Árið 2000 þriðjudaginn 28. nóvember var haldinn fundur
í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Eysteinn Gunnarsson oddviti
setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn,
Birna Richardsdóttir, Haraldur V. A. Jónsson og
varamennirnir Þorsteinn Sigfússon og Höskuldur B.
Erlingsson. Auk þess sat fundinn Þór Örn Jónsson
sveitarstjóri. Ritari var Engilbert Ingvarsson. Til fundarins
mætti Jón E. Alfreðsson kaupfélagsstjóri til viðræðu
um 1. dagskrárlið. Fundurinn var haldinn á skrifstofu
hreppsins og hófst hann kl. 17.00.
-
Kynning á tillögu um breytingu
á "Gamla kaupfélagshúsinu" í hótel. Jón E.
Alfreðsson kaupfélagsstjóri kynnti sundurliðaða
kostnaðaráætlun um endurbyggingu "Gamla
kaupfélagshússins" og Höfðagötu 1 með það
fyrir augum að breyta þessum húsum í hótel.
Kaupfélagsstjóri gerði grein fyrir verulegum samdrætti
á notkun Gamla kaupfélagshússins og því hefðu kom
fram hugmyndir um að nýta þetta húsnæði fyrir
framtíðarstarfsemi. Kaupfélagsstjóri taldi vænlegast
að mynda starfshóp til að athuga um framvindu málsins
og óæskilegt að kaupfélagið eitt stæði að
undirbúningsvinnu og nauðsynlegt að fá hlutafé og
samstarfsaðila um rekstur, ef stofnun hótels ætti að
verða að veruleika. Hreppsnefnd samþykkir að taka
þátt í störfum undirbúningsnefndar um athugun á
hótelbyggingu og félagi um rekstur ásamt fulltrúum
frá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar og tilnefnir Þór
Örn Jónsson sveitarstjóra sem fulltrúa hreppsins í
nefndina. Bókun um 1. dagskrárlið lesin upp. Jón E.
Alfreðsson vék af fundi.
-
Umsagnir um frumvörp og
breytingatillögur sem liggja fyrir Alþingi. Borist hefur
til umsagnar frumvörp frá Alþingi um breytingu um
tekjustofna sveitarfélaga, um breytingu um tekjuskatt og
eignarskatt, um vatnsveitur sveitarfélaga og tillögu til
þingsályktunar þingskjal 47 um samgöngubætur á
Vestfjörðum.
-
Ákvörðun um álagningahlutfall
útsvars í Hólmavíkurhreppi árið 2001. Samþykkt var
að álagningarprósenta útsvars á Hólmavíkurhreppi
2001 verði 12,70 %
-
Ákvörðun um álagningu fasteignagjalda í Hólmavíkurhreppi fyrir árið 2001.
Samþykkt var eftirfarandi samhljóða: Álagning
fasteignaskatta verið eftirfarandi árið 2001:
-
Íbúðarhúsnæði 0,36 %
af fasteignamati.
-
Atvinnuhúsnæði 1,32 % af
fasteignamati.
Af íbúðarhúsnæði þeirra sem
náð hafa 67 ára aldri er felldur niður fasteignaskattur
hjá þeim sem búa í eigin húsnæði og ef annað hjóna
hefur náð þeim aldri.
Vatnsgjald:
Á eignir samkv. A-lið 0,280 %
Á eignir samkv. B-lið 0,280 %
Aukavatnsgjald kr. 13,33 pr. m3.
Holræsagjald:
Á eignir samkv. A-lið 0,20 %
Á eignir samkv. B-lið 0,20 %
Sorphreinsunargjald/tunnuleiga:
Á eignir samkv. A-lið kr. 6.000,-
Á eignir samkv. B-lið eftir magni.
Lóðarleiga:
Á eignir samkv. A-lið 2% af fm.
Á eignir samkv. B-lið 2 % af fm.
Gjalddagar verði 9.
-
Ný reglugerð um holræsi og
holræsagjöld í Hólmavíkurhreppi. Samþykkt var að
vísa málinu til annarrar umræði.
-
Ný gjaldskrá fyrir vatnsveitu
Hólmavíkur. Samþykkt var að vísa málinu til annarrar
umræðu.
-
Bréf frá Súðavíkurhreppi er
varðar eignarbreytingu á Orkubúi Vestfjarða. Borist
hefur bréf dags. 15. nóvember 2000 frá
Súðavíkurhreppi með samþykkt á fundi hreppsnefndar
Súðavíkurhrepps þann 14. nóvember s.l. er varðar
eignarbreytingu á Orkubúi Vestfjarða og fyrirvara
hreppsins.
-
Breyting á kjarasamningi og nýr
kjarasamningur Launanefndar sveitarfélaga,
Alþýðusamband Vestfjarða og B.S.R.B. ofl. Borist hefur
bréf dags. 14. nóv. 2000 frá Sambandi ísl.
sveitarfélaga ásamt kjarasamningi frá 24. október 2000
við Alþýðusamband Vestfjarða. Ennfremur ný lög um
fæðingarorlof og veikindarétt er tekur gildi 1. jan.
2000.
-
Fundargerð sundlaugarnefndar
Hólmavíkurhrepps frá 17. nóv. 2000. Lögð fram
fundargerð sundlaugarnefndar frá 17. nóvember 2000.
-
Fundargerð almannanefndar
Strandasýslu frá 9. nóvember 2000. Lagt fram endurrit
úr fundargerðarbók almannanefndar Strandasýslu frá 9.
nóv. 2000.
-
Ársreikningur Skólaskrifstofu
Vestfjarða fyrir árið 1999. Borist hefur
ársreikningur, dags. af endurskoðanda 6. nóv. 2000,
Skólaskrifstofu Vestfjarða.
-
Framlög til
atvinnuþróunarfélaga. Borist hefur afrit af erindi
atvinnuþróunarfélaga til fjárlaganefndar vegna
tillögu samdrátt í framlögum til Byggðastofnunar,
ásamt bréfi dags. 28. nóv. 2000 sem sent var
fjárlaganefnd. Hreppsnefnd tekur undir framkomin
sjónarmið og felur sveitarstjóra að senda bréf
varðandi málið.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:10.
Engilbert Ingvarsson. (sign) Eysteinn Gunnarsson. (sign)
Birna Richardsdóttir. (sign) Haraldur V. Jónsson. (sign)
Þór Örn Jónsson. (sign) Höskuldur B. Erlingsson (sign)
Þorsteinn Sigfússon