Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

  

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

       

966. fundur - 21. ágúst 2001

Árið 2001 þriðjudaginn 21. ágúst var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Varaoddviti Birna S. Richardsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hennar sátu fundinn Haraldur Jónsson og Daði Guðjónsson og varamennirnir Hlíf Hrólfsdóttir og Már Ólafsson. Auk þeirra sat fundinn Þór Örn Jónsson sveitarstjóri. Fundarritari var Salbjörg Engilbertsdóttir.

Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.05.

Þetta var gert:

Varaoddviti kynnti eftirfarandi dagskrá:

  1. Umhverfisúttekt á dreifbýli Hólmavíkurhrepps.

  2. Erindi frá íbúum á Innra og Ytra-Ósi.

  3. Umsókn um endurnýjun veitingaleyfis fyrir Café Riis.

  4. 46. Fjórðungsþing Vestfirðinga á Reykhólum 24.-25. ágúst.

  5. Fundargerðir Fjórðungssambands Vestfirðinga á árinu 2001.

  6. Reglugerð um dagvistun barna.

  7. Fundargerð bygginganefndar íþróttahúss og sundlaugar frá 19/7 sl.

  8. Fundargerð húsnæðisnefndar frá 24. júlí s.l.

  9. Fundargerð byggingar-, skipulags- og umferðanefndar frá 25. júlí s.l.

  10. Fundargerð félagsmálaráðs frá 13. ágúst s.l.

  11. Fundargerð varðandi hugsanlega Ósárveitu.

  12. Fundargerðir Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða.

  13. Beiðni um fjárframlag frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða.

  14. Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 29. júní s.l.

  15. Tillögur byggðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

  16. Fundargerðir samstarfsnefndar launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Þá var gengið til dagskrár:

  1. Umhverfisúttekt á dreifbýli Hólmavíkurhrepps.
  2. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða gerði úttekt á fráveitu og neysluvatnsmálum í dreifbýli Hólmavíkurhrepps samkvæmt beiðni sveitarstjóra. Eingöngu voru skoðaðir þeir staðir þar sem er heilsárs búseta. Ljóst er að víða er pottur brotinn og þörf er á úrbótum. Sveitarstjóra er falið að skrifa bréf til íbúa og kynna þessa úttekt og kanna áhuga þeirra á úrbótum.

  3. Erindi frá íbúum á Innra og Ytra-Ósi.
  4. Lagt fram bréf dags. 16.8.2001 varðandi það hvort möguleiki sé á því að tengjast vatnsveitu Hólmavíkur. Sveitarstjóra falið að kanna kostnað og framkvæmd.

  5. Umsókn um endurnýjun veitingaleyfis fyrir Café Riis.
  6. Sveitarstjórn samþykkir það fyrir sitt leyti.

  7. 46. Fjórðungsþing Vestfirðinga á Reykhólum 24.-25. ágúst.
  8. Borist hefur bréf dags. 1. ágúst 2001 varðandi boðun á 46. Fjórðungsþing Vestfirðinga á Reykhólum. Sveitarstjóra falið að undirbúa ályktun til Fjórðungsþings varðandi veg um Arnkötludal og Gautsdal. Send hafa verið kjörbréf.

  9. Fundargerðir Fjórðungssambands Vestfirðinga á árinu 2001.
  10. Lagt fram til kynningar.

  11. Reglugerð um dagvistun barna.
  12. Lagt fram til kynningar og vísað til Félagsmálaráðs.

  13. Fundargerð bygginganefndar íþróttahúss og sundlaugar frá 19. júlí s.l.
  14. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

  15. Fundargerð húsnæðisnefndar frá 24. júlí s.l.
  16. Lögð var fram fundargerð húsnæðisnefndar. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

  17. Fundargerð bygginga-, skipulags- og umferðarnefndar frá 25. júlí s.l.
  18. Fundargerðin lögð fram og samþykkt samhljóða.

  19. Fundargerð félagsmálaráðs frá 13. ágúst s.l.
  20. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 13. ágúst s.l. og samþykkt samhljóða.

  21. Fundargerð varðandi hugsanlega Ósárveitu.
  22. Lögð fram til kynningar.

  23. Fundargerðir Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða.
  24. Lagt fram til kynningar.

  25. Beiðni um fjárframlag frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða.
  26. Beiðnin samþykkt samhljóða.

  27. Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 29. júní s.l.
  28. Lagt fram til kynningar.

  29. Tillögur byggðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
  30. Lagt fram til kynningar.

  31. Fundargerðir samstarfsnefndar launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Lagt fram til kynningar.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30.

Salbjörg Engilbertsdóttir (sign), Birna Richardsdóttir (sign), Þór Örn Jónsson (sign), Daði Guðjónsson (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign), Már Ólafsson (sign), Hlíf Hrólfsdóttir (sign).

 

 
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Þór Örn Jónsson

Sveitarstjórn:


Birna Richardsdóttir


Daði Guðjónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Eysteinn Gunnarsson


Haraldur V.A. Jónsson

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson