Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

  

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

       

968. fundur - 25. sept. 2001

Árið 2001 þriðjudaginn 25. september var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Varaoddviti Birna S. Richardsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hennar sátu fundinn Daði Guðjónsson, Már Ólafsson varamaður, Haraldur V.A. Jónsson og Elfa Björk Bragadóttir. Ennfremur sat fundinn Þór Örn Jónsson sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00.

Þetta var gert:

Varaoddviti kynnti boðaða dagskrá sem er í 14 töluliðum:

  1. Kauptilboð ríkisins í hlut Hólmavíkurhrepps í Orkubú Vestfjarða hf. ásamt bréfi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga.

  2. Erindi frá Áskeli Benediktssyni varðandi ábúð á jörðinni Hnitbjörgum.

  3. Erindi frá stjórn Geislans á Hólmavík, ásamt fundargerð aðalfundar frá 3. sept. 2001.

  4. Erindi frá Gunnari Þórðarsyni varðandi Kópnesbraut 9.

  5. Beiðni frá Strandagaldri um fjárstyrk á árinu 2001.

  6. Styrkbeiðni frá Skáksambandi Íslands vegna alþjóðlegs skákmóts til minningar Jóhanns Þóris Jónssonar.

  7. Boð á vinabæjarmót í Aarslev sumarið 2002.

  8. Fundargerð félagsmálaráðs frá 17. september 2001.

  9. Fundargerð atvinnu- og hafnarstjórn frá 19. september sl.

  10. Ályktanir 46. Fjórðungsþings Vestfirðinga haldið á Reykhólum dagana 24. og 25. ágúst 2001.

  11. Bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða.

  12. Fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði frá 11. september 2001.

  13. Fréttabréf frá Hagstofu Íslands varðandi mannfjölda á Íslandi 1. desember 2000 (endanlegar tölur).

  14. Menntun-nýsköpun-atvinna, ráðstefna á Ísafirði 29. september.

Þá var gengið til dagskrár:

1.            Kauptilboð ríkisins í hlut Hólmavíkurhrepps í Orkubú Vestfjarða hf., ásamt bréfi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga.

Lagt fram dreifibréf til sveitarstjórna á Vestfjörðum frá Fjórðungssambandi Vestfjarða ásamt bréfi dags. 18. september 2001 frá viðræðunefnd sambandsins og fylgigögnum er varða kauptilboð ríkisins í Orkubú Vestfjarða. Ennfremur hefur borist bréf dags. 21. sept. 2001 frá Fjármálaráðuneyti og Iðnaðarráðuneyti varðandi breytingu á lið 2 í tilboði ríkisins dags. 23. ágúst 2001 í hlut sveitarfélaganna. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundum sem hann hefur setið varðandi sölu Orkubúsins og stöðu mála vegna íbúðalána, en væntanlegt er nýtt yfirlit um skuldastöðu hreppsins. Málinu var frestað til næsta fundar kl. 13.00 fimmtudaginn 27. sept.

2.         Erindi frá Áskeli Benediktssyni varðandi ábúð á jörðinni Hnitbjörgum.

Borist hefur bréf dags. 12. sept. 2001 frá Áskeli Benediktssyni ábúanda á Hnitbjörgum þar sem hann segir upp ábúð á jörðinni með þeim fyrirvara að fallið verði frá kröfu um endurgreiðslu vegna sölu fullvirðisréttar. Erindið var samþykkt samhljóða.

3.         Erindi frá stjórn Geislans á Hólmavík, ásamt fundargerð aðalfundar frá 3. september 2001.

Borist hefur bréf dags. 4. september 2001 frá Umf. Geislanum varðandi gervihnattardisk til að hafa sjónvarpssýningar á fótboltakappleikjum. Samþykkt var að lána Geislanum húsnæði í félagsheimilinu.

4.         Erindi frá Gunnari Þórðarsyni varðandi Kópnesbraut 9.

Borist hefur bréf dags. 30.08.2001 frá Gunnari Þórðarsyni með styrkbeiðni til endurbyggingar á Kópnesbraut 9. Málinu var frestað, en sveitarstjóra falið að gera drög að reglum um styrkveitingar til endurbygginga gamalla húsa og leggja fyrir hreppsnefnd síðar.

5.         Beiðni frá Strandagaldri um fjárstyrk á árinu 2001.

Borist hefur bréf dags. 5. sept. 2001 frá Strandagaldri með beiðni um fjárstyrk. Málinu frestað og vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

6.            Styrkbeiðni frá Skáksambandi Íslands vegna alþjóðlegs skákmóts til minningar Jóhanns Þóris Jónssonar.

Borist hefur bréf dags. 6. sept. 2001 frá Skáksambandi Íslands með styrkbeiðni. Erindinu var hafnað.

7.         Boð á vinabæjarmót í Aarslev sumarið 2002.

Borist hefur bréf dags. 8. sept. 2001 um vinabæjarmót 2002. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að skrifa bréf og þakka boðið og að málið verði kynnt Hólmvíkingum.

8.            Fundargerð félagsmálaráðs frá 17. september 2001.

Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 17. sept. 2001. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

9.            Fundargerð atvinnu- og hafnarstjórnar frá 19. september sl.

Borist hefur fundargerð atvinnu- og hafnarstjórnar frá 19. september sl. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

10.            Ályktanir 46. Fjórðungsþings Vestfirðinga haldið að Reykhólum dagana 24. og 25. ágúst 2001.

Borist hefur bréf dags. 19. sept. 2001 frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga ásamt ályktunum frá 46. Fjórðungsþingi. Lagt fram til kynningar.

11.       Bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða. Borist hefur bréf dags. 6. sept. 2001 frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða ásamt upplýsingum um ýmis málefni. Lagt fram til kynningar.

12.            Fundargerð skólanefndar Menntskólans á Ísafirði 11. september 2001.

Borist hefur fundargerð skólanefndar M.Í. Lagt fram til kynningar.

13.       Bréf frá Hagstofu Íslands varðandi mannfjölda á Íslandi 1. desember 2000 (lokatölur).

Borist hefur bréf dags. 5. sept. 2001 frá Hagstofu Íslands ásamt mannfjöldaskýrslum 1. desember 2000. Lagt fram til kynningar.

14.            Menntun-nýsköpun-atvinna, ráðstefna á Ísafirði 29. september.

Borist hefur bréf dags. 19.09.2001 með dagskrá fyrir ráðstefnu á Ísafirði 29. sept. Lagt fram til kynningar.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:45.

Engilbert Ingvarsson (sign), Elfa Björk Bragadóttir (sign), Birna Richardsdóttir (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign), Daði Guðjónsson (sign), Már Ólafsson (sign)

  

 
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Þór Örn Jónsson

Sveitarstjórn:


Birna Richardsdóttir


Daði Guðjónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Eysteinn Gunnarsson


Haraldur V.A. Jónsson

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson