Skrifstofa
Fundargerðir
Nefndir
Atvinnulíf
& saga
Þjónusta
Myndir
Tenglar
Aðalsíða
|
951. fundur - 14. nóvember 2000
Árið 2000 þriðjudaginn 14. nóvember var haldinn
fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Eysteinn Gunnarsson boðaði
forföll, en Birna Richardsdóttir varaoddviti setti fundinn og
stjórnaði honum, en auk hennar sátu fundinn Daði Guðjónsson,
Haraldur V.A. Jónsson, Höskuldur Erlingsson varamaður og Már
Ólafsson varamaður. Auk þess sat fundinn Þór Örn Jónsson
sveitarstjóri. Ritari var Engilbert Ingvarsson. Fundurinn var haldinn
á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00.
Þetta var gert:
Varaoddviti kynnti boðaða dagskrá:
-
Erindi
frá Orkubúi Vestfjarða er varðar breytingar á félagsformi
Orkubús Vestfjarða úr sameignarfélagi í hlutafélag.
-
Ályktun
stjórnar starfsmannafélags Orkubús Vestfjarða til
sveitarstjórna á Vestfjörðum.
-
Styrkbeiðni
frá Kvennakórnum Norðurljósum á Hólmavík.
-
Beiðni
um upprekstrarleyfi í landi Víðidalsá frá Jóni Kristinssyni og
Matthíasi Sævari Lýðssyni.
-
Tilnefning
í nefnd um byggingu sundlaugar á Hólmavík.
-
Umsóknir
í framkvæmdasjóð aldraðra, bréf frá Svæðisskrifstofu
Málefna fatlaðra á Vestfjörðum.
-
Ályktun
hreppsnefndar Reykhólahrepps er varðar heilsársveg um
Arnkötludal og Gautsdal.
-
Fundargerð
félagsmálaráðs frá 8. nóvember 2000.
-
Bréf
frá skipulags-og byggingarfulltrúa Hólmavíkurhrepps er varðar
staðbundna löggildingu á meistararéttindum.
-
Fundargerð
Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 27. október s.l. ásamt
skýrslu Campylobacter á Hólmavík
-
Kynningarfundur
um hreinni framleiðslutækni á vegum Staðardagskrár 21.
-
Kynningarbréf
frá kennurum Kramhússins á verkefninu þúsaldarbörn.
Þá var gengið til dagskrár:
-
Erindi frá Orkubúi Vestfjarða er varðar
breytingar á félagsformi Orkubús Vestfjarða úr sameignarfélagi
í hlutafélag. Fram kom eftirfarandi tillaga: Hreppsnefnd
Hólmavíkurhrepps samþykkir að breyta félagsformi Orkubús
Vestfjarða úr sameignarfélagi í hlutafélag samkvæmt tillögu
viðræðunefndar ríkisvaldsins og sveitarfélaganna á
Vestfjörðum samanber bréf stjórnarformanns Orkubús Vestfjarða
frá 13. okt. 2000. Sveitarstjóra var falið að skrifa
greinargerð með tillögunni í samræmi við umræður á
fundinum.
-
Ályktun
stjórnar starfsmannafélags OrkubúsVestfjarða til sveitarstjórna
á Vestfjörðum. Borist hefur bréf dags. 07.11.2000 frá stjórn
starfsmannafélagi Orkubús Vestfjarða þar sem
sveitarstjórnarmmenn eru varaðir við að láta af hendi forræði
yfir Orkubúi Vestfjarða.
-
Styrkbeiðni
frá Kvennakórnum Norðurljósum á Hólmavík. Borist hefur bréf
dags. 26. október 2000 er varðar styrkbeiðni til kvennakórsins
að upphæð kr. 40.000.- Samþykkt var samhljóða að veita
umbeðinn styrk.
-
Beiðni
um upprekstrarleyfi í landi Víðidalsár frá Jóni Kristinssyni
og Matthíasi Sævari Lýðssyni. Borist hefur bréf dags. 7. nóv.
2000 er varðar beiðni um upprekstrarleyfi í landi Víðidalsár.
Erindinu var hafnað.
-
Tilnefning
í nefnd um byggingu sundlaugar á Hólmavík. Fram kom tilnefning
á eftirtöldum mönnum í nefnd um byggingar sundlaugar á
Hólmavík: Ingimundur Jóhannsson, Þorsteinn Sigfússon og
Haraldur V. A. Jónsson. Var það samþykkt samhljóða.
-
Umsóknir
í Framkvæmdasjóð fatlaðra, bréf frá svæðisskrifstofu
Málefna fatlaðra á Vestfjörðum. Borist hefur bréf dags. 26.
október 2000 frá Laufeyju Jónsdóttur framkvæmdastjóra
Svæðisskrifstofu Málefna fatlaðra.
-
Ályktun
hreppsnefndar Reykhólahrepps er varðar heilsársveg um
Arnkötludal og Gautsdal. Borist hefur bréf dags. 24. okt. 2000
frá Reykhólahreppi með ályktun hreppsnefndar varðandi
heilsársveg um Arnkötludal og Gautsdal.
-
Fundargerð
félagsmálaráðs frá 8. nóvember 2000. Lögð fram fundargerð
félagsmálaráðs frá 8. nóvember s.l. Fundargerðin var
samþykkt samhljóða.
-
Bréf
frá skipulags-og byggingarfulltrúa Hólmavíkurhrepps er varðar
staðbundna löggildinu á meistararéttindum. Lagt fram bréf dags.
10.11.2000 frá skipulags-og byggingarfulltrúa hreppsins
Bjarnfríði Vilhjálmsdóttur. Hreppsnefnd samþykkir að
byggingafulltrúi gefi út leyfi til blikksmiðameistara í samræmi
við samþykkt á fundi bygginganefndar frá 9. okt. s.l.
-
Fundargerð
Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 27. október s.l. ásamt
skýrslu um Campylobakter á Hólmavík. Borist hefur bréf frá
heilbrigðisfulltrúa Vestfjarða dags. 26. október 2000 er varðar
sýnatöku úr neysluvatni á Hólmavík ásamt töflum og
niðurstöðum. Ennfremur bréf dags. 30. okt. með fundargerð
heilbrigðisnefndar frá 27. okt. 2000 ásamt fjárhagsáætlun
fyrir árið 2001.
-
Kynningarfundur
um hreinni framleiðslutækni á vegum Staðardagskrár 21. Borist
hefur bréf dags. 12. október 2000 frá verkefnisstjóra
Staðardagskrár 21 á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
-
Kynningarbréf
frá kennurum Kramhússins á verkefninu þúsaldarbörn. Borist
hefur bréf dags. 20. október 2000 er varðar kynningu á
verkefninu þúsaldarbörn. Lagt fram til kynningar.
-
Bréf
frá Áfengis- og vímuvarnaráði er varðar rannsóknina Ungt fólk
2000, sem framkvæmd var af Rannsóknum og greiningu ehf. Lagt fram
til kynningar.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:15.
Birna Richardsdóttir. (sign) Haraldur V. A. Jónsson.
(sign) Daði Guðjónsson. (sign) Höskuldur B. Erlingsson. (sign) Már
Ólafsson. (sign) Engilbert Ingvarsson. (sign) Þór Örn Jónsson
(sign).
|
Sveitarstjóri:
Þór Örn Jónsson
Sveitarstjórn:
Birna Richardsdóttir
Daði Guðjónsson
Elfa Björk Bragadóttir
Eysteinn Gunnarsson
Haraldur V.A. Jónsson
Skrifstofa:
Hólmavíkur-
hreppur
|