Skrifstofa
Fundargerðir
Nefndir
Atvinnulíf
& saga
Þjónusta
Myndir
Tenglar
Aðalsíða
|
962. fundur - 15. maí 2001
Árið 2001 þriðjudaginn 15. maí var haldinn fundur í
hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Eysteinn Gunnarson oddviti
setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn
Birna Richardsdóttir, Haraldur V.A. Jónsson, Elfa Björk
Bragadóttir og Dagný Júlíusdóttir varamaður. Auk þeirra
sat fundinn Þór Örn Jónsson sveitarstjóri. Fundarritari
var Engilbert Ingvarsson.
Fundurinn var haldinn á skrifstofu Hólmavíkurhrepps og
hófst hann kl. 17.00.
Þetta var gert:
Oddviti kynnti eftirfarandi dagskrá:
-
Ársreikningur
Hólmavíkurhrepps fyrir árið 2000, fyrri umræða.
-
Bygging íþróttahúss og
sundlaugar.
-
Ráðning starfsmanns við
ýmis þjónustustörf.
-
Refa- og minkaveiðar sumarið
2001.
-
Minnisblað frá
Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða um þróun skipaflota
og breytingar á aflaheimildum.
-
Ályktun Súðavíkurhrepps um
heilsársveg um Arnkötludal.
-
Umsögn um Aðalskipulag
Súðavíkurhrepps 1999-2018.
-
Aðalfundur
Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða ásamt
fundargerðum.
-
Erindi frá
Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða varðandi
átaksverkefni.
Þá var gengið til dagskrár:
- Oddviti tilkynnti frestun á þessum dagskrárlið þar
sem endurskoðandi hreppsins var væntanlegur síðar á
fundinn til að gera grein fyrir ársreikningi 2000.
-
Bygging íþróttahúss og
sundlaugar. Sveitarstjóri lagði fram upplýsingar um
byggingu íþróttahúss á Stöðvarfirði og
kostnaðartölur við þá byggingu, en hann ásamt
Eysteini og Haraldi fóru til Stöðvarfjarðar til að
skoða þetta hús. Samþykkt var að fela sveitarstjóra
að ræða við Arkis ehf. og fá frumhönnun á
íþróttahúsi og sundlaug, sem yrði reist á
Hólmavík.
-
Ráðning á starfsmanni við
ýmis konar þjónustustörf. Auglýst var eftir starfsmanni.
Ein umsókn barst um starfið frá Sigurði M.
Þorvaldssyni og var samþykkt að ráða hann.
-
Refa- og minkaveiðar sumarið
2001. Sveitarstjóri lagði til að ráðning veiðimanna
yrði óbreytt frá fyrra ári og var það samþykkt
samhljóða.
-
Minnisblað frá
Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða um þróun skipaflota
og breytingar á aflaheimildum. Borist hefur bréf dags.
9. maí 2001 frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða,
ásamt ýmsum upplýsingum varðandi skipaflota á
Vestfjörðum, aflamark, veiðiheimildir smábáta o.fl.
-
Ályktun Súðavíkurhrepps um
heilsársveg um Arnkötludal. Borist hefur bréf dags. 28.
apríl 2001 frá hreppsnefnd Súðavíkurhrepps með
ályktun hreppsnefndar um vegagerð um Arnkötludal.
Þá var tekið fyrir 1. mál á dagskrá, Ársreikningur
Hólmavíkurhrepps 2000. Mættur var til fundarins
Kristján Jónasson endurskoðandi hreppsreiknings
Hólmavíkurhrepps 2000. Hann lagði fram ársreikninginn
og gerði grein fyrir tölulegum niðurstöðum ásamt
skýringum. Eftir umræður og fyrirspurnir
hreppsnefndarmanna var samþykkt að vísa ársreikningnum
til 2. umræðu.
-
Umsögn um aðalskipulag
Súðavíkurhrepps 1999-2018. Borist hefur bréf dags. 9.
maí 2001 frá Súðavíkurhreppi ásamt aðalskipulagi
1999-2018, sem lagt verður fram á lögformlegan hátt.
Vísað til byggingar-, skipulags- og
umferðarnefndar.
-
Aðalfundur
Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða ásamt fundargerðum
frá 19. desember til 27. apríl 2001. Borist hefur bréf
dags. 27. apríl 2001 frá Atvinnuþróunarfélagi
Vestfjarða hf. ásamt dagskrá aðalfundar 12. maí og
fundargerðum frá 41. til 43. fundi. Lagt fram til
kynningar.
-
Erindi frá Svæðismiðlun
Vestfjarða varðandi átaksverkefni. Borist hefur bréf
dags. 17. apríl 2001 vegna átaksverkefna. Einnig reglur
um úthlutun styrkja úr Atvinnuleysistryggingasjóði til
sérstakra verkefna á vegum svæðisvinnumiðlana.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:25.
Engilbert Ingvarsson. (sign) Eysteinn Gunnarsson (sign)
Haraldur V. A. Jónsson (sign) Birna Richardsdóttir (sign)
Elfa Björk Bragadóttir (sign) Dagný Júlíusdóttir (sign)
Þór Örn Jónsson (sign)
|
Sveitarstjóri:
Þór Örn Jónsson
Sveitarstjórn:
Birna Richardsdóttir
Daði Guðjónsson
Elfa Björk Bragadóttir
Eysteinn Gunnarsson
Haraldur V.A. Jónsson
Skrifstofa:
Hólmavíkur-
hreppur
|