|
Hólmavíkurhreppur
|
|
961. fundur - 24. apríl 2001 Árið 2001 þriðjudaginn 24. apríl var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Eysteinn Gunnarson varaoddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Birna Richardsdóttir, Gunnar S. Jónsson varamaður, Haraldur V.A. Jónsson og Hlíf Hrólfsdóttir varamaður. Ennfremur sat fundinn Þór Örn Jónsson sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson. Fundurinn var haldinn á skrifstofu Hólmavíkurhrepps og hófst hann kl. 17.00. Þetta var gert: Oddviti kynnti eftirfarandi dagskrá:
Þá var gengið til dagskrár:
Borist hefur bréf dags. 17. apríl 2001 frá Veiðimálastjóra er varðar fyrirspurn Hólmavíkurhrepps um friðunarsvæði frjórra laxa. Bréf dags. 15. mars 2001 frá Veiðimálastjóra til Landbúnaðarráðuneytis fylgir ásamt greinargerð. Samþykkt var að fela sveitarstjóra ásamt tveimur hreppsnefndarmönnum að fara á fund landbúnaðarráðherra og ræða um málið. Borist hefur bréf dags. 15. mars 2001 frá ferðaþjónustuaðilum varðandi áframhaldandi rekstur Upplýsingamiðstöðvar. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður og með það fyrir augum að rekstur verði með svipuðum hætti á sumrinu eins og áður. Borist hefur bréf dags. 5. apríl 2001 frá Landbúnaðarráðuneyti ásamt lóðaleigusamningi við Jens Kristleifsson. Hreppsnefnd hefur ekki athugasemdir við samninginn. Lögð fram fundargerð skólanefndar Grunnskóla og tónskóla Hólmavíkur frá 5. apríl 2001. Fundargerðin var samþykkt samhljóða. Lögð fram fundargerð B.U.S frá 23. apríl s.l. Fundargerðin var samþykkt samhljóða. Borist hefur bréf dags. 2. apríl 2001 ásamt fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 21. fundi 30. mars 2001 ásmat drögum að gjaldskrá miðuð við að tveir heilbrigðisfulltrúar verði í fullu starfi á Vestfjörðum. Framlögð gjaldskrá og ráðning annars heilbrigðisfulltrúa var samþykkt. Borist hefur bréf dags. 2. apríl 201 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga ásamt ályktunum 60. fulltrúaráðsfundar Sambands ísl. sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar. Borist hefur svar frá sjávarútvegsráðherra, sem er þ.skj. 927 – 533 mál á 126. löggjafarþingi 2000 – 2001.
Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:15. Engilbert Ingvarsson. (sign) Eysteinn Gunnarsson (sign) Birna Richardsdóttir (sign) Haraldur V.A. Jónsson (sign) Hlíf Hrólfsdóttir (sign) Gunnar S. Jónsson (sign) Þór Örn Jónsson (sign)
|
|
HÓLMAVÍKURHREPPUR,
HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK |
|