Skrifstofa
Fundargerðir
Nefndir
Atvinnulíf
& saga
Þjónusta
Myndir
Tenglar
Aðalsíða
|
953. fundur - 12. desember 2000
Árið 2000 þriðjudaginn 12. desember var haldinn fundur
í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Birna Richardsdóttir
varaoddviti setti fundinn í forföllum oddvita, og
stjórnaði honum. Ennfremur sátu fundinn Haraldur V.A.
Jónsson og Elfa Björk Bragadóttir ásamt varamönnunum Má
Ólafssynir og Dagnýju Júlíusdóttur. Þór Örn Jónsson
sveitarstjóri sat einnig fundinn. Ritari var Engilbert
Ingvarsson.
Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst
hann kl. 17.00.
Þetta var gert:
Oddviti kynnti eftirfarandi auglýsta dagskrá:
- Ný reglugerð um holræsi og holræsagjöld í
Hólmavíkurhreppi.
- Ný gjaldskrá fyrir vatnsveitu Hólmavíkur.
- Kynning á stöðu mála er varðar breytingu á
Orkubúi Vestfjarða í hlutafélag.
- Kynning á reglugerð um bókhald og ársreikninga
sveitarfélaga.
- Samningur Hólmavíkurhrepps við
svæðisvinnumiðlun Vestfjarða, vegna
atvinnuleysisskráningu fyrir árið 2001.
- Erindi frá Náttúruvernd ríkisins er varðar
náttúruverndar-áætlun.
- Fundargerð skólanefndar Grunnskóla og tónskóla
Hólmavíkur.
- Skjólskógar á Vestfjörðum ásamt fundargerð
Félags skógarbænda á Vestfjörðum frá 2. september
2000.
- Fundargerð Heimbrigðisnefndar Vestfjarða frá 2.
desember s.l.
- Fundargerð Launanefndar sveitarfélaga frá 15.
nóvember 2000.
- Fundargerðir Lífeyrissjóðs starfsmanna
sveitarfélaga frá 20. júní, 5. september og 10.
október 2000.
- Kynningarefni frá Félagi íslenskra uppeldis-og
meðferðarstofnana fyrir börn og unglinga.
Þá var gengið til dagskrár:
-
Ný reglugerð um holræsi og
holræsagjöld í Hólmavíkurhreppi. Lögð fram
reglugerð um holræsi og holræsagjöld í
Hólmavíkurhreppi. Reglugerðin var samþykkt samhljóða
og verður send félagsmálaráðherra til staðfestingar.
-
Ný gjaldskrá fyrir vatnsveitu
Hólmavíkur. Lögð fram ný gjaldskrá fyrir vatnsveitu
Hólmavíkur í samræmi við 16. gr. rgl. nr. 620/1991
fyrir vatnsveitur sveitarfélaga sbr. 7. og 8. gr. laga
nr. 81/1991 um vatnsveitur sveitarfélaga. Gjaldskráin
var samþykkt samhljóða og verður send
félagsmálaráðherra til staðfestingar.
-
Kynning á stöðu mála er
varðar breytingu á Orkubúi Vestfjarða í hlutafélag.
Borist hefur bréf frá Fjórðungssambandi Vestfjarða
dags. 30. nóvember 2000, ásamt ljósriti frá
Félagsmálaráðuneyti dags. 30. nóvember 2000,
varðandi málefni O.V. Lagt fram til kynningar.
-
Kynning á reglugerð um bókhald
og ársreikninga sveitarfélaga. Borist hefur Reglugerð
um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga ásmat
minnisblaði dags. 29. nóvember 2000 frá
Félagsmálaráðuneyti. Lagt fram til kynningar.
-
Samningur Hólmavíkurhrepps við
svæðismiðlun Vestfjarða, vegna atvinnuleysisskráningu
fyrir árið 2001. Borist hefur samningur um
atvinnuleysisskráningu dags. 27. nóvember 2000 ásamt
bréfi dags. sama dag frá Svæðisvinnumiðlun
Vestfjarða. Samningurinn var samþykktur samhljóða og
sveitarstjórn falið að undirrita hann.
-
Erindi frá Náttúruvernd
ríkisins er varðar náttúruverndaráætlun. Borist
hefur bréf dags. 5. desember 2000 frá Náttúruvernd
ríkisins. Lagt fram til kynningar.
-
Fundargerð skólanefndar
Grunnskóla og tónskóla Hólmavíkur. Lögð fram
fundargerð Grunnskóla og tónskóla Hólmavíkur frá 6.
desember 2000. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
-
Skjólskógar á Vestfjörðum,
ásamt fundargerð Félags skógarbænda á Vestfjörðum
frá 2. september 2000. Borist hefur bréf dags 27. nóv.
2000 frá Skjólskógum á Vestfjörðum, ásamt bréfi
dags. 22. nóvember 2000 frá félagi skógarbænda ásamt
fundargerð félagsins frá 2. september 2000 með drögum
að lögum fyrir Félag skógarbænda á Vestfjörðum sem
samþykkt voru á stofnfundinum. Hólmavíkurhreppur er í
Félagi skógarbænda á Vestfjörðum og greiðir
árgjald.
-
Fundargerð Heilbrigðisnefndar
Vestfjarða frá 2. desember s.l. Borist hefur bréf dags.
4. desember 2000 frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða
ásamt fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá
18. fundi 2. desember 2000.
-
Fundargerð Launanefndar
sveitarfélaga frá 15. nóvember 2000. Borist hefur
fundargerð 154. fundar frá 15. nóvember 2000 frá
Launanefnd sveitarfélaga.
-
Fundargerð Lífeyrissjóðs
starfsmanna sveitarfélaga frá 20. júní, 5. september
og 10. október árið 2000. Borist hafa þrjár
fundargerðir frá 20. júní til 5. september frá
Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga. Lagt fram til
kynningar.
-
Kynningarefni frá Félagi
íslenskra uppeldis-og meðferðarstofnana fyrir börn og
unglinga. Borist hefur bréf dags. 1. desember 2000 frá
Félagi íslenskra uppeldis- og meðferðarstofnana fyrir
börn og unglinga með kynningarefni um starfsemi
félagsins.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:45.
Engilbert Ingvarsson. (sign) Haraldur V.A. Jónsson. (sign)
Birna Richardsdóttir. (sign) Elfa Björk Bragadóttir. (sign)
Már Ólafsson (sign) Þór Örn Jónsson (sign) Dagný
Júlíusdóttir (sign)
|
Sveitarstjóri:
Þór Örn Jónsson
Sveitarstjórn:
Birna Richardsdóttir
Daði Guðjónsson
Elfa Björk Bragadóttir
Eysteinn Gunnarsson
Haraldur V.A. Jónsson
Skrifstofa:
Hólmavíkur-
hreppur
|