breyst. Ekki hefur borist nýtt kauptilboð frá ríkinu með þessum nýju útreikningum. Eftir nokkrar umræður var eftirfarandi samþykkt gerð:

Hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps samþykkir að selja Ríkissjóði hlut Hólmavíkurhrepps 3,26% í Orkubúi Vestfjarða hf. á kr. 149.960.000,- Kaupverð greiðist á eftirfarandi hátt:

1.            Ríkissjóður greiðir við undirritun kaupsamnings inn á biðreikning í nafni Hólmavíkurhrepps kr. 51.800.000,- vegna endurskipulagningar félagslega íbúðakerfisins í Hólmavíkurhreppi. Höfuðstóll þessa biðreiknings sem stofnaður skal í viðurkenndri fjármálastofnun samkvæmt nánari tilvísan Hólmavíkurhrepps skal standa óhreyfður, en til tryggingar skuldbindingum Hólmavíkurhrepps vegna félagslega íbúðakerfisins, þar til fyrir liggja og til framkvæmda koma ákvarðanir um endurskipulagningu félagslega íbúðarkerfisins fyrir landið í heild. Hólmavíkurhreppur hefur fullan ráðstöfunarrétt á vöxtum sem höfuðstóllinn ber. Hólmavíkurhreppur áskilur sér rétt til endurskoðunar á biðreikningnum eftir 6 mánuði ef lausn á félagslega íbúðakerfinu virðist ekki í sjónmáli.

2.            Ríkissjóður greiði strax við undirritun kaupsamnings 30.900.000,- kr. sem verði ráðstafað með beinni greiðslu til félagslega íbúðakerfisins í Hólmavíkurhreppi og notist sú upphæð til að greiða vanskil félagslega íbúðakerfisins við sveitarsjóð Hólmavíkurhrepps.

3.            Ríkissjóður greiðir Hólmavíkurhreppi kr. 67.260.000,- við undirritun kaupsamnings.

Samþykktin samþykkt með 4 atkvæðum en oddviti Eysteinn Gunnarsson lýsti sig vanhæfan til atkvæðagreiðslu og vék af fundi á meðan atkvæðagreiðsla fór fram.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14:35.

Eysteinn Gunnarsson (sign), Elfa Björk Bragadóttir (sign), Daði Guðjónsson (sign), Birna Richardsdóttir (sign), Þór Örn Jónsson (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign).

   

 
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Þór Örn Jónsson

Sveitarstjórn:


Birna Richardsdóttir


Daði Guðjónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Eysteinn Gunnarsson


Haraldur V.A. Jónsson

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson