Skrifstofa
Fundargerðir
Nefndir
Atvinnulíf
& saga
Þjónusta
Myndir
Tenglar
Aðalsíða
|
949. fundur - 17. október 2000
Árið
2000 þriðjudaginn 17. október var haldinn fundur í hreppsnefnd
Hólmavíkurhrepps. Eysteinn Gunnarsson oddviti setti fundinn og
stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Haraldur V.A. Jónsson, Elfa
Björk Bragadóttir, Birna Richardsdóttir og Þorsteinn Sigfússon,
varamaður. Auk þeirra sat fundinn Þór Örn Jónsson sveitarstjóri.
Ritari
var Lára Jónsdóttir. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og
hófst hann kl.17.00.
Þetta
var gert:
Oddviti kynnti eftirfarandi dagskrá:
-
Umsögn
hreppsnefndar vegna stjórnsýslukæru Jóns H. Halldórssonar á
sveitarstjóra og hreppsnefnd.
-
Styrkbeiðni
frá árshátíðarnefnd starfsmanna Hólmavíkurhrepps.
-
Erindi
frá Jóni Guðjónssyni varðandi skráningu á lögheimili.
-
Styrkbeiðni
vegna menningaruppákomu tengd verkefninu „Vestfirskar
vetrarnætur“.
-
Umsögn
um endurnýjun leyfis til sölu gistingar í gistiheimilinu að
Borgabraut 4 og gistiskála að Brekkuseli í Hólmavíkurhrepp.
-
Beiðni
um styrk til ferðabæklingagerðar frá Atvinnuþróunarfélagi
Vestfjarða.
-
Erindi
frá Skipulagsstofnun varðandi gerð aðalskipulags fyrir
Hólmavíkurhrepp.
-
Þátttaka
Hólmavíkurhrepps í verkefninu „Skjólskógar á
Vestfjörðum“.
-
Fundargerð
byggingar-, skipulags- og umferðarnefndar frá 9. október 2000.
-
Fundargerðir
stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 13., 19, og 21.
september sl.
-
Fréttabréf
Hagstofu Íslands varðandi búferlaflutninga frá janúar –
september 2000.
Oddviti
flutti tillögu um afbrigði við boðaða dagskrá um að eftirfarandi
mál bættist við:
12. Bréf frá Önnu Margréti Valgeirsdóttur,
trúnaðarmanni kennara Grunnskóla Hólmavíkur.
Þá
var gengið til dagskrár:
-
Umsögn
hreppsnefndar vegna stjórnsýslukæru Jóns H. Halldórssonar á
sveitarstjóra og hreppsnefnd. Borist hefur beiðni frá
Félagsmálaráðuneytinu vegna stjórnsýslukæru Jóns H.
Halldórssonar. Samþykkt var að senda öll gögn og greinargerð
málsins til Félagsmálaráðuneytis til úrskurðar.
-
Styrkbeiðni
frá árshátíðarnefnd starfsmanna Hólmavíkurhrepps. Borist
hefur bréf frá árshátíðarnefnd starfsmanna Hólmavíkurhrepps
um styrkveitingu til niðurgreiðslu aðgangseyris kr. 70.000.-
Samþykkt var að veita styrkinn til niðurgreiðslu aðgangseyris
á árshátíð starfsmanna Hólmavíkurhrepps.
-
Erindi
frá Jóni Guðjónssyni varðandi skráningu á lögheimili. Borist
hefur erindi dags. 8. október 2000 frá Jóni Guðjónssyni
varðandi skráningu á lögheimili. Samþykkt var að hreppsnefnd
telur að Jón Guðjónsson hafi búið á Laugabóli til dagsins í
dag. Ákveðið var að fresta þessu máli til næsta fundar.
-
Styrkbeiðni
vegna menningaruppákomu tengd verkefninu „Vestfirskar
vetrarnætur“. Borist hefur styrkbeiðni frá
Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða þann 10. október 2000.
Ákveðið var að afþakka tónlistarmennina og styrkja ekki
verkefnið.
-
Umsögn
um endurnýjun leyfis til sölu gistingar í gistiheimilinu að
Borgabraut 4 og gistiskála að Brekkuseli í Hólmavíkurhrepp.
Elfa Björk vék af fundi. Borist hefur umsögn um endurnýjun
leyfis til sölu gistingar í gistiheimilinu að Borgabraut 4 og
gistiskála að Brekkuseli í Hólmavíkurhrepp. Samþykkt var að
veita umbeðið leyfi. Elfa Björk kom aftur á fundinn.
-
Beiðni
um styrk til ferðabæklingagerðar frá Atvinnuþróunarfélagi
Vestfjarða. Borist hefur beiðni dags. 3. október 2000 um
fjárframlag vegna þjónustubæklinga, þjónustuhandbók, og
kynning á Vestfjörðum. Samþykkt var að veita umbeðið
fjárframlag.
-
Erindi
frá Skipulagsstofnun varðandi gerð aðalskipulags fyrir
Hólmavíkurhrepp. Borist hefur bréf dags. 9. október 2000 frá
Skipulagsstofnun varðandi gerð aðalskipulags fyrir
Hólmavíkurhrepp. Sveitarstjóra var falið að kanna kostnað.
-
Þátttaka
Hólmavíkurhrepps í verkefninu "Skjólskógar á
Vestfjörðum“. Borist hefur stutt kynning frá Skjólskógum
á Vestfjörðum, ásamt umsókn um þátttöku í verkefninu.
Samþykkt var að sækja um þátttöku í verkefninu Skjólskógar
á Vestfjörðum.
-
Fundargerð
byggingar-, skipulags- og umferðarnefndar frá 9. október 2000.
Fundargerð lesin upp og samþykkt að undanskyldu máli nr. 3. sem
er umsókn um löggildingu blikksmíðameistara. 3. máli vísað
aftur til bygginganefndar.
-
Fundargerð
stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 13., 19., og 21.
september sl. Borist hefur fundargerð frá Fjórðungssambandi
Vestfirðinga. Lagt fram til kynningar.
-
Fréttabréf
Hagstofu Íslands varðandi búferlaflutninga frá janúar –
september 2000. Lagt fram til kynningar.
-
Bréf
frá trúnaðarmanni kennara Grunnskóla Hólmavíkur. Borist hefur
bréf dags. 13. október v/kjaramála kennara. Samþykkt var að
haldið verður áfram að greiða eftir núverandi samningum og
síðan málið endurskoðað þegar nýir samningar verða gerðir.
Fundargerð
lesin upp og samþykkt.
Fleira
ekki gert, fundi slitið kl. 19:33.
Lára
Jónsdóttir. (sign) Birna Richardsdóttir. (sign) Eysteinn Gunnarsson.
(sign) Haraldur V.A. Jónsson. (sign) Þór Örn Jónsson. (sign) Elfa
Björk Bragadóttir. (sign) Þorsteinn Sigfússon. (sign)
|
Sveitarstjóri:
Þór Örn Jónsson
Sveitarstjórn:
Birna Richardsdóttir
Daði Guðjónsson
Elfa Björk Bragadóttir
Eysteinn Gunnarsson
Haraldur V.A. Jónsson
Skrifstofa:
Hólmavíkur-
hreppur
|