963. fundur - 29. maí 2001
Árið 2001 þriðjudaginn 29. maí var haldinn fundur í
hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps.
Eysteinn Gunnarson oddviti setti fundinn og stjórnaði
honum, en auk hans sátu fundinn Birna Richardsdóttir, Daði
Guðjónsson, Haraldur V. Jónsson og Sigfús A. Ólafsson
varamaður. Auk þeirra sat fundinn Þór Örn Jónsson
sveitarstjóri.
Ritari var Engilbert Ingvarsson.
Fundurinn var haldinn á skrifstofu Hólmavíkurhrepps og
hófst hann kl. 17.00.
Þetta var gert:
Oddviti kynnti eftirfarandi dagskrá:
- Ársreikningur Hólmavíkurhrepps fyrir árið 2000,
síðari umræða.
-
Fundarboð á aðalfund
Orkubús Vestfjarða 1. júní n.k.
-
Rekstur sameiginlegs
bókasafnskerfis fyrir öl sveitarfélög.
-
Erindi frá Búnaðarsambandi
Strandamanna varðandi „fegurri sveitir“.
-
Skýrsla frá
Kirkjubólshreppi varðandi úrgangsmál í
Kirkjubólshreppi og víðar.
-
Erindi frá Sambandi ísl.
sveitarfélaga varðandi yfirfærslu á málefnum
fatlaðra til sveitarfélaga.
-
Skýrsla
Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða fyrir starfsárið
2000.
-
Fundargerð húsnæðisnefndar
frá 21. maí 2001.
-
Fundargerð leikskólanefndar
frá 22. maí s.l.
-
Fundargerð skólanefndar
tónskóla og Grunnskólans á Hólmavík frá 28. maí
s.l.
-
Fundargerð stjórnar
Hafnarsambands sveitarfélaga frá 9. mars og 11. maí
s.l. ásamt gjaldskrá fyrir hafnir.
-
Fundargerðir skólanefndar
Menntaskólans á Ísafirði frá 24. apríl og 1. maí
2001.
-
Fundargerð
námsgagnastofnunar frá 9. apríl s.l.
Þá var gengið til dagskrár:
1. Ársreikningur Hólmavíkurhrepps fyrir árið 2000,
síðari umræða.
Ársreikningur Hólmavíkurhrepps fyrir árið 2000 var
lagður fram til síðari umræðu. Sveitarstjóri fór yfir
ársreikninginn og svaraði fyrirspurnum. Ársreikningur
Hólmavíkurhrepps fyrir árið 2000 var samþykktur
samhljóða og verður undirritaður.
2. Fundarboð á aðalfund Orkubús Vestfjarða 1. júní n.k.
Fyrir liggur fundarboð á aðalfund Orkubús
Vestfjarða, sem haldinn verður á Ísafirði þann 1.
júní n.k. Lögð voru fram lög um stofnun hlutafélags um
Orkubú Vestfjarða, Drög að stofnsamningi fyrir Orkubú
Vestfjarða hf. og Drög að samþykktum fyrir Orkubú
Vestfjarða hf. Ennfremur er boðað til stofnfundar í
orkubúi Vestfjarða hf. þann 1. júní kl. 16.00.
Ákveðið var að fulltrúar á aðalfund Orkubús
Vestfjarða verði þeir Daði Guðjónsson með 266
atkvæði en varamaður hans Birna Richardsdóttir og
Haraldur V. A. Jónsson með 177 atkvæði en varamaður
hans Elfa Björk Bragadóttir. Samþykkt var að Þór Örn
Jónsson sveitarstjóri færi með umboð hreppsnefndar til
að undirrita stofnsamning fyrir Orkubú Vestfjarða hf.
3. Rekstur sameiginlegs bókasafnskerfis fyrir öll
sveitarfélög.
Borist hefur bréf dags. 15. maí 2001 frá Samb. ísl.
sveitarfélaga, ásamt dreifibréfi dags. 9. maí 2001 frá
Menntamálaráðuneyti til sveitarfélaga varðandi samning
um kaup á nýju upplýsingakerfi fyrir bókasöfn. Ýmis
gögn fylgja með varðandi málið Samþykkt var að
Hólmavíkurhreppur gerist aðili að upplýsingakerfi fyrir
bókasöfnin, en sveitarstjóra falið að koma
leiðréttingum á framfæri í samræmi við umræður.
4. Erindi frá Búnaðarsambandi Strandamanna varðandi
"fegurri sveitir".
Borist hefur bréf dags. 17. maí 2001 frá
Búnaðarsambandi Strandamanna varðandi áframhaldandi
hreinsunarátak í sveitum. Lagt fram til kynningar.
5. Skýrsla frá Kirkjubólshreppi varðandi úrgangsmál í
Kirkjubólshreppi og víðar.
Borist hefur bréf dags. 22. apríl 2001 frá
Kirkjubólshreppi varðandi úrgangsmál, ásamt skýrslu um
úrgangsmál og tillögum til úrbóta samin af Stefáni
Gíslasyni umhverfisfræðingi. Lagt fram til kynningar.
6. Erindi frá formanni Sambands ísl. sveitarfélaga
varðandi yfirfærslu á málefnum fatlaðra til
sveitarfélaga.
Borist hefur bréf dags. 18. maí 2001 frá formanni
Sambands ísl. sveitarfélaga varðandi yfirfærslu á
málefnum fatlaðra. Sveitarstjóra falið að svara. Lagt
fram til kynningar.
7. Skýrsla Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða fyrir
starfsárið 2000.
Borist hefur bréf dags. 16. maí s.l. frá
Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða ásamt skýrslu
starfsársins 2000.
8. Fundargerð húsnæðisnefndar frá 21. maí 2001.
Lögð fram fundargerð frá 66. fundi
húsnæðisnefndar. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
9. Fundargerð leikskólanefndar frá 22. maí 2001.
Lögð fram fundargerð leikskólanefndar frá 22. maí
s.l. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
10. Fundargerð skólanefndar tónskóla og Grunnskóla á
Hólmavík.
Lögð fram fundargerð tónskóla og Grunnskóla frá
28. maí 2001. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
11. Fundargerðir stjórnar Hafnarsambands sveitarfélaga frá
9. mars og 11. maí s.l. ásamt gjaldskrá fyrir hafnir.
Borist hafa fundargerðir frá 242. og 243. fundi
stjórnar Hafnasambandsins, ásamt gjaldskrá hafna
staðfest 7. febrúar 2001. Samþykkt var samhljóða
samsvarandi hækkun hjá Hólmavíkurhöfn.
12. Fundargerðir skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði
frá 24. apríl og 1. maí 2001.
Borist hafa fundargerðir frá 59. og framhaldsfundi 1.
maí 2001.
13. Fundargerð námsgagnastjórnar frá 9. apríl s.l.
Borist hefur fundargerð frá 352. fundi
námsgagnastjórnar.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:12.
Engilbert Ingvarsson (sign), Eysteinn Gunnarsson (sign),
Birna Richardsdóttir (sign), Daði Guðjónsson (sign),
Sigfús A. Ólafsson (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign),
Þór Örn Jónsson (sign).
|