Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

  

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

       

      960. fundur - 3. apríl 2001     

Árið 2001 þriðjudaginn 3. apríl var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Birna Richardsdóttir varaoddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hennar sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Hlíf Hrólfsdóttir varamaður, Karl Þór Björnsson varamaður og Már Ólafsson varamaður. Ennfremur sat fundinn Þór Örn Jónsson sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Þetta var gert:

Varaoddviti gerði tillögu um afbrigði við boðaða dagskrá að 11. liður yrði tekinn með til viðbótar. Var það samþykkt samhljóða.

Fundurinn var haldinn á skrifstofu Hólmavíkurhrepps og hófst hann kl. 17.00.

Þá kynnti varaoddviti eftirfarandi dagskrá:

  1. Heimild til 10 milljóna króna lántöku hjá Búnaðarbanka Íslands hf.

  2. Erindi frá Háafelli ehf. varðandi leyfi til að setja niður eldiskvíar í landi Nauteyrar við Ísafjarðardjúp.

  3. Fyrirspurn frá Gunnlaugi Bjarnasyni um ráðningu verktaka á vegum Hólmavíkurhrepps.

  4. Fyrirspurn frá Iðnaðar- og Viðskiptaráðuneyti varðandi áætlun um þriggja fasa rafmagn á landsbyggðinni.

  5. Fundargerðir skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði frá 23. janúar og 27. mars sl.

  6. Yfirlýsing samninganefndar Launanefndar sveitarfélaga varðandi kjarasamninga við grunnskólakennara og skólastjórnendur.

  7. Fundargerðir samstarfsnefndar L.N. og Félags íslenskra leikskólakennara frá 5. og 12. mars 2001.

  8. Bréf frá nefnd sem endurskoða á lög og reglugerðarákvæði um jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

  9. Bréf frá Fjölskylduráði varðandi dag fjölskyldunnar sem verður 15. maí n.k.

  10. Kynning á lagabreytingum, þingsályktunum og reglugerðum sem liggja fyrir.

  11. Fundargerð skipulagsnefndar frá 2. apríl s.l.

Þá var gengið til dagskrár:

  1. Heimild til 10 milljón króna lántöku hjá Búnaðarbanka Íslands hf. Sveitarstjóri lagði fram tillögu um 10 milljón króna lántöku hjá Búnaðarbanka Íslands hf. Heimild til lántökunnar var samþykkt samhljóða.

  2. Erindi frá Háafelli ehf. varðandi leyfi til að setja niður eldiskvíar í landi Nauteyrar við Ísafjarðardjúp. Leyfið var samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum. Elfa Björk Bragadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðs.

  3. Fyrirspurn frá Gunnlaugi Bjarnasyni um ráðningu verktaka á vegum Hólmavíkurhrepps. Borist hefur bréf dags. 14. mars 2001 frá Gunnlaugi Bjarnasyni varðandi verktakavinnu á Hólmavík. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að svara bréfinu, benda á gildandi lög og reglur og þann möguleika að t.d. vanur járniðnaðarmaður geti unnið við pípulangir ef maður með meistararéttindi hafi yfirumjón með slíkum verkum.

  4. Fyrirspurn frá Iðnaðar- og Viðskiptaráðuneyti varðandi áætlun um þriggja fasa rafmagn á landsbyggðinni. Borist hefur bréf dags. 27. mars 2001 frá Iðnaðar- og Viðskiptaráðuneyti varðandi þriggja fasa rafmagn. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að svara bréfinu í samræmi við staðreyndir málsins.

  5. Fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði frá 23. janúar og 27. mars s.l. Borist hefur fundargerð frá M.Í frá 57. fundi og 58. fundi. Lagt fram til kynningar.

  6. Yfirlýsing samninganefndar Launanefndar sveitarfélaga varðandi kjarasamninga við grunnskólakennara og skólastjórnendur. Borist hefur bréf dags. 23. mars 2001 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga ásamt yfirlýsingu dags. 9. janúar 2001 frá Launanefnd sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.

  7. Fundargerðir samstarfsnefndar L.N og Félags íslenskra leikskólakennara frá 5. og 12. mars 2001. Borist hefur bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dags. 16. mars 2001 ásamt fundargerðum frá 48. fundi og 49. fundi samstarfsnefndarinnar. Lagt fram til kynningar.

  8. Bréf frá nefnd sem endurskoða á lög og reglugerðarákvæði um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Borist hefur bréf dags. 23. mars 2001 frá Félagsmálaráðuneytinu varðandi nefndarskipun.

  9. Bréf frá fjölskylduráði varðandi dag fjölskyldunnar, sem verður 15. maí n.k. Borist hefur bréf dags. 23. mars 2001 frá fjölskylduráði um dag fjölskyldunnar 15. maí n.k. Samþykkt var að vísa málinu til félagsmálaráðs.

  10. Kynning á lagabreytingum, þingsályktunum og reglugerðum, sem liggja fyrir. Borist hefur bréf dags. 14. mars 2001 frá Félagsmálaráðuneytinu varðandi fjárhagsáætlanir sveitarfélaga o.fl. Ennfremur bréf dags. 23. mars 2001 ásamt þingskjali 146 um frumvarp til breytinga á sveitarstjórnarlögum og bréf dags. 23. mars 2001 ásamt þingskjali 806 er varðar þingsályktunartillögu um að auka framboð á leiguhúsnæði. Bréfin send frá félagsmálanefnd til umsagnar.

  11. Fundargerð skipulagsnefndar frá 2. apríl s.l. Lögð fram fundargerð frá Byggingar-, skipulags- og umferðarnefnd frá 2. apríl 2001. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30.

Engilbert Ingvarsson (sign) Karl Þór Björnsson (sign) Birna Richardsdóttir (sign) Elfa Björk Bragadóttir (sign) Már Ólafsson (sign) Hlíf Hrólfsdóttir (sign) Þór Örn Jónsson (sign)

 

 
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Þór Örn Jónsson

Sveitarstjórn:


Birna Richardsdóttir


Daði Guðjónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Eysteinn Gunnarsson


Haraldur V.A. Jónsson

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson